Ekki gaman þegar náttúruöflin ráðast inn á heimili manns Kolbeinn Tumi Daðason, Margrét Helga Erlingsdóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 17. desember 2020 14:44 Davíð Kristinsson er varaformaður björgunarsveitarinnar Ísólfs á Seyðisfirði. Vísir/Egill Fyrir hádegi varð skriðuhlaup niður Búðará á Seyðisfirði - en þess utan hafa engar skriður fallið í bænum síðan í gærkvöldi að sögn vakthafandi ofanflóðasérfræðings sem fréttastofa ræddi við nú rétt fyrir tvö. Hættuástand er í bænum vegna skriðufalla og hin appelsínugula viðvörun sem var virkjuð í gær fyrir Austfirði í heild hefur verið framlengd til klukkan níu í fyrramálið. Snjóathugunarmaður frá Veðurstofu Íslands fylgist vel með gangi mála fyrir austan en staðan er viðkvæm eins og er því enn hellirignir á Seyðisfirði og er ekki útlit fyrir að dragi úr ákefð rigningarinnar fyrr en eftir miðnætti. Frá Seyðisfirði á fjórða tímanum í dag.Vísir/egill Íbúum sem þurftu að yfirgefa heimili sín gefst aftur í dag kostur á að huga að húsum sínum og eigum í samræmi við það verklega sem var í gær. Viðkomandi þurfa að gefa sig fram við vettvangsstjórn í húsi björgunarsveitarinnar í bænum til að fá fylgd inn á hættusvæðið. Á Eskifirði og í Neskaupstað hefur ekki rignt jafn mikið og ástandið ekki metið jafn alvarlegt. Gengið vel miðað við aðstæður Á Eskifirði er fólk í viðbragðsstöðu og þarf að fara að öllu með gát. Í ljósi aðstæðna á Seyðisfirði og óhagstæðrar spár þykir ekki óhætt að aflétta rýmingu íbúðarhúsa. Davíð Kristinsson, varaformaður björgunarsveitarinnar Ísólfs, segir aðgerðir hafa gengið mjög vel miðað við aðstæður. „Veðrið er nú ekki að leika með okkur. Það heldur áfram að rigna. Það er mikil bleyta og virðist ekkert ætla að hætta. Þetta eru krefjandi aðstæður.“ Spáð er áframhaldandi rigningu. „Þetta verður svipað. Sama veðurfar og sama vesen. Það er enginn bylbugur í mannskap eða Seyðfirðingum.“ Ofboðslega gott samfélag að vera í Reikna verði með því að fleiri skriður geti fallið enda enn rigning. Hljóðið í fólki sé ágætt. „Ég get ekki notað sterkari orð en það. Þetta eru Seyðfirðingar og við erum jákvæð að eðlisfari. Samhugurinn er mikill og hjálpsemin ótrúleg. Þetta er ofboðslega gott samfélag að vera í. En auðvitað er þetta ógnvekjandi. Það er ekkert gaman þegar náttúruöfl sem maður ræður ekkert við ráðast inn á heimili manns,“ segir Davíð. Hús hans er eitt þeirra sem þurft hefur að rýma vegna skriðuhlaupa. Þá ræddu fulltrúar fréttastofu á Seyðisfirði við þau Berglindi og Svavar sem starfa á vegum Rauða krossins á Seyðisfirði. Mikið hefur mætt á þeim undanfarna daga. Múlaþing Veður Almannavarnir Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Fleiri fréttir Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Sjá meira
Hættuástand er í bænum vegna skriðufalla og hin appelsínugula viðvörun sem var virkjuð í gær fyrir Austfirði í heild hefur verið framlengd til klukkan níu í fyrramálið. Snjóathugunarmaður frá Veðurstofu Íslands fylgist vel með gangi mála fyrir austan en staðan er viðkvæm eins og er því enn hellirignir á Seyðisfirði og er ekki útlit fyrir að dragi úr ákefð rigningarinnar fyrr en eftir miðnætti. Frá Seyðisfirði á fjórða tímanum í dag.Vísir/egill Íbúum sem þurftu að yfirgefa heimili sín gefst aftur í dag kostur á að huga að húsum sínum og eigum í samræmi við það verklega sem var í gær. Viðkomandi þurfa að gefa sig fram við vettvangsstjórn í húsi björgunarsveitarinnar í bænum til að fá fylgd inn á hættusvæðið. Á Eskifirði og í Neskaupstað hefur ekki rignt jafn mikið og ástandið ekki metið jafn alvarlegt. Gengið vel miðað við aðstæður Á Eskifirði er fólk í viðbragðsstöðu og þarf að fara að öllu með gát. Í ljósi aðstæðna á Seyðisfirði og óhagstæðrar spár þykir ekki óhætt að aflétta rýmingu íbúðarhúsa. Davíð Kristinsson, varaformaður björgunarsveitarinnar Ísólfs, segir aðgerðir hafa gengið mjög vel miðað við aðstæður. „Veðrið er nú ekki að leika með okkur. Það heldur áfram að rigna. Það er mikil bleyta og virðist ekkert ætla að hætta. Þetta eru krefjandi aðstæður.“ Spáð er áframhaldandi rigningu. „Þetta verður svipað. Sama veðurfar og sama vesen. Það er enginn bylbugur í mannskap eða Seyðfirðingum.“ Ofboðslega gott samfélag að vera í Reikna verði með því að fleiri skriður geti fallið enda enn rigning. Hljóðið í fólki sé ágætt. „Ég get ekki notað sterkari orð en það. Þetta eru Seyðfirðingar og við erum jákvæð að eðlisfari. Samhugurinn er mikill og hjálpsemin ótrúleg. Þetta er ofboðslega gott samfélag að vera í. En auðvitað er þetta ógnvekjandi. Það er ekkert gaman þegar náttúruöfl sem maður ræður ekkert við ráðast inn á heimili manns,“ segir Davíð. Hús hans er eitt þeirra sem þurft hefur að rýma vegna skriðuhlaupa. Þá ræddu fulltrúar fréttastofu á Seyðisfirði við þau Berglindi og Svavar sem starfa á vegum Rauða krossins á Seyðisfirði. Mikið hefur mætt á þeim undanfarna daga.
Múlaþing Veður Almannavarnir Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Fleiri fréttir Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent