Flugsamgöngur milli Íslands og Bretlands tryggðar eftir Brexit Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. desember 2020 15:44 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, undirritaði í dag fyrir Íslands hönd loftferðasamning milli Íslands og Bretlands. Flugsamgöngur hafa því verið tryggðar á milli ríkjanna eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Robert Courts, ráðherra flug- og siglingamála og almannaöryggis í bresku ríkisstjórninni, undirritaði samninginn fyrir hönd Bretlands. Hann er gerður vegna útgöngu Bretlands úr ESB en við lok aðlögunartímabilsins 31. desember 2020 munu flugsamgöngur á milli Íslands og Bretlands ekki lengur byggja á EES-samningnum. Þetta er fyrsti langtímasamningurinn sem Ísland gerir við Bretland vegna útgöngunnar úr ESB en umfangsmiklar viðræður um framtíðarsamband ríkjanna á fjölmörgum sviðum standa nú yfir, að því er segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Samningurinn veitir sömu tvíhliða flugréttindi og bæði löndin hafa í dag með aðild þeirra að Sameiginlega evrópska flugsvæðinu (e. European Common Aviation Area). Fríverslunarviðræður Íslands og hinna EFTA-ríkjanna innan EES, Noregs og Liechtenstein, við Bretland standa nú yfir og eru langt komnar, að því er segir í tilkynningu. Í síðustu viku undirrituðu bresk og íslensk stjórnvöld bráðabirgðafríverslunarsamning sem tryggir óbreytt tollkjör vegna vöruviðskipta við Bretland. Þar sem samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið (EES) mun ekki gilda lengur um Bretland frá og með 1. janúar 2021 þurfa Íslendingar að huga að nokkrum atriðum í því sambandi, sérstaklega þeir sem búa á Bretlandi eða hyggjast flytja þangað á næstunni og þeir sem stunda viðskipti við Bretland eða eiga þar annara hagsmuna að gæta. Utanríkisráðuneytið hefur tekið saman gátlista af því tilefni. Fréttir af flugi Samgöngur Brexit Utanríkismál Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Gæslan fylgist með rússnesku olíuskipi í efnahagslögsögu Íslands Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Sjá meira
Robert Courts, ráðherra flug- og siglingamála og almannaöryggis í bresku ríkisstjórninni, undirritaði samninginn fyrir hönd Bretlands. Hann er gerður vegna útgöngu Bretlands úr ESB en við lok aðlögunartímabilsins 31. desember 2020 munu flugsamgöngur á milli Íslands og Bretlands ekki lengur byggja á EES-samningnum. Þetta er fyrsti langtímasamningurinn sem Ísland gerir við Bretland vegna útgöngunnar úr ESB en umfangsmiklar viðræður um framtíðarsamband ríkjanna á fjölmörgum sviðum standa nú yfir, að því er segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Samningurinn veitir sömu tvíhliða flugréttindi og bæði löndin hafa í dag með aðild þeirra að Sameiginlega evrópska flugsvæðinu (e. European Common Aviation Area). Fríverslunarviðræður Íslands og hinna EFTA-ríkjanna innan EES, Noregs og Liechtenstein, við Bretland standa nú yfir og eru langt komnar, að því er segir í tilkynningu. Í síðustu viku undirrituðu bresk og íslensk stjórnvöld bráðabirgðafríverslunarsamning sem tryggir óbreytt tollkjör vegna vöruviðskipta við Bretland. Þar sem samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið (EES) mun ekki gilda lengur um Bretland frá og með 1. janúar 2021 þurfa Íslendingar að huga að nokkrum atriðum í því sambandi, sérstaklega þeir sem búa á Bretlandi eða hyggjast flytja þangað á næstunni og þeir sem stunda viðskipti við Bretland eða eiga þar annara hagsmuna að gæta. Utanríkisráðuneytið hefur tekið saman gátlista af því tilefni.
Fréttir af flugi Samgöngur Brexit Utanríkismál Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Gæslan fylgist með rússnesku olíuskipi í efnahagslögsögu Íslands Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Sjá meira