Börsungar færast nær topp­liðunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Börsungar fagna sigurmarkinu en Frenkie de Jong, Hollendingurinn knái, skoraði markið mikilvæga.
Börsungar fagna sigurmarkinu en Frenkie de Jong, Hollendingurinn knái, skoraði markið mikilvæga. David Ramos/Getty

Barcelona vann 2-1 sigur á toppliðinu Real Sociedad er liðin mættust á Camp Nou í kvöld. Sigurinn afar mikilvægur fyrir Börsunga sem klifra upp töfluna.

Willian Jose skoraði fyrsta mark leiksins og kom Sociedad yfir á 27. mínútu en einungis fjórum mínútum síðar jafnaði Jordi Alba metin.

Fjörinu var ekki lokið í fyrri hálfleik því miðjumaðurinn Frenkie de Jong skoraði kom Börsungum yfir. Ekkert mark var skorað í síðari hálfleik og lokatölur 2-1.

Börsungar eru í fimmta sæti deildarinnar með tuttugu stig en Sociedad er í öðru sætinu með 26 stig. Þeir hafa þó leikið tveimur leikjum meira en Börsungar.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.