Marka­þurrð Auba­mey­ang á enda en vand­ræði Arsenal halda á­fram

Anton Ingi Leifsson skrifar
Markaskorararnir Aubameyang og Walcott í baráttunni.
Markaskorararnir Aubameyang og Walcott í baráttunni. Adrian Dennis/Getty Images

Arsenal gengur skelfilega að vinna leiki og það skánaði ekki í kvöld er liðið gerði 1-1 jafntefli við Southampton á Emirates leikvanginum.

Gamli Arsenal maðurinn, Theo Walcott, skoraði fyrsta markið á átjándu mínútu en þetta var fyrsta mark hans gegn Arsenal eftir að hann yfirgaf félagið.

Dýrlingarnir leiddu í hálfleik en á sjöundu mínútu síðari hálfleiks jafnaði Pierre-Emerick Aubameyang er hann skoraði eftir 648 mínútna bið í úrvalsdeildinni.

Ekki skánaði ástandið fyrir Arsenal er Gabriel fékk tvö gul spjöld með fimm mínútna millibili og var sendur í bað. Enn eitt rauða spjaldið á Arsenal undanfarnar vikur.

Lokatölur 1-1. Arsenal er í fimmtánda sæti deildarinnar með fjórtán stig en Southampton er í þriðja sætinu með 24 stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira