Hundruð þúsunda beitt misnotkun á opinberum stofnunum á Nýja-Sjálandi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. desember 2020 06:39 Forsætisráðherrann Jacinda Ardern skipaði nefndina árið 2018. epa/Felipe Trueba Að minnsta kosti 250 þúsund börn, ungmenni og fullorðnir sem dvöldu á stofnunum á vegum nýsjálenska ríkisins á árunum 1950 til 1999 sættu einhvers konar misnotkun, samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar. Nefndin skilaði niðurstöðum sínum í dag en einnig voru til skoðunar trúarlegar stofnanir á borð við kirkjurekin heimili fyrir munaðarlausa. Um 655 þúsund manns bjuggu á umræddum stofnunum á einum tíma eða öðrum á þessum árum en 1.900 einstaklingar hafa sett sig í samband við nefndina og gert er ráð fyrir að þúsundir til viðbótar muni bætast í þann hóp. Nefndin var sett á laggirnar 2018 af Jacindu Ardern forsætisráðherra, sem sagði þá misnotkun sem hefði átt sér stað á barnaheimilum á vegum ríkisins „samviskulausa“. Meirihluti fórnarlambanna hefðu verið minnihlutahópar, fátækir, konur og börn. Annasophia Calman, ein þeirra sem gaf sig fram við nefndina, sagði misnotkunina hafa varpað skugga á allt sitt líf. Annar, Mike Ledingham, sagðist enn búa við afleiðingarnar. „Biskupinn talaði um uppgjör en hvernig getur þú sagt skilið við fortíðina þegar þú ert enn að vakna við martraðir?“ Innfædd börn verða sérstaklega illa úti Samkvæmt skýrslunni voru mörg börn fjarlægð af heimilum sínum vegna fátæktar og þegar þeim var skilað aftur voru þau andlega illa farin eftir upplifunina. Maori-börn voru hlutfallslega fleiri meðal þeirra barna sem var komið fyrir í umsjá ríkisins og sem voru beitt misnotkun. Er það meðal annars rakið til fordóma embættismanna. Þá virðast fatlaðir einnig hafa verið skotmark fordóma og mismununar. Samkvæmt nefndinni var oftast um að ræða líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi en einstaklingum í umsjá ríkisins var einnig refsað með lyfjagjöf, einangrun, ónauðsynlegum persónulegum líkamsskoðunum og ómannúðlegri meðferð, til að nefna dæmi. Þeim sem kvörtuðu var refsað og þá var reynt að hylma yfir brot. Óhæft starfsfólk, ónóg þjálfun og skortur á eftirliti með einstaklingum í valdastöðum voru meðal þátta sem urðu til þess að misnotkunin gat átt sér stað. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að umfang þeirra brota sem fólk varð fyrir á umræddu tímabili hefði verið meira en menn grunaði og sagði að skoða þyrfti málið í því ljósi að misnotkun ætti sér ennþá stað í kerfinu. Til dæmis væru Maori-börn enn hlutfallslega fleiri í kerfinu en önnur börn; 69% barna í umsjá ríkisins og 81% barna sem væru beitt misnotkun. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian. Nýja-Sjáland Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Nefndin skilaði niðurstöðum sínum í dag en einnig voru til skoðunar trúarlegar stofnanir á borð við kirkjurekin heimili fyrir munaðarlausa. Um 655 þúsund manns bjuggu á umræddum stofnunum á einum tíma eða öðrum á þessum árum en 1.900 einstaklingar hafa sett sig í samband við nefndina og gert er ráð fyrir að þúsundir til viðbótar muni bætast í þann hóp. Nefndin var sett á laggirnar 2018 af Jacindu Ardern forsætisráðherra, sem sagði þá misnotkun sem hefði átt sér stað á barnaheimilum á vegum ríkisins „samviskulausa“. Meirihluti fórnarlambanna hefðu verið minnihlutahópar, fátækir, konur og börn. Annasophia Calman, ein þeirra sem gaf sig fram við nefndina, sagði misnotkunina hafa varpað skugga á allt sitt líf. Annar, Mike Ledingham, sagðist enn búa við afleiðingarnar. „Biskupinn talaði um uppgjör en hvernig getur þú sagt skilið við fortíðina þegar þú ert enn að vakna við martraðir?“ Innfædd börn verða sérstaklega illa úti Samkvæmt skýrslunni voru mörg börn fjarlægð af heimilum sínum vegna fátæktar og þegar þeim var skilað aftur voru þau andlega illa farin eftir upplifunina. Maori-börn voru hlutfallslega fleiri meðal þeirra barna sem var komið fyrir í umsjá ríkisins og sem voru beitt misnotkun. Er það meðal annars rakið til fordóma embættismanna. Þá virðast fatlaðir einnig hafa verið skotmark fordóma og mismununar. Samkvæmt nefndinni var oftast um að ræða líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi en einstaklingum í umsjá ríkisins var einnig refsað með lyfjagjöf, einangrun, ónauðsynlegum persónulegum líkamsskoðunum og ómannúðlegri meðferð, til að nefna dæmi. Þeim sem kvörtuðu var refsað og þá var reynt að hylma yfir brot. Óhæft starfsfólk, ónóg þjálfun og skortur á eftirliti með einstaklingum í valdastöðum voru meðal þátta sem urðu til þess að misnotkunin gat átt sér stað. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að umfang þeirra brota sem fólk varð fyrir á umræddu tímabili hefði verið meira en menn grunaði og sagði að skoða þyrfti málið í því ljósi að misnotkun ætti sér ennþá stað í kerfinu. Til dæmis væru Maori-börn enn hlutfallslega fleiri í kerfinu en önnur börn; 69% barna í umsjá ríkisins og 81% barna sem væru beitt misnotkun. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian.
Nýja-Sjáland Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira