Fótbolti

Sara og meistararnir á­fram í Meistara­deildinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sara Björk með boltann í fyrri leiknum gegn Juventus.
Sara Björk með boltann í fyrri leiknum gegn Juventus. Jonathan Moscrop/Getty

Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur hennar í Lyon eru komnar áfram í 16-liða úrslit Meistaradeild Evrópu.

Ríkjandi meistararnir í Lyon unnu 230 sigur á Juventus í síðari leiknum í dag en fyrri leiknum á Ítalíu lauk einnig með sigri Lyon, 3-2.

Fyrsta mark leiksins í dag gerði Dzsenifer Marozsan á 21. mínútu en þá þurftu gestirnir frá Ítalíu að skora þrjú mörk til þess að komast áfram.

Það voru hins vegar Frakkarnir sem skoruðu einnig annað mark leiksins er Melvine Malard skoraði á 88. mínútu og ráku síðasta naglann í kistu Juventus með marki Janice Cayman á 91. mínútu.

Sara Björk spilaði allan leikinn fyrir Lyon en liðið á titil að verja eftir að hafa unnið Wolfsburg í úrslitaleiknum í vor þar sem Sara Björk var á skotskónum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.