Fjölmenningarráð vill greinargerð frá Fjölskylduhjálp eftir að fleiri stíga fram og lýsa mismunun Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. desember 2020 13:15 Sabine Leskopf er formaður fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar og Ásgerður Jóna Flosadóttir er formaður Fjölskylduhjálpar Íslands. vísir Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar hefur farið fram á að Fjölskylduhjálp Íslands skili greinargerð um hvernig tryggt sé að þar sé unnið gegn mismunun við úthlutun til skjólstæðinga. Formaður ráðsins segir skjólstæðinga og sjálfboðaliða af erlendum uppruna hafa lýst mismunun í starfi samtakanna. Fyrrverandi sjálfboðaliði og skjólstæðingur hjá Fjölskylduhjálp Íslands sagðist í fréttum í síðustu viku hafa ákveðið að hætta að starfa með samtökunum eftir að hún hafi orðið vitni að mismunun á grundvelli trúarbragða við úthlutun matvæla. Í frétt á heimasíðu Fjölskylduhjálpar Íslands frá því í síðustu viku kemur fram að 58% skjólstæðinga þeirra séu af erlendum uppruna og því er hafnað að nokkur mismunun eigi sér stað við úthlutun matvæla. Samtök kvenna af erlendum uppruna brugðust við fréttaflutningnum í síðustu viku með því að senda frá sér ályktun þar sem borgarstjórn er hvött til að rannsaka hvort að slík mismunun eigi sér stað og ef það komi í ljós að draga til baka það fjármagn sem samtökin fái. Sabine Leskopf formaður Fjölmenningarráðs borgarinnar segir að ráðið hafi óskað eftir skýringum frá Fjölskylduhjálp. Borgin hafi styrkt samtökin um eina og hálfa milljón í ár og því sé mikilvægt að fá svör þaðan. „Við óskuðum eftir skýringum frá Fjölskylduhjálp en viðbrögð þeirra tókust ekki á við þær fullyrðingar sem komu fram í fréttinni. Þau voru bara staðfesting á það væri fjöldi útlendinga sem leitaði til þeirra,“ segur Sabine. Sabine segir að fulltrúi Samtaja kvenna af erlendum uppruna sitji í Fjölmenningarráði og rætt hafi verið um málið á fundi þess í gær. „Við fengum staðfestingu frá fulltrúa kvenna í Samtökum kvenna af erlendum uppruna um að konur hafa upplifað mismunun hjá Fjölskylduhjálp. Jafnvel áreitni og þarna kom líka fyrrverandi sjálfboði undir nafni og sagði frá sinni upplifun. Hún staðfesti að hún hefði orðið vör við mikla mismunun, mikið væri niðrandi ummæli og jafnvel mismunun í úthlutun matvæla varðandi magn eða gæði. Bókun Fjölmenningarráðs Sabine Leskopf segir að Fjölmenningarráðið hafi einum rómi bókað eftirfarandi í gær: Fjölmenningarráðið Reykjavíkurborgar tekur heilshugar undir þær áhyggjur sem koma fram í yfirlýsingunni frá Samtökum kvenna af erlendu uppruna varðandi framkomu Fjölskylduhjálpar í garð skjólstæðinga sinna af erlendum uppruna. Ráðið óskar eftir að mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa fari fram á það við Fjölskylduhjálp Íslands að skilað sé greinagerð um hvernig tryggt sé að unnið sé gegn mismunun og að jafnrétti við úthlutun samtakanna. Þetta er í samræmi við grein 12.3. í mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar og styrkjareglum Reykjavíkurborgar. Ráðið óskar jafnframt eftir að upplýsa Velferðarráðið um þessar áhyggjur fulltrúa grasrótarinnar sem beint voru til þess. Ráðið þakkar jafnframt fyrir kynningu á stöðu tillögu um átak gegn fordómum sem samþykkt var á fundi bogarstjórnar og fjölmenningarraráðs í febrúar 2019 og var í frekar útfærslu samþykkt á sameiginlegum fundi ofbeldisvarnar, mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs sem og menningar- íþrótta og tómastundaráðs þann 19. nóvember s.l um sameiginlegt átak gegn formdómum hjá öllum starfsstöðum borgarinnar. Ráðið óskar eftir að fá að fylgjast með frekari útfærslu verkefnisins. Félagsmál Hjálparstarf Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Borgin tekur ásakanir á hendur Fjölskylduhjálpar „mjög alvarlega“ Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir að yfirlýsing Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi, W.O.M.E.N., þar sem samtökin skora á ráðið að veita Fjölskylduhjálp ekki fjárhagsstuðning, sé tekin mjög alvarlega. 12. desember 2020 18:57 Fjölskylduhjálp segir meirihluta skjólstæðinga vera af erlendum uppruna Fjölskylduhjálp Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ásakana sem fram hafa komið í fjölmiðlum þess efnis að samtökin hafi mismunað skjólstæðingum sínum á grundvelli uppruna. Í yfirlýsingunni sem birtist á vef Fjölskylduhjálpar í gær er tekið fram að 58% skjólstæðinga séu með erlent ríkisfang og að gagnrýnin byggi á „staðreyndavillum.“ 12. desember 2020 15:37 Konur af erlendum uppruna vilja að borgin skoði mál Fjölskylduhjálpar Samtök kvenna af erlendum uppruna (W.O.M.E.N) hvetja Reykjavíkurborg til þess að krefjast gagnsærrar rannsóknar á starfsemi góðgerðarsamtakanna Fjölskylduhjálpar. 11. desember 2020 08:41 Formaður Fjölskylduhjálparinnar sögð hafa mismunað skjólstæðingum og sýnt virðingarleysi Fyrrverandi sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands segist hafa ákveðið að hætta að starfa með samtökunum eftir að hún hafi orðið vitni að mismunun á grundvelli trúarbragða við úthlutun matvæla. Nokkrir fyrrverandi og núverandi skjólstæðingar saka formanninn um niðurlægjandi framkomu gagnvart sér. 9. desember 2020 18:37 Gefa þúsund gjafakort: „Það mun koma sér rosalega vel að geta gefið fjölskyldunum kort fyrir Fyrirtækið CCP hefur styrkt Fjölskylduhjálp Íslands, Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur og Rauða kross Íslands með gjafakortum fyrir fimmtán milljónir króna sem munu koma þúsund einstaklingum og fjölskyldum vel um hátíðirnar. 1. desember 2020 14:04 Þörfin fyrir mataraðstoð sjaldan verið eins mikil „Fólk er áhyggjufullt og sorgmætt og í raun og veru veit ekki sitt rjúkandi ráð," segir formaður Fjölskylduhjálpar Íslands. 17. nóvember 2020 18:56 Kaupfélag Skagfirðinga gefur fjörutíu þúsund máltíðir fyrir jólin Kaupfélag Skagfirðinga og dótturfélög þess í matvælaframleiðslu hafa ákveðið að gefa fólki í neyð hér á landi matvöru fram til jóla sem samsvarar 40 þúsund máltíðum. 30. október 2020 07:49 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Fyrrverandi sjálfboðaliði og skjólstæðingur hjá Fjölskylduhjálp Íslands sagðist í fréttum í síðustu viku hafa ákveðið að hætta að starfa með samtökunum eftir að hún hafi orðið vitni að mismunun á grundvelli trúarbragða við úthlutun matvæla. Í frétt á heimasíðu Fjölskylduhjálpar Íslands frá því í síðustu viku kemur fram að 58% skjólstæðinga þeirra séu af erlendum uppruna og því er hafnað að nokkur mismunun eigi sér stað við úthlutun matvæla. Samtök kvenna af erlendum uppruna brugðust við fréttaflutningnum í síðustu viku með því að senda frá sér ályktun þar sem borgarstjórn er hvött til að rannsaka hvort að slík mismunun eigi sér stað og ef það komi í ljós að draga til baka það fjármagn sem samtökin fái. Sabine Leskopf formaður Fjölmenningarráðs borgarinnar segir að ráðið hafi óskað eftir skýringum frá Fjölskylduhjálp. Borgin hafi styrkt samtökin um eina og hálfa milljón í ár og því sé mikilvægt að fá svör þaðan. „Við óskuðum eftir skýringum frá Fjölskylduhjálp en viðbrögð þeirra tókust ekki á við þær fullyrðingar sem komu fram í fréttinni. Þau voru bara staðfesting á það væri fjöldi útlendinga sem leitaði til þeirra,“ segur Sabine. Sabine segir að fulltrúi Samtaja kvenna af erlendum uppruna sitji í Fjölmenningarráði og rætt hafi verið um málið á fundi þess í gær. „Við fengum staðfestingu frá fulltrúa kvenna í Samtökum kvenna af erlendum uppruna um að konur hafa upplifað mismunun hjá Fjölskylduhjálp. Jafnvel áreitni og þarna kom líka fyrrverandi sjálfboði undir nafni og sagði frá sinni upplifun. Hún staðfesti að hún hefði orðið vör við mikla mismunun, mikið væri niðrandi ummæli og jafnvel mismunun í úthlutun matvæla varðandi magn eða gæði. Bókun Fjölmenningarráðs Sabine Leskopf segir að Fjölmenningarráðið hafi einum rómi bókað eftirfarandi í gær: Fjölmenningarráðið Reykjavíkurborgar tekur heilshugar undir þær áhyggjur sem koma fram í yfirlýsingunni frá Samtökum kvenna af erlendu uppruna varðandi framkomu Fjölskylduhjálpar í garð skjólstæðinga sinna af erlendum uppruna. Ráðið óskar eftir að mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa fari fram á það við Fjölskylduhjálp Íslands að skilað sé greinagerð um hvernig tryggt sé að unnið sé gegn mismunun og að jafnrétti við úthlutun samtakanna. Þetta er í samræmi við grein 12.3. í mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar og styrkjareglum Reykjavíkurborgar. Ráðið óskar jafnframt eftir að upplýsa Velferðarráðið um þessar áhyggjur fulltrúa grasrótarinnar sem beint voru til þess. Ráðið þakkar jafnframt fyrir kynningu á stöðu tillögu um átak gegn fordómum sem samþykkt var á fundi bogarstjórnar og fjölmenningarraráðs í febrúar 2019 og var í frekar útfærslu samþykkt á sameiginlegum fundi ofbeldisvarnar, mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs sem og menningar- íþrótta og tómastundaráðs þann 19. nóvember s.l um sameiginlegt átak gegn formdómum hjá öllum starfsstöðum borgarinnar. Ráðið óskar eftir að fá að fylgjast með frekari útfærslu verkefnisins.
Félagsmál Hjálparstarf Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Borgin tekur ásakanir á hendur Fjölskylduhjálpar „mjög alvarlega“ Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir að yfirlýsing Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi, W.O.M.E.N., þar sem samtökin skora á ráðið að veita Fjölskylduhjálp ekki fjárhagsstuðning, sé tekin mjög alvarlega. 12. desember 2020 18:57 Fjölskylduhjálp segir meirihluta skjólstæðinga vera af erlendum uppruna Fjölskylduhjálp Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ásakana sem fram hafa komið í fjölmiðlum þess efnis að samtökin hafi mismunað skjólstæðingum sínum á grundvelli uppruna. Í yfirlýsingunni sem birtist á vef Fjölskylduhjálpar í gær er tekið fram að 58% skjólstæðinga séu með erlent ríkisfang og að gagnrýnin byggi á „staðreyndavillum.“ 12. desember 2020 15:37 Konur af erlendum uppruna vilja að borgin skoði mál Fjölskylduhjálpar Samtök kvenna af erlendum uppruna (W.O.M.E.N) hvetja Reykjavíkurborg til þess að krefjast gagnsærrar rannsóknar á starfsemi góðgerðarsamtakanna Fjölskylduhjálpar. 11. desember 2020 08:41 Formaður Fjölskylduhjálparinnar sögð hafa mismunað skjólstæðingum og sýnt virðingarleysi Fyrrverandi sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands segist hafa ákveðið að hætta að starfa með samtökunum eftir að hún hafi orðið vitni að mismunun á grundvelli trúarbragða við úthlutun matvæla. Nokkrir fyrrverandi og núverandi skjólstæðingar saka formanninn um niðurlægjandi framkomu gagnvart sér. 9. desember 2020 18:37 Gefa þúsund gjafakort: „Það mun koma sér rosalega vel að geta gefið fjölskyldunum kort fyrir Fyrirtækið CCP hefur styrkt Fjölskylduhjálp Íslands, Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur og Rauða kross Íslands með gjafakortum fyrir fimmtán milljónir króna sem munu koma þúsund einstaklingum og fjölskyldum vel um hátíðirnar. 1. desember 2020 14:04 Þörfin fyrir mataraðstoð sjaldan verið eins mikil „Fólk er áhyggjufullt og sorgmætt og í raun og veru veit ekki sitt rjúkandi ráð," segir formaður Fjölskylduhjálpar Íslands. 17. nóvember 2020 18:56 Kaupfélag Skagfirðinga gefur fjörutíu þúsund máltíðir fyrir jólin Kaupfélag Skagfirðinga og dótturfélög þess í matvælaframleiðslu hafa ákveðið að gefa fólki í neyð hér á landi matvöru fram til jóla sem samsvarar 40 þúsund máltíðum. 30. október 2020 07:49 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Borgin tekur ásakanir á hendur Fjölskylduhjálpar „mjög alvarlega“ Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir að yfirlýsing Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi, W.O.M.E.N., þar sem samtökin skora á ráðið að veita Fjölskylduhjálp ekki fjárhagsstuðning, sé tekin mjög alvarlega. 12. desember 2020 18:57
Fjölskylduhjálp segir meirihluta skjólstæðinga vera af erlendum uppruna Fjölskylduhjálp Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ásakana sem fram hafa komið í fjölmiðlum þess efnis að samtökin hafi mismunað skjólstæðingum sínum á grundvelli uppruna. Í yfirlýsingunni sem birtist á vef Fjölskylduhjálpar í gær er tekið fram að 58% skjólstæðinga séu með erlent ríkisfang og að gagnrýnin byggi á „staðreyndavillum.“ 12. desember 2020 15:37
Konur af erlendum uppruna vilja að borgin skoði mál Fjölskylduhjálpar Samtök kvenna af erlendum uppruna (W.O.M.E.N) hvetja Reykjavíkurborg til þess að krefjast gagnsærrar rannsóknar á starfsemi góðgerðarsamtakanna Fjölskylduhjálpar. 11. desember 2020 08:41
Formaður Fjölskylduhjálparinnar sögð hafa mismunað skjólstæðingum og sýnt virðingarleysi Fyrrverandi sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands segist hafa ákveðið að hætta að starfa með samtökunum eftir að hún hafi orðið vitni að mismunun á grundvelli trúarbragða við úthlutun matvæla. Nokkrir fyrrverandi og núverandi skjólstæðingar saka formanninn um niðurlægjandi framkomu gagnvart sér. 9. desember 2020 18:37
Gefa þúsund gjafakort: „Það mun koma sér rosalega vel að geta gefið fjölskyldunum kort fyrir Fyrirtækið CCP hefur styrkt Fjölskylduhjálp Íslands, Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur og Rauða kross Íslands með gjafakortum fyrir fimmtán milljónir króna sem munu koma þúsund einstaklingum og fjölskyldum vel um hátíðirnar. 1. desember 2020 14:04
Þörfin fyrir mataraðstoð sjaldan verið eins mikil „Fólk er áhyggjufullt og sorgmætt og í raun og veru veit ekki sitt rjúkandi ráð," segir formaður Fjölskylduhjálpar Íslands. 17. nóvember 2020 18:56
Kaupfélag Skagfirðinga gefur fjörutíu þúsund máltíðir fyrir jólin Kaupfélag Skagfirðinga og dótturfélög þess í matvælaframleiðslu hafa ákveðið að gefa fólki í neyð hér á landi matvöru fram til jóla sem samsvarar 40 þúsund máltíðum. 30. október 2020 07:49