Konur af erlendum uppruna vilja að borgin skoði mál Fjölskylduhjálpar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. desember 2020 08:41 Miklar umræður sköpuðust um Fjölskylduhjálpina í vikunni á Mæðra tips á Facebook. Nokkrir gagnrýndu formanninn þar harðlega. Grafík/Hafsteinn Samtök kvenna af erlendum uppruna (W.O.M.E.N) hvetja Reykjavíkurborg til þess að krefjast gagnsærrar rannsóknar á starfsemi góðgerðarsamtakanna Fjölskylduhjálpar. Ef það komi í ljósi að fólki sé mismunað hjá samtökunum vegna uppruna síns hvetja konurnar borgina til þess að hætta öllum fjárstuðningi við Fjölskylduhjálp. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá W.O.M.E.N. Yfirlýsingin kemur í kjölfar fréttaflutnings fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar fyrr í vikunni um Ásgerði Jónu Flosadóttur, formann Fjölskylduhjálpar, og ásakanir á hendur henni um mismunun og virðingarleysi í garð skjólstæðinga góðgerðarsamtkanna. Rætt var við Gyðu Dröfn Hannesdóttur sem var skjólstæðingur og sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp þar til í fyrra. Hún sagðist hafa ákveðið að hætta að starfa með samtökunum eftir að hafa orðið vitni að mismunun á grundvelli trúarbragða við úthlutun matvæla. Þá sökuðu nokkrir fyrrverandi og núverandi skjólstæðingar formanninn um niðurlægjandi framkomu gagnvart sér. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ásgerður er sögð hygla einum hópi fram yfir annan. Í Fréttablaðinu fyrir tíu árum þar sem vitnað var í Ásgerði kemur fram að Íslendingar haft forgang fram yfir útlendinga í mataraðstoð. Fjölskylduhjálpin neitaði síðar að það væri rétt en Fréttablaðið stóð við fréttina. Skylda stjórnenda Fjölskylduhjálpar að sýna fram á að fólki sé ekki mismunað Á það er minnt í yfirlýsingu W.O.M.E.N að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem fréttir berast um meinta mismunun hjá Fjölskylduhjálp. Yfirlýsingin er á ensku en í henni segir meðal annars (þýðing er blaðamanns): „Þar af leiðandi, og hafandi í huga að nýjustu fréttir byggja á ásökunum, sumum sem koma frá einstaklingum sem þora ekki koma fram undir nafni, þá teljum við það skyldu stjórnenda hjá Fjölskylduhjálp að sýna, án þess á því leiki nokkur vafi, að komið sé jafnt fram við alla sem þangað koma, burtséð frá þjóðerni, trú, kyni eða kynþætti.“ Þá er yfirlýsingunni einnig beint til Reykjavíkurborgar, eins og áður segir, og borgarstjórn minnt á tillögur og greinargerðir vegna fundar fjölmenningarráðs með borgarstjórn í apríl í fyrra. Þar er meðal annars að finna tillögu um að borgin fari í heildstætt átak gegn fordómum og hatursorðræðu í garð innflytjenda. „Í ljósi þessa hvetjum við Reykjavíkurborg til þess að draga Fjölskylduhjálp til ábyrgðar, krefjast gagnsærrar rannsóknar og ef mismunun er raunverulega til staðar að draga til baka allan fjárstuðning borgarinnar til Fjölskylduhjálpar þar sem borgin getur ekki og á ekki að styðja við samtök sem starfa í beinni andstöðu við mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar,“ segir í yfirlýsingu W.O.M.E.N en hana má lesa í heild sinni hér. Félagsmál Félagasamtök Hjálparstarf Innflytjendamál Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Ef það komi í ljósi að fólki sé mismunað hjá samtökunum vegna uppruna síns hvetja konurnar borgina til þess að hætta öllum fjárstuðningi við Fjölskylduhjálp. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá W.O.M.E.N. Yfirlýsingin kemur í kjölfar fréttaflutnings fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar fyrr í vikunni um Ásgerði Jónu Flosadóttur, formann Fjölskylduhjálpar, og ásakanir á hendur henni um mismunun og virðingarleysi í garð skjólstæðinga góðgerðarsamtkanna. Rætt var við Gyðu Dröfn Hannesdóttur sem var skjólstæðingur og sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp þar til í fyrra. Hún sagðist hafa ákveðið að hætta að starfa með samtökunum eftir að hafa orðið vitni að mismunun á grundvelli trúarbragða við úthlutun matvæla. Þá sökuðu nokkrir fyrrverandi og núverandi skjólstæðingar formanninn um niðurlægjandi framkomu gagnvart sér. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ásgerður er sögð hygla einum hópi fram yfir annan. Í Fréttablaðinu fyrir tíu árum þar sem vitnað var í Ásgerði kemur fram að Íslendingar haft forgang fram yfir útlendinga í mataraðstoð. Fjölskylduhjálpin neitaði síðar að það væri rétt en Fréttablaðið stóð við fréttina. Skylda stjórnenda Fjölskylduhjálpar að sýna fram á að fólki sé ekki mismunað Á það er minnt í yfirlýsingu W.O.M.E.N að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem fréttir berast um meinta mismunun hjá Fjölskylduhjálp. Yfirlýsingin er á ensku en í henni segir meðal annars (þýðing er blaðamanns): „Þar af leiðandi, og hafandi í huga að nýjustu fréttir byggja á ásökunum, sumum sem koma frá einstaklingum sem þora ekki koma fram undir nafni, þá teljum við það skyldu stjórnenda hjá Fjölskylduhjálp að sýna, án þess á því leiki nokkur vafi, að komið sé jafnt fram við alla sem þangað koma, burtséð frá þjóðerni, trú, kyni eða kynþætti.“ Þá er yfirlýsingunni einnig beint til Reykjavíkurborgar, eins og áður segir, og borgarstjórn minnt á tillögur og greinargerðir vegna fundar fjölmenningarráðs með borgarstjórn í apríl í fyrra. Þar er meðal annars að finna tillögu um að borgin fari í heildstætt átak gegn fordómum og hatursorðræðu í garð innflytjenda. „Í ljósi þessa hvetjum við Reykjavíkurborg til þess að draga Fjölskylduhjálp til ábyrgðar, krefjast gagnsærrar rannsóknar og ef mismunun er raunverulega til staðar að draga til baka allan fjárstuðning borgarinnar til Fjölskylduhjálpar þar sem borgin getur ekki og á ekki að styðja við samtök sem starfa í beinni andstöðu við mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar,“ segir í yfirlýsingu W.O.M.E.N en hana má lesa í heild sinni hér.
Félagsmál Félagasamtök Hjálparstarf Innflytjendamál Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira