Ísland vígir endurbættan þjóðarleikvang Færeyja Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. desember 2020 11:01 Ísland heimsækir Færeyjar sumarið 2021 og vígir nýjan þjóðarleikvang þeirra. Ef til vill verða þeir Guðlaugur Victor Pálsson, Hörður Björgvin Magnússon og Hólmar Örn Eyjólfsson í liði Íslands þá. Vísir/Vilhelm Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mun mæta Færeyjum ytra í æfingaleik næsta sumar. Verður leikurinn fyrsti opinberi leikur á endurbættum Þórsvelli, þjóðarleikvangi Færeyja. Knattspyrnusamband Íslands gaf út tilkynningu þess efnis að Ísland myndi mæta Færeyjum ytra þann 4. júní á næsta ári. Um væri að ræða fyrsta opinbera leik á endurbættum Þórsvelli. Þá hefur leiktíminn verið staðfestur en leikurinn hefst klukkan 19.45 að íslenskum tíma. Ísland mætir Færeyjum 4. júní 2021.Faroe Islands vs. Iceland will be the first official match at the newly renovated Tórsvøllur in the Faroe Islands.https://t.co/nsXJDVio8t#fyririsland pic.twitter.com/Rsv8II9DZi— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 15, 2020 Samkvæmt frétt KSÍ mun völlurinn taka allt að fimm þúsund manns í sæti eftir endurbætur eða um það bil tíu prósent af íbúafjölda Færeyja. Alls hafa A-landslið þjóðanna mæst 25 sinnum í karlaflokki. Ísland hefur unnið 23 af þessum 25 leikjum, einn hefur endað með jafntefli og Færeyjar hafa unnið einn. Markatalan er 72-25 Íslandi í vil. Komin eru rúm sjö ár síðan liðin mættust síðast. Var það þann 14. ágúst 2013 á Laugardalsvelli og lauk leiknum með 1-0 sigri Íslands. Kolbeinn Sigþórsson með sigurmarkið þann daginn. Færeyjar hafa þó sótt í sig veðrið undanfarið og fór landslið þeirra til að mynda taplaust í gegnum sinn riðil í Þjóðadeildinni. Þrír sigrar og þrjú jafntefli niðurstaðan í riðli sem innihélt Lettland, Andorra og Möltu. Þá er úrvalsdeild Færeyja hærra skrifuð en sú íslenska á styrkleikalista UEFA sem stendur. Fótbolti Færeyjar Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands gaf út tilkynningu þess efnis að Ísland myndi mæta Færeyjum ytra þann 4. júní á næsta ári. Um væri að ræða fyrsta opinbera leik á endurbættum Þórsvelli. Þá hefur leiktíminn verið staðfestur en leikurinn hefst klukkan 19.45 að íslenskum tíma. Ísland mætir Færeyjum 4. júní 2021.Faroe Islands vs. Iceland will be the first official match at the newly renovated Tórsvøllur in the Faroe Islands.https://t.co/nsXJDVio8t#fyririsland pic.twitter.com/Rsv8II9DZi— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 15, 2020 Samkvæmt frétt KSÍ mun völlurinn taka allt að fimm þúsund manns í sæti eftir endurbætur eða um það bil tíu prósent af íbúafjölda Færeyja. Alls hafa A-landslið þjóðanna mæst 25 sinnum í karlaflokki. Ísland hefur unnið 23 af þessum 25 leikjum, einn hefur endað með jafntefli og Færeyjar hafa unnið einn. Markatalan er 72-25 Íslandi í vil. Komin eru rúm sjö ár síðan liðin mættust síðast. Var það þann 14. ágúst 2013 á Laugardalsvelli og lauk leiknum með 1-0 sigri Íslands. Kolbeinn Sigþórsson með sigurmarkið þann daginn. Færeyjar hafa þó sótt í sig veðrið undanfarið og fór landslið þeirra til að mynda taplaust í gegnum sinn riðil í Þjóðadeildinni. Þrír sigrar og þrjú jafntefli niðurstaðan í riðli sem innihélt Lettland, Andorra og Möltu. Þá er úrvalsdeild Færeyja hærra skrifuð en sú íslenska á styrkleikalista UEFA sem stendur.
Fótbolti Færeyjar Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira