Ingibjörg hógvær þrátt fyrir að hafa unnið allt sem hægt var að vinna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. desember 2020 10:30 Hér má sjá Ingibjörgu stökkva ofan á liðsfélaga sína er liðið fagnar öðru marka sinna í 2-0 sigri í framlengdum úrslitaleik norska bikarsins á dögunum. Vålerenga Á sínu fyrstu tímabili í Noregi varð Ingibjörg Sigurðardóttir Noregs- og bikarmeistari ásamt því að vera kosin leikmaður ársins. Hún segist hafa vitað liðið væri gott en árangurinn hafi vissulega komið á óvart. Vísir ræddi við Ingibjörgu sem var þá í miðjum undirbúningi fyrir leik í Meistaradeild Evrópu gegn danska liðinu Bröndby í 32-liða úrslitum keppninnar. Ingibjörg gekk í raðir Vålerenga í Noregi fyrir tímabilinu sem lauk nýverið frá Djurgården í Svíþjóð. Þar áður hafði hún leikið fyrir Breiðablik og Grindavík – þar sem hún er uppalin – hér heima. Hún segir að markmið Vålerenga hafi verið að vera í toppbaráttu en gengið hafi vissulega verið framar vonum. The double pic.twitter.com/9hFRBPQC1W— Vålerenga Fotball Kvinner (@VIFDamer) December 13, 2020 „Við settum okkur markmið að vera í toppbaráttu fyrir tímabilið en vildum samt þróa okkar leik sem lið. Vorum margar nýjar að koma inn og gekk bara mjög vel. Um leið og maður sér að það er möguleiki á að vinna titil þá vill maður vinna alla leiki og taka þetta alla leið. Það var því þannig séð mjög fljótt sem við fórum að einbeita okkur að því að vinna titilinn,“ sagði Ingibjörg um ótrúlegt tímabil Vålerenga. „Leikurinn okkar þróaðist líka mjög vel allt tímabilið, sérstaklega núna síðustu tvo mánuðina. Það hefur gengið mjög vel og þetta endaði eins og þetta endaði,“ bætti hún við en Vålerenga tapaði aðeins tveimur leikjum af átján í deildinni. Um vistaskiptin til Noregs „Þetta var eiginlega það félag sem heillað mest. Hvaða markmið þau voru með og hvað þau vildu gera. Voru komin með nýjan þjálfara – Jack Majgaard Jensen – sem ég þekkti aðeins til. Það var aðalástæðan. Vissi að norska deildin væri sterk og væri á uppleið,“ sagði miðvörðurinn öflugi aðspurð út í vistaskipti sín frá Svíþjóð til Noregs. „Ég vissi að ég væri að fara í gott lið og ég vissi að það myndi örugglega ganga vel en kannski ekki svona rosalega. Það kom mér á óvart hvernig menningin er í liðinu og félaginu. Svo hefur bara allt gengið eins og í sögu.“ Ingibjörg var spurð út í menningu liðsins og hvað hún eigi við með því. „Í raun bara félagið í heild sinni. Starfsliðið, stjórnin og metnaðinn sem þau hafa og hversu hátt þau setja markið. Þau vilja læra og taka skilaboðum frá leikmönnum mjög vel. Ég vissi að þau væru með há markmið og vildu gera félagið að stórum klúbbi í Evrópu en þetta var miklu stærra en ég bjóst við.“ Ingibjörg hógvær varðandi markaskorun sína Ingibjörg spilaði á sínum tíma 86 leiki með Grindavík og Breiðablik hér á landi. Skoraði hún í þeim átta mörk, þá á hún enn eftir að skora fyrir íslenska landsliðið. Ingibjörg skoraði hins vegar fimm mörk í þeim 17 deildarleikjum sem hún spilaði á tímabilinu, þar af sigurmark í uppbótartíma gegn Røa sem og annað mark liðsins í 2-1 sigri á Avaldsnes. Hvað orsakar þessa mikla markaskorun Ingibjargar á tímabilinu? „Ég veit það ekki alveg. Ég er náttúrulega með Sherida Spitse í liði, goðsögn í Hollandi sem hefur unnið bæði EM og HM. Hún er með frábærar spyrnur og mjög góðar hornspyrnur, maður getur eiginlega ekki klúðrað þegar það koma svona góðir boltar fyrir markið. Svo hefur þetta einhvern veginn fallið fyrir mig. Auðvitað er smá heppni að þetta hafi gengið svona ótrúlega vel, mikil vinna á bakvið það líka samt sem áður,“ sagði Ingibjörg hógvær. Spennt fyrir komandi verkefnum „Held ég sé bara enn að meðtaka allt sem hefur verið að gerast síðustu tvær vikur. Ég er með samning hérna á næsta ári svo maður er lítið að spá í framtíðinni. Þegar maður fær svona stóra viðurkenningu fær maður meiri trú á sjálfum sér og kannski sér markmiðin sín skýrar á einhvern hátt.“ „Ég er spennt að taka þátta í þessu verkefni með Vålerenga og sjá hvað við getum gert sem lið, sérstaklega í Meistaradeildinni. Svo ég er bara mjög spennt fyrir næsta ári.“ Skömmu eftir viðtalið staðfesti Ingibjörg að leiknum hefði verið frestað. Það þýðir að báðum leikjum liðanna hefur nú verið frestað vegna ástandsins í Danmörku. Verða leikirnir leiknir í febrúar. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Ingibjörg verið fastamaður í íslenska landsliðinu um árabil. Alls hefur hún leikið 35 leiki fyrir A-landslið Íslands.Vísir/Vilhelm Finnst gott að skrifa hlutina niður og hafa skýr markmið Ingibjörg hefur alltaf haft mjög skýr markmið og lagt mikið í sölurnar til að ná þeim. Fræg er sagan þegar hún sendi Frey Alexanderssyni, þáverandi landsliðsþjálfara Íslands, tölvupóst varðandi hvað hún gæti bætt sem leikmaður þar sem hún hafði dottið út úr æfingahóp íslenska A-landsliðsins, þá ekki orðin tvítug. „Ég hef alltaf verið svona. Hef örugglega stressað mömmu og pabba mjög þegar ég var átta ára að segja að ég ætlaði að fara í landsliðið,“ segir Ingibjörg og hlær. „Mér finnst gott að skrifa hlutina niður. Það gerir eitthvað fyrir mig. Um leið og þetta er komið niður á blað þá er þetta til, þá er þetta möguleiki. Ég er mjög ákveðin og mér finnst ekkert rosalega skemmtilegt þegar ég næ ekki markmiðunum en það bara hvetur mig enn meira.“ „Veit ekki af hverju þetta gerir svona mikið fyrir mig en þetta hefur virkað vel hingað til svo ég ætla bara að halda þessu áfram.“ Varðandi Evrópumótið og frestun þess EM átti auðvitað að fara fram næsta sumar en hefur verið frestað um eitt ár. Þó það myndi persónulega henta Ingibjörgu að spila það í sumar þá telur hún liðið njóta góðs af því að mótið fari fram 2022. „Þegar maður er kominn í ákveðinn takt vill maður bara meira en ég held samt sem áður að það sé fínt fyrir okkur sem lið að fá þetta auka ár. Fá vonandi sem flesta æfingaleiki til að spila okkur betur saman. Við erum með marga unga leikmenn núna sem fá þá meiri reynslu til að stíga betur upp.“ „Þó það væri ef til vill gott fyrir mig að fá mótið á næsta ári en ef ég hugsa um liðið sem held þá tel ég jákvætt að við fáum þetta auka ár.“ Noregs- og bikarmeistarinn Ingibjörg fær að fagna jólunum – og árangri sínum – í faðmi fjölskyldunnar á Íslandi. „Ég er reyndar á leiðinni heim. Veit ekki alveg hvenær, það fer eftir því hvort ég sé að fara til Danmerkur eða ekki en það verður bara stutt. Tíminn verður nýttur í að hlaða batteríin,“ sagði besti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar árið 2020 að lokum. Fótbolti Norski boltinn Tengdar fréttir Ingibjörg tvöfaldur meistari eftir framlengdan bikarúrslitaleik Ingibjörg Sigurðardóttir og stöllur hennar í Vålerenga eru tvöfaldir meistarar eftir 2-0 sigur á Lilleström í úrslitum norska bikarsins í dag. Liðið tryggði sér nýverið norksa meistaratitilinn og draumatímabilið því fullkomnað í dag. 13. desember 2020 17:00 Ingibjörg leikmaður ársins í Noregi Landsliðsmiðvörðurinn Ingibjörg Sigurðardóttir hefur verið valin besti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar. Þetta fékk hún að vita á síðustu æfingu Vålerenga fyrir bikarúrslitaleikinn gegn Lilleström. 13. desember 2020 16:20 Ingibjörg á forsíðu íþróttablaðs Verdens Gang Ingibjörg Sigurðardóttir er á forsíðu íþróttablaðs norska dagblaðsins Verdens Gang í dag þar sem hún fagnar bikarmeistaratitli Vålerenga. 14. desember 2020 09:31 Ingibjörg skoraði og er norskur meistari Fullkomin vika Ingibjargar Sigurðardóttur rættist í dag. 6. desember 2020 14:15 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Frábærar gólfæfingar og Ísland í úrslit Sport Ólafía komst örugglega í gegnum niðurskurðinn Golf Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 1-3 │Aron breytti gangi mála Íslenski boltinn Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Fjölnir kominn upp í Pepsi Max-deildina og staða Gróttu góð | Njarðvíkingar fallnir og Þróttarar í vondum málum Íslenski boltinn Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Sjá meira
Vísir ræddi við Ingibjörgu sem var þá í miðjum undirbúningi fyrir leik í Meistaradeild Evrópu gegn danska liðinu Bröndby í 32-liða úrslitum keppninnar. Ingibjörg gekk í raðir Vålerenga í Noregi fyrir tímabilinu sem lauk nýverið frá Djurgården í Svíþjóð. Þar áður hafði hún leikið fyrir Breiðablik og Grindavík – þar sem hún er uppalin – hér heima. Hún segir að markmið Vålerenga hafi verið að vera í toppbaráttu en gengið hafi vissulega verið framar vonum. The double pic.twitter.com/9hFRBPQC1W— Vålerenga Fotball Kvinner (@VIFDamer) December 13, 2020 „Við settum okkur markmið að vera í toppbaráttu fyrir tímabilið en vildum samt þróa okkar leik sem lið. Vorum margar nýjar að koma inn og gekk bara mjög vel. Um leið og maður sér að það er möguleiki á að vinna titil þá vill maður vinna alla leiki og taka þetta alla leið. Það var því þannig séð mjög fljótt sem við fórum að einbeita okkur að því að vinna titilinn,“ sagði Ingibjörg um ótrúlegt tímabil Vålerenga. „Leikurinn okkar þróaðist líka mjög vel allt tímabilið, sérstaklega núna síðustu tvo mánuðina. Það hefur gengið mjög vel og þetta endaði eins og þetta endaði,“ bætti hún við en Vålerenga tapaði aðeins tveimur leikjum af átján í deildinni. Um vistaskiptin til Noregs „Þetta var eiginlega það félag sem heillað mest. Hvaða markmið þau voru með og hvað þau vildu gera. Voru komin með nýjan þjálfara – Jack Majgaard Jensen – sem ég þekkti aðeins til. Það var aðalástæðan. Vissi að norska deildin væri sterk og væri á uppleið,“ sagði miðvörðurinn öflugi aðspurð út í vistaskipti sín frá Svíþjóð til Noregs. „Ég vissi að ég væri að fara í gott lið og ég vissi að það myndi örugglega ganga vel en kannski ekki svona rosalega. Það kom mér á óvart hvernig menningin er í liðinu og félaginu. Svo hefur bara allt gengið eins og í sögu.“ Ingibjörg var spurð út í menningu liðsins og hvað hún eigi við með því. „Í raun bara félagið í heild sinni. Starfsliðið, stjórnin og metnaðinn sem þau hafa og hversu hátt þau setja markið. Þau vilja læra og taka skilaboðum frá leikmönnum mjög vel. Ég vissi að þau væru með há markmið og vildu gera félagið að stórum klúbbi í Evrópu en þetta var miklu stærra en ég bjóst við.“ Ingibjörg hógvær varðandi markaskorun sína Ingibjörg spilaði á sínum tíma 86 leiki með Grindavík og Breiðablik hér á landi. Skoraði hún í þeim átta mörk, þá á hún enn eftir að skora fyrir íslenska landsliðið. Ingibjörg skoraði hins vegar fimm mörk í þeim 17 deildarleikjum sem hún spilaði á tímabilinu, þar af sigurmark í uppbótartíma gegn Røa sem og annað mark liðsins í 2-1 sigri á Avaldsnes. Hvað orsakar þessa mikla markaskorun Ingibjargar á tímabilinu? „Ég veit það ekki alveg. Ég er náttúrulega með Sherida Spitse í liði, goðsögn í Hollandi sem hefur unnið bæði EM og HM. Hún er með frábærar spyrnur og mjög góðar hornspyrnur, maður getur eiginlega ekki klúðrað þegar það koma svona góðir boltar fyrir markið. Svo hefur þetta einhvern veginn fallið fyrir mig. Auðvitað er smá heppni að þetta hafi gengið svona ótrúlega vel, mikil vinna á bakvið það líka samt sem áður,“ sagði Ingibjörg hógvær. Spennt fyrir komandi verkefnum „Held ég sé bara enn að meðtaka allt sem hefur verið að gerast síðustu tvær vikur. Ég er með samning hérna á næsta ári svo maður er lítið að spá í framtíðinni. Þegar maður fær svona stóra viðurkenningu fær maður meiri trú á sjálfum sér og kannski sér markmiðin sín skýrar á einhvern hátt.“ „Ég er spennt að taka þátta í þessu verkefni með Vålerenga og sjá hvað við getum gert sem lið, sérstaklega í Meistaradeildinni. Svo ég er bara mjög spennt fyrir næsta ári.“ Skömmu eftir viðtalið staðfesti Ingibjörg að leiknum hefði verið frestað. Það þýðir að báðum leikjum liðanna hefur nú verið frestað vegna ástandsins í Danmörku. Verða leikirnir leiknir í febrúar. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Ingibjörg verið fastamaður í íslenska landsliðinu um árabil. Alls hefur hún leikið 35 leiki fyrir A-landslið Íslands.Vísir/Vilhelm Finnst gott að skrifa hlutina niður og hafa skýr markmið Ingibjörg hefur alltaf haft mjög skýr markmið og lagt mikið í sölurnar til að ná þeim. Fræg er sagan þegar hún sendi Frey Alexanderssyni, þáverandi landsliðsþjálfara Íslands, tölvupóst varðandi hvað hún gæti bætt sem leikmaður þar sem hún hafði dottið út úr æfingahóp íslenska A-landsliðsins, þá ekki orðin tvítug. „Ég hef alltaf verið svona. Hef örugglega stressað mömmu og pabba mjög þegar ég var átta ára að segja að ég ætlaði að fara í landsliðið,“ segir Ingibjörg og hlær. „Mér finnst gott að skrifa hlutina niður. Það gerir eitthvað fyrir mig. Um leið og þetta er komið niður á blað þá er þetta til, þá er þetta möguleiki. Ég er mjög ákveðin og mér finnst ekkert rosalega skemmtilegt þegar ég næ ekki markmiðunum en það bara hvetur mig enn meira.“ „Veit ekki af hverju þetta gerir svona mikið fyrir mig en þetta hefur virkað vel hingað til svo ég ætla bara að halda þessu áfram.“ Varðandi Evrópumótið og frestun þess EM átti auðvitað að fara fram næsta sumar en hefur verið frestað um eitt ár. Þó það myndi persónulega henta Ingibjörgu að spila það í sumar þá telur hún liðið njóta góðs af því að mótið fari fram 2022. „Þegar maður er kominn í ákveðinn takt vill maður bara meira en ég held samt sem áður að það sé fínt fyrir okkur sem lið að fá þetta auka ár. Fá vonandi sem flesta æfingaleiki til að spila okkur betur saman. Við erum með marga unga leikmenn núna sem fá þá meiri reynslu til að stíga betur upp.“ „Þó það væri ef til vill gott fyrir mig að fá mótið á næsta ári en ef ég hugsa um liðið sem held þá tel ég jákvætt að við fáum þetta auka ár.“ Noregs- og bikarmeistarinn Ingibjörg fær að fagna jólunum – og árangri sínum – í faðmi fjölskyldunnar á Íslandi. „Ég er reyndar á leiðinni heim. Veit ekki alveg hvenær, það fer eftir því hvort ég sé að fara til Danmerkur eða ekki en það verður bara stutt. Tíminn verður nýttur í að hlaða batteríin,“ sagði besti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar árið 2020 að lokum.
Fótbolti Norski boltinn Tengdar fréttir Ingibjörg tvöfaldur meistari eftir framlengdan bikarúrslitaleik Ingibjörg Sigurðardóttir og stöllur hennar í Vålerenga eru tvöfaldir meistarar eftir 2-0 sigur á Lilleström í úrslitum norska bikarsins í dag. Liðið tryggði sér nýverið norksa meistaratitilinn og draumatímabilið því fullkomnað í dag. 13. desember 2020 17:00 Ingibjörg leikmaður ársins í Noregi Landsliðsmiðvörðurinn Ingibjörg Sigurðardóttir hefur verið valin besti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar. Þetta fékk hún að vita á síðustu æfingu Vålerenga fyrir bikarúrslitaleikinn gegn Lilleström. 13. desember 2020 16:20 Ingibjörg á forsíðu íþróttablaðs Verdens Gang Ingibjörg Sigurðardóttir er á forsíðu íþróttablaðs norska dagblaðsins Verdens Gang í dag þar sem hún fagnar bikarmeistaratitli Vålerenga. 14. desember 2020 09:31 Ingibjörg skoraði og er norskur meistari Fullkomin vika Ingibjargar Sigurðardóttur rættist í dag. 6. desember 2020 14:15 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Frábærar gólfæfingar og Ísland í úrslit Sport Ólafía komst örugglega í gegnum niðurskurðinn Golf Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 1-3 │Aron breytti gangi mála Íslenski boltinn Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Fjölnir kominn upp í Pepsi Max-deildina og staða Gróttu góð | Njarðvíkingar fallnir og Þróttarar í vondum málum Íslenski boltinn Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Sjá meira
Ingibjörg tvöfaldur meistari eftir framlengdan bikarúrslitaleik Ingibjörg Sigurðardóttir og stöllur hennar í Vålerenga eru tvöfaldir meistarar eftir 2-0 sigur á Lilleström í úrslitum norska bikarsins í dag. Liðið tryggði sér nýverið norksa meistaratitilinn og draumatímabilið því fullkomnað í dag. 13. desember 2020 17:00
Ingibjörg leikmaður ársins í Noregi Landsliðsmiðvörðurinn Ingibjörg Sigurðardóttir hefur verið valin besti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar. Þetta fékk hún að vita á síðustu æfingu Vålerenga fyrir bikarúrslitaleikinn gegn Lilleström. 13. desember 2020 16:20
Ingibjörg á forsíðu íþróttablaðs Verdens Gang Ingibjörg Sigurðardóttir er á forsíðu íþróttablaðs norska dagblaðsins Verdens Gang í dag þar sem hún fagnar bikarmeistaratitli Vålerenga. 14. desember 2020 09:31
Ingibjörg skoraði og er norskur meistari Fullkomin vika Ingibjargar Sigurðardóttur rættist í dag. 6. desember 2020 14:15
Fjölnir kominn upp í Pepsi Max-deildina og staða Gróttu góð | Njarðvíkingar fallnir og Þróttarar í vondum málum Íslenski boltinn
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti
Fjölnir kominn upp í Pepsi Max-deildina og staða Gróttu góð | Njarðvíkingar fallnir og Þróttarar í vondum málum Íslenski boltinn
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti