Bílstjórar hafa ekki séð aðrar eins tjörublæðingar áður: „Eins og að baða dekkin í karamellu“ Samúel Karl Ólason skrifar 14. desember 2020 22:14 Dekk flutningabíla þakin því sem blæddi úr klæðningu vegarins. Mynd/Facebook Þjóðvegurinn norður til Akureyrar virðist hafa blætt mikið í kvöld og hafa bílstjórar og ökumenn orðið fyrir tjóni. Vegklæðning hefur þakið dekk bíla og kannast bílstjórar ekki við að hafa séð annað eins. Flutningabílstjórinn Ívar Örn Smárason var á ferðinni norður yfir heiðar í kvöld og hann segir bíl sinn hafa orðið fyrir miklum skemmdum. Jafnvel þó hann hafi farið hægt yfir vegna ástands vegarins. Í samtali við Vísi segir Ívar framrúðuna hjá sér tvíbrotna eftir að hann mætti öðrum bílum, þrátt fyrir að allir hafi hægt mjög mikið á sér. Þá brotnaði framstuðari hans einnig því svo mikil vegklæðning hafði safnast saman í hjólskálinni, af framdekkinu, að stuðarinn brotnaði. „Þó við séum bara að tippla á tánum, þá erum við að rífa upp malbikið. Bílinn minn, hann er svo stórtjónaður,“ segir Ívar. Hann segist fyrst hafa orðið var við blæðingu í Norðurárdalnum, við Bifröst. Upp á Holtavörðuheiði hafi ástandið versnað en ástandið hafi orðið hræðilegt á milli Hvammstangarafleggjaranum að Blönduósi. Hann deildi myndböndum og myndböndum af sínum bíl og bíl annars bílstjóra sem tekin voru í kvöld á Facebook. Þar hafa aðrir birti myndir og segjast einnig hafa orðið fyrir tjóni vegna blæðinganna. Ìslensk vegager 2020... Teki upp ì Hrútafir i/Húnavatnsýslunum 14 des. Og fyrir ykkur sem leggi stundum lei ykkar...Posted by Ívar Örn Smárason on Monday, 14 December 2020 Ívar segir þetta vera eins og að baða dekkin í karamellu. „Hugsaðu þér ef einhver hleypur fyrir mig eða bremsar og við þurfum að negla niður. Við, sem erum fjörutíu til 49 tonn, þurfum að negla niður. Við skautum bara eins og í hálku,“ segir Ívar. Hann segir einnig að vetrardekk hans og annarra séu ónýtt. Þeir eyði mörg hundruð þúsundum í að vera á góðum dekkjum og öll mynstur í þeim séu bara stútfull af drullu. „Við getum ekkert gert ofan á hálku, á þessu,“ segir Ívar. „Þú ert bara eins og á sköllóttum sumardekkjum. Þú ert með sama grip og þetta gerir ekki neitt.“ Lögreglan á Norðurlandi Vestra varaði við ástandinu fyrr í kvöld. Í færslu á Facebooksíðu lögreglunnar segir að tjón hafi verið tilkynnt í dag og eitt umferðaróhapp megi rekja til tjörublæðinga. Lögreglan biður ökumenn um að aka varlega. Lögreglan á Norðurlandi vestra við vekja athygli á miklum tjörublæðingum á vegarkaflanum úr Borgarfirði og norður um...Posted by Lögreglan á Norðurlandi vestra on Monday, 14 December 2020 Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Sjá meira
Flutningabílstjórinn Ívar Örn Smárason var á ferðinni norður yfir heiðar í kvöld og hann segir bíl sinn hafa orðið fyrir miklum skemmdum. Jafnvel þó hann hafi farið hægt yfir vegna ástands vegarins. Í samtali við Vísi segir Ívar framrúðuna hjá sér tvíbrotna eftir að hann mætti öðrum bílum, þrátt fyrir að allir hafi hægt mjög mikið á sér. Þá brotnaði framstuðari hans einnig því svo mikil vegklæðning hafði safnast saman í hjólskálinni, af framdekkinu, að stuðarinn brotnaði. „Þó við séum bara að tippla á tánum, þá erum við að rífa upp malbikið. Bílinn minn, hann er svo stórtjónaður,“ segir Ívar. Hann segist fyrst hafa orðið var við blæðingu í Norðurárdalnum, við Bifröst. Upp á Holtavörðuheiði hafi ástandið versnað en ástandið hafi orðið hræðilegt á milli Hvammstangarafleggjaranum að Blönduósi. Hann deildi myndböndum og myndböndum af sínum bíl og bíl annars bílstjóra sem tekin voru í kvöld á Facebook. Þar hafa aðrir birti myndir og segjast einnig hafa orðið fyrir tjóni vegna blæðinganna. Ìslensk vegager 2020... Teki upp ì Hrútafir i/Húnavatnsýslunum 14 des. Og fyrir ykkur sem leggi stundum lei ykkar...Posted by Ívar Örn Smárason on Monday, 14 December 2020 Ívar segir þetta vera eins og að baða dekkin í karamellu. „Hugsaðu þér ef einhver hleypur fyrir mig eða bremsar og við þurfum að negla niður. Við, sem erum fjörutíu til 49 tonn, þurfum að negla niður. Við skautum bara eins og í hálku,“ segir Ívar. Hann segir einnig að vetrardekk hans og annarra séu ónýtt. Þeir eyði mörg hundruð þúsundum í að vera á góðum dekkjum og öll mynstur í þeim séu bara stútfull af drullu. „Við getum ekkert gert ofan á hálku, á þessu,“ segir Ívar. „Þú ert bara eins og á sköllóttum sumardekkjum. Þú ert með sama grip og þetta gerir ekki neitt.“ Lögreglan á Norðurlandi Vestra varaði við ástandinu fyrr í kvöld. Í færslu á Facebooksíðu lögreglunnar segir að tjón hafi verið tilkynnt í dag og eitt umferðaróhapp megi rekja til tjörublæðinga. Lögreglan biður ökumenn um að aka varlega. Lögreglan á Norðurlandi vestra við vekja athygli á miklum tjörublæðingum á vegarkaflanum úr Borgarfirði og norður um...Posted by Lögreglan á Norðurlandi vestra on Monday, 14 December 2020
Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Sjá meira