Hægri bakvörður Stevie G að skora meira en Ronaldo og Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2020 13:30 James Tavernier fær hér skilaboð frá stjóra sínum Steven Gerrard í leik með Rangers á tímabilinu. Getty/Andrew Milligan Liverpool goðsögnin Steven Gerrard er að gera frábæra hluti með Rangers liðið í Skotlandi og það er einkum frammistaða eins leikmanns hans sem er að vekja mesta athygli. Rangers vann sinn níunda deildarleik í röð á móti Dundee United í gær og er nú með þrettán stiga forskot á toppi skosku úrvalsdeildarinnar. Maðurinn á bak við bæði mörkin í leiknum var bakvörðurinn James Tavernier en hann skoraði fyrra markið og lagði svo upp sigurmark Connor Goldson. Markið hans Tavernier kom með skoti beint úr aukaspyrnu. His 17th goal of the season was an unreal free-kick James Tavernier also has 13 assists this season Posted by GiveMeSport on Sunnudagur, 13. desember 2020 Steven Gerrard hrósaði líka sínum leikmanni eftir leikinn. „Þessi aukaspyrna, það skiptir ekki máli hver þú ert eða fyrir hvern þú ert að spila, því þetta var heimsklassa afgreiðsla. Þetta voru smá galdrar,“ sagði Steven Gerrard. Hægri bakvörðurinn Tavernier er búinn að skora sautján mörk í öllum keppnum á þessu tímabili. Hann er búinn að spila 27 leiki og hefur auk markanna sautján einnig gefið þrettán stoðsendingar og er því að búa til meira en eitt mark í leik. Tavernier er að skora meira en margir af mestu markaskorurunum Evrópu. Hann hefur skorað meira en Tottenham framherjarnir Harry Kane (15 mörk) og Son Heung-min (13 mörk), Juventus súperstjarnan Cristiano Ronaldo (14 mörk), Barcelona goðsögnin Lionel Messi (8 mörk), Paris Saint-German stjarnan Neymar (9 mörk) og franski framherjinn Kylian Mbappe (12 mörk). Tavernier hefur meira að segja skorað fleiri mörk en Robert Lewandowski hjá Bayern München sem er með sextán mörk. Auðvitað er ekki það sama að spila í skosku deildinni og í stærstu deildum Evrópu. Það breytir ekki því að hægri bakvörður gæti unnið gullskóinn í skosku deildinni þar sem Tavernier er nú með tveggja marka forskot á næsta mann. Fótbolti Skoski boltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Sjá meira
Rangers vann sinn níunda deildarleik í röð á móti Dundee United í gær og er nú með þrettán stiga forskot á toppi skosku úrvalsdeildarinnar. Maðurinn á bak við bæði mörkin í leiknum var bakvörðurinn James Tavernier en hann skoraði fyrra markið og lagði svo upp sigurmark Connor Goldson. Markið hans Tavernier kom með skoti beint úr aukaspyrnu. His 17th goal of the season was an unreal free-kick James Tavernier also has 13 assists this season Posted by GiveMeSport on Sunnudagur, 13. desember 2020 Steven Gerrard hrósaði líka sínum leikmanni eftir leikinn. „Þessi aukaspyrna, það skiptir ekki máli hver þú ert eða fyrir hvern þú ert að spila, því þetta var heimsklassa afgreiðsla. Þetta voru smá galdrar,“ sagði Steven Gerrard. Hægri bakvörðurinn Tavernier er búinn að skora sautján mörk í öllum keppnum á þessu tímabili. Hann er búinn að spila 27 leiki og hefur auk markanna sautján einnig gefið þrettán stoðsendingar og er því að búa til meira en eitt mark í leik. Tavernier er að skora meira en margir af mestu markaskorurunum Evrópu. Hann hefur skorað meira en Tottenham framherjarnir Harry Kane (15 mörk) og Son Heung-min (13 mörk), Juventus súperstjarnan Cristiano Ronaldo (14 mörk), Barcelona goðsögnin Lionel Messi (8 mörk), Paris Saint-German stjarnan Neymar (9 mörk) og franski framherjinn Kylian Mbappe (12 mörk). Tavernier hefur meira að segja skorað fleiri mörk en Robert Lewandowski hjá Bayern München sem er með sextán mörk. Auðvitað er ekki það sama að spila í skosku deildinni og í stærstu deildum Evrópu. Það breytir ekki því að hægri bakvörður gæti unnið gullskóinn í skosku deildinni þar sem Tavernier er nú með tveggja marka forskot á næsta mann.
Fótbolti Skoski boltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Sjá meira