Sigurður Ingi segir samtal um Hálendisþjóðgarð hafa mistekist Atli Ísleifsson skrifar 14. desember 2020 07:33 Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins. Hann segir fyrirvara Framsóknarmanna við málið vera alveg skýrir og verði frumvarpið ekki samþykkt nema þeir „haldi alla leið“. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir að „samtalið“ um Hálendisþjóðgarð hafa mistekist. Ekki hafi náðst að vinna málinu brautargengi meðal íbúa í sveitum – fólks sem sé margt gjörkunnugt aðstæðum á hálendinu og nýtir auðlindir þess með sjálfbærum hætti. Þetta segir Sigurður Ingi um frumvarp Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfisráðherra í samtali við Morgunblaðið. Þar segir að þingflokkar bæði Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks geri sterka fyrirvara við frumvarpið og segir Sigurður Ingi að fyrirvarar Framsóknarmanna séu alveg skýrir og verði það ekki samþykkt nema þeir „haldi alla leið“. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að stofnaður verði þjóðgarður á miðhálendinu „í samráði þverpólitískrar þingmannanefndar, umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, sveitarfélaga, náttúruverndar- og útivistarsamtaka og annarra hagsmunaaðila.“ Samkvæmt frumvarpinu myndi þjóðgarðurinn ná yfir um 32 prósent af flatarmáli landsins. Njáll Trausti mun ekki greiða atkvæði með Efasemdaraddir hafa heyrst úr röðum stjórnarþingmanna. Þannig hefur Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagt frumvarpið vera í „fullkominni andstöðu við þau sveitarfélög sem eigi hlut að máli og að ráðherranum hafi mistekist að ná nauðsynlegri sátt um málið.“ Njáll Trausti Friðbertsson, annar þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir í samtali við Morgunblaðið í morgun að hann muni ekki greiða atkvæði með frumvarpinu eins og það er núna. Stuðningurinn meiri en áður Fyrr í mánuðinum sagði Guðmundur Ingi í samtali við fréttastofu að víðtækt samráð hafi verið haft við sveitarfélögin og viti hann að stuðningur við málið sé það miklu meiri en áður. „Sérstaklega vegna þess að við höfum gert úrbætur á því sem snýr að skipulagsvaldi sveitarfélaganna og mætt þeim kröfum sem þau voru með uppi þar. Þannig að ég held að stuðningurinn sé mun víðtækari heldur en fréttir síðustu daga hafa gefið til kynna,“ sagði Guðmundur þá. Þjóðgarðar Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hálendisþjóðgarður Tengdar fréttir Uggandi vegna hugmynda um þjóðgarð Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri GrayLine og stjórnarformaður Hveravallafélagsins, er mjög ósáttur við hugmyndir umhverfisráðherra um miðhálendisþjóðgarð. 13. desember 2020 17:11 Spurði hvort „grenjandi minnihluti“ ætti að hafa neitunarvald varðandi hálendisþjóðgarð Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis og þingmaður Vinstri grænna, blandaði sér í umræður á þingi í gærkvöldi um frumvarp Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfisráðherra, um hálendisþjóðgarð. 9. desember 2020 10:18 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Þetta segir Sigurður Ingi um frumvarp Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfisráðherra í samtali við Morgunblaðið. Þar segir að þingflokkar bæði Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks geri sterka fyrirvara við frumvarpið og segir Sigurður Ingi að fyrirvarar Framsóknarmanna séu alveg skýrir og verði það ekki samþykkt nema þeir „haldi alla leið“. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að stofnaður verði þjóðgarður á miðhálendinu „í samráði þverpólitískrar þingmannanefndar, umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, sveitarfélaga, náttúruverndar- og útivistarsamtaka og annarra hagsmunaaðila.“ Samkvæmt frumvarpinu myndi þjóðgarðurinn ná yfir um 32 prósent af flatarmáli landsins. Njáll Trausti mun ekki greiða atkvæði með Efasemdaraddir hafa heyrst úr röðum stjórnarþingmanna. Þannig hefur Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagt frumvarpið vera í „fullkominni andstöðu við þau sveitarfélög sem eigi hlut að máli og að ráðherranum hafi mistekist að ná nauðsynlegri sátt um málið.“ Njáll Trausti Friðbertsson, annar þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir í samtali við Morgunblaðið í morgun að hann muni ekki greiða atkvæði með frumvarpinu eins og það er núna. Stuðningurinn meiri en áður Fyrr í mánuðinum sagði Guðmundur Ingi í samtali við fréttastofu að víðtækt samráð hafi verið haft við sveitarfélögin og viti hann að stuðningur við málið sé það miklu meiri en áður. „Sérstaklega vegna þess að við höfum gert úrbætur á því sem snýr að skipulagsvaldi sveitarfélaganna og mætt þeim kröfum sem þau voru með uppi þar. Þannig að ég held að stuðningurinn sé mun víðtækari heldur en fréttir síðustu daga hafa gefið til kynna,“ sagði Guðmundur þá.
Þjóðgarðar Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hálendisþjóðgarður Tengdar fréttir Uggandi vegna hugmynda um þjóðgarð Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri GrayLine og stjórnarformaður Hveravallafélagsins, er mjög ósáttur við hugmyndir umhverfisráðherra um miðhálendisþjóðgarð. 13. desember 2020 17:11 Spurði hvort „grenjandi minnihluti“ ætti að hafa neitunarvald varðandi hálendisþjóðgarð Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis og þingmaður Vinstri grænna, blandaði sér í umræður á þingi í gærkvöldi um frumvarp Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfisráðherra, um hálendisþjóðgarð. 9. desember 2020 10:18 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Uggandi vegna hugmynda um þjóðgarð Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri GrayLine og stjórnarformaður Hveravallafélagsins, er mjög ósáttur við hugmyndir umhverfisráðherra um miðhálendisþjóðgarð. 13. desember 2020 17:11
Spurði hvort „grenjandi minnihluti“ ætti að hafa neitunarvald varðandi hálendisþjóðgarð Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis og þingmaður Vinstri grænna, blandaði sér í umræður á þingi í gærkvöldi um frumvarp Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfisráðherra, um hálendisþjóðgarð. 9. desember 2020 10:18