Fótbolti

Albert á bekknum í sigri - Aron og félagar á toppnum í Belgíu

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Albert fékk ekki að spreyta sig í kvöld.
Albert fékk ekki að spreyta sig í kvöld. vísir/getty

Albert Guðmundsson sat allan tímann á varamannabekk AZ Alkmaar þegar liðið gerði góða ferð til Twente í hollensku úrvalsdeildinni í kvöld.

AZ vann 1-3 sigur eftir að hafa komist í 0-2 forystu í fyrri hálfleik. Teun Koopmeiners gerði tvö marka AZ en Yukinari Sugawara gerði eitt mark. AZ í sjöunda sæti deildarinnar, tíu stigum frá toppliði Ajax.

Í Belgíu var fyrirhugaður Íslendingaslagur milli Lommel og Union St.Gilloise í B-deildinni en aðeins kom einn Íslendingur við sögu.

Kolbeinn Þórðarson var í byrjunarliði Lommel og spilaði fyrstu 79 mínútur leiksins sem lauk með 0-1 sigri Union. Aron Sigurðarson sat allan tímann á varamannabekk Union sem trónir á toppi deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×