Bólusetning á Íslandi hefst öðru hvoru megin við áramót Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. desember 2020 20:00 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var gestur Víglínunnar á Stöð 2 í dag. Vísir/Einar Árnason Ekki er útilokað að bólusetning gegn covid-19 hefjist hér á landi fyrir áramót að sögn heilbrigðisráðherra. Fyrstu skammtar bóluefnisins fari í umferð einhvern daginn í kringum áramótin. Hún segir að forgangsröðun verði ekki endilega með þeim hætti að fyrsti forgangshópurinn verði allur bólusettur fyrst og svo verði byrjað að bólusetja þann næsta. „Þetta eru sex fyrirtæki sem að við erum í viðræðum við, eða það er Evrópusambandið sem er í þessum viðræðum og við síðan í gegnum Svía fyrir okkur. Og þetta hefur gengið mjög vel,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Fylgja þurfi ákveðnu ferli áður en bólusetning hefst sem kalli á að fyrst verði gengið frá samningum og gefin út leyfi áður en hægt verður að koma bóluefni í dreifingu og hefja bólusetningu. „Fyrir þennan fyrsta hluta frá Pfizer þá erum við í raun og veru komin með í hendi, núna í lok mánaðarins, rúmlega 21 þúsund skammta sem þýðir bóluefni fyrir 10.600 manns þannig að við getum byrjað, það verður svona öðru hvoru megin við áramótin sem við getum byrjað að bólusetja,“ sagði Svandís. „Við gerum ráð fyrir að ná samningum við sex aðila, nú er búið að undirrita við tvo og gerum ráð fyrir að undirrita við þann þriðja í næstu viku,“ sagði Svandís. Hver og einn þarf að fá bólusetningu tvisvar sinnum með tveggja til þriggja vikna millibili. Búist er við að markaðsleyfi fyrir bóluefnið verði samþykkt í Evrópu eigi síðar en þann 29. desember. Þegar það er í höfn segir Svandís að það verði forgangsmál hjá Lyfjastofnun að afgreiða það leyfi sem til þarf svo að unnt verði að hefja bólusetningu hér á landi. „Við getum tæknilega byrjað á næstu klukkustundum eftir að það liggur fyrir af því að það er búið að skipuleggja bæði dreifingu á efninu um allt land og búið að skipuleggja hvernig því verður háttað að framkvæma bólusetninguna. Við gætum tæknilega bólusett mjög marga á dag þannig að það verður aldrei hindrun,“ segir Svandís. Það er heilbrigðisstofnun í hverjum landshluta ber ábyrgð á skipulagningu bólusetningar. Verið er að byggja upp tölvukerfi sem á að vera tilbúið til prufukeyrslu 15. desember. Svandís segir að skipulagið við framkvæmd bólusetningar verði eflaust ekki ólíkt því sem notast er við í kosningum. Á höfuðborgarsvæðinu mun bólusetning til að mynda fara fram í tilteknum grunnskólum og íþróttahúsum. Sá fyrsti fái blómvönd Svandís hyggur að fljótlega eftir að leyfi er í höfn verði hægt að bólusetja fyrsta einstaklinginn á Íslandi. „Mér fyndist nú alveg full ástæða til þess að viðkomandi fengi blómvönd bara svona eins og þau sem fóru síðustu [greiddu] ferðina í gegnum Hvalfjarðargöngin eða fyrstu ferðina yfir einhverja brú eða eitthvað slíkt,“ segir Svandís létt í bragði. „Af því þetta markar í rauninni heilmikil tímamót, þetta er í rauninni nýr kafli í baráttunni við covid-19.“ Hún segir að forgangsröðun verði ekki endilega þannig að fyrsti forgangshópurinn verði kláraður fyrst og svo verði byrjað að bólusetja þann næsta. Sóttvarnalæknir hafi ákveðinn sveigjanleika hvað þetta varðar. „Mér fyndist líklegast að það yrði byrjað á framlínustarfsfólki og öldruðum íbúum hjúkrunarheimila. Og það auðvitað snýst um allt landið, en þegar við erum að tala um framlínustarfsfólk gagnvart covid, þá eru það oft þau sem eru að vinna á covid-göngudeild, í snertingu við covid-sjúklinga, á gjörgæslu og svo framvegis,“ segir Svandís. Þetta sé fólkið sem sé í fyrstu tveimur til þremur forgangshópunum samkvæmt fyrirliggjandi reglugerð. Forgangsröðun í bólusetningu muni þó fara fram skipulega en ekki tilviljanakennt. Bólusetningar Víglínan Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
„Þetta eru sex fyrirtæki sem að við erum í viðræðum við, eða það er Evrópusambandið sem er í þessum viðræðum og við síðan í gegnum Svía fyrir okkur. Og þetta hefur gengið mjög vel,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Fylgja þurfi ákveðnu ferli áður en bólusetning hefst sem kalli á að fyrst verði gengið frá samningum og gefin út leyfi áður en hægt verður að koma bóluefni í dreifingu og hefja bólusetningu. „Fyrir þennan fyrsta hluta frá Pfizer þá erum við í raun og veru komin með í hendi, núna í lok mánaðarins, rúmlega 21 þúsund skammta sem þýðir bóluefni fyrir 10.600 manns þannig að við getum byrjað, það verður svona öðru hvoru megin við áramótin sem við getum byrjað að bólusetja,“ sagði Svandís. „Við gerum ráð fyrir að ná samningum við sex aðila, nú er búið að undirrita við tvo og gerum ráð fyrir að undirrita við þann þriðja í næstu viku,“ sagði Svandís. Hver og einn þarf að fá bólusetningu tvisvar sinnum með tveggja til þriggja vikna millibili. Búist er við að markaðsleyfi fyrir bóluefnið verði samþykkt í Evrópu eigi síðar en þann 29. desember. Þegar það er í höfn segir Svandís að það verði forgangsmál hjá Lyfjastofnun að afgreiða það leyfi sem til þarf svo að unnt verði að hefja bólusetningu hér á landi. „Við getum tæknilega byrjað á næstu klukkustundum eftir að það liggur fyrir af því að það er búið að skipuleggja bæði dreifingu á efninu um allt land og búið að skipuleggja hvernig því verður háttað að framkvæma bólusetninguna. Við gætum tæknilega bólusett mjög marga á dag þannig að það verður aldrei hindrun,“ segir Svandís. Það er heilbrigðisstofnun í hverjum landshluta ber ábyrgð á skipulagningu bólusetningar. Verið er að byggja upp tölvukerfi sem á að vera tilbúið til prufukeyrslu 15. desember. Svandís segir að skipulagið við framkvæmd bólusetningar verði eflaust ekki ólíkt því sem notast er við í kosningum. Á höfuðborgarsvæðinu mun bólusetning til að mynda fara fram í tilteknum grunnskólum og íþróttahúsum. Sá fyrsti fái blómvönd Svandís hyggur að fljótlega eftir að leyfi er í höfn verði hægt að bólusetja fyrsta einstaklinginn á Íslandi. „Mér fyndist nú alveg full ástæða til þess að viðkomandi fengi blómvönd bara svona eins og þau sem fóru síðustu [greiddu] ferðina í gegnum Hvalfjarðargöngin eða fyrstu ferðina yfir einhverja brú eða eitthvað slíkt,“ segir Svandís létt í bragði. „Af því þetta markar í rauninni heilmikil tímamót, þetta er í rauninni nýr kafli í baráttunni við covid-19.“ Hún segir að forgangsröðun verði ekki endilega þannig að fyrsti forgangshópurinn verði kláraður fyrst og svo verði byrjað að bólusetja þann næsta. Sóttvarnalæknir hafi ákveðinn sveigjanleika hvað þetta varðar. „Mér fyndist líklegast að það yrði byrjað á framlínustarfsfólki og öldruðum íbúum hjúkrunarheimila. Og það auðvitað snýst um allt landið, en þegar við erum að tala um framlínustarfsfólk gagnvart covid, þá eru það oft þau sem eru að vinna á covid-göngudeild, í snertingu við covid-sjúklinga, á gjörgæslu og svo framvegis,“ segir Svandís. Þetta sé fólkið sem sé í fyrstu tveimur til þremur forgangshópunum samkvæmt fyrirliggjandi reglugerð. Forgangsröðun í bólusetningu muni þó fara fram skipulega en ekki tilviljanakennt.
Bólusetningar Víglínan Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent