Ef það væri hægt að nýta krafta mína væri ég til í umræðu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. desember 2020 13:16 Helgi Kolviðsson er opinn fyrir því að koma aftur inn í þjálfarateymi íslenska landsliðsins. Harry Langer/Getty Images Helgi Kolviðsson, fyrrum aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins og fráfarandi þjálfari A-landsliðs Liechtenstein, segist að sjálfsögðu vera opinn fyrir því að ræða við KSÍ um að vera hluti af næsta þjálfarateymi Íslands. Rætt var við Helga í þættinum Fótbolti.net sem er á dagskrá X-977 alla laugardaga. Þar ræddi Helgi meðal annars gengi Liechtenstein undir hans stjórn og möguleikann að snúa aftur til starfa hjá KSÍ. Þáttinn má hlusta á í spilaranum neðst í fréttinni. Spjallið við Helga byrjar eftir rétt tæpar þrjátíu mínútur. Helgi hrósaði knattspyrnusambandi Liechtenstein, sem er með Íslandi í riðli í undankeppni HM 2022. Hann talaði um að það væri vel staðið að hlutunum og að liðið spilaði eftir sömu gildum og íslenska landsliðið. Síðan fór umræðan yfir í það hvort Helgi væri til í að snúa aftur og taka þátt í næsta ævintýri íslenska landsliðsins. „Held að Arnar Þór Viðarsson hafi orðað þetta ágætlega, það er ekki til stærri heiður en það að vera þjálfari íslenska landsliðsins. Ef það væri hægt að nýta mína krafta væri ég til í umræðu, að sjálfsögðu,“ sagði Helgi. „Ég er að skoða mín mál í dag. Ég tók þessa ákvörðun í september að ég myndi hætta með Liechtenstein. Er núna að skoða hvort maður eigi að færa sig yfir í félagslið eða halda áfram með landslið. Það er því allt opið og ég er lítið að stressa mig enda erfiðir tímar hjá flestum liðum og ekki líklegt að það gerist mikið fyrir jól.“ Varðandi riðil Íslands í undankeppni HM „Ég var mjög ánægður að vera ekki með Liechtenstein. Það er ekki á óskalistanum hjá mér að þjálfa á móti eigin þjóð, það er eiginlega bara vonlaust svo ég er mjög ánægður með að vera ekki með. Það var greinilega alveg rétt ákvörðun hjá mér að hætta,“ sagði Helgi um það að „missa af“ því að þjálfa gegn Íslandi. „Það er mikill órói hérna varðaandi landsliðið,“ sagði Helgi um þýska liðið en hann býr í Þýskalandi. „Það vantar lykilmenn og leiðtoga á vellinum. Þeir eru með góða leikmenn en það er skortur á leiðtogum í hópinn sem stendur, til að mynda Joshua Kimmich og Thomas Müller. Það er mikil pressa í kringum þýska liðið og því ekki óhagstætt að fá þá í fyrsta leik. Tala nú ekki um ef við förum að ná í stig gegn þeim.“ Ísland byrjar undankeppni HM 2022 á þremur útileikjum gegn Þýskalandi, Armeníu og Liechtenstein. „Þessir þrír útileikir í mars verða ekkert einfaldasta verkefni í heimi en við ættum að geta klárað þessa leiki. Sérstaklega Armeníu og Liechtenstein, það er því góður möguleiki að ná í sjö stig úr þessum þremur fyrstu leikjum.“ Varðandi hin liðin „Það má ekki vanmeta Rúmeníu. Norður-Makedónía og Armenía eru svipuð, góðir leikmenn inn á milli sem má ekki vanmeta. Liechtenstein leynir líka á sér, eru með skipulagt lið og spræka framherja sem spila flestir í efstu deild í Sviss.“ „Ég held að íslenski hópurinn sé það breiður að það sé hægt að spila á sterku liði alla þrjá leikina og möguleikinn á að ná í stig gegn Þýskalandi er góður. Sérstaklega ef pressan sem er á liðinu verður enn til staðar,“ sagði Helgi að lokum. 25. mars 2021 - Þýskaland - Ísland 28. mars 2021 - Armenía - Ísland 31. mars 2021 - Liechtenstein - Ísland 2. september 2021 - Ísland - Rúmenía 5. september 2021 - Ísland - Norður Makedónía 8. september 2021 - Ísland - Þýskaland 8. október 2021 - Ísland - Armenía 11. október 2021 - Ísland - Liechtenstein 11. nóvember 2021 - Rúmenía - Ísland 14. nóvember 2021 - Norður Makedónía - Ísland Fótbolti KSÍ Fótbolti.net Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Fleiri fréttir Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Sjá meira
Rætt var við Helga í þættinum Fótbolti.net sem er á dagskrá X-977 alla laugardaga. Þar ræddi Helgi meðal annars gengi Liechtenstein undir hans stjórn og möguleikann að snúa aftur til starfa hjá KSÍ. Þáttinn má hlusta á í spilaranum neðst í fréttinni. Spjallið við Helga byrjar eftir rétt tæpar þrjátíu mínútur. Helgi hrósaði knattspyrnusambandi Liechtenstein, sem er með Íslandi í riðli í undankeppni HM 2022. Hann talaði um að það væri vel staðið að hlutunum og að liðið spilaði eftir sömu gildum og íslenska landsliðið. Síðan fór umræðan yfir í það hvort Helgi væri til í að snúa aftur og taka þátt í næsta ævintýri íslenska landsliðsins. „Held að Arnar Þór Viðarsson hafi orðað þetta ágætlega, það er ekki til stærri heiður en það að vera þjálfari íslenska landsliðsins. Ef það væri hægt að nýta mína krafta væri ég til í umræðu, að sjálfsögðu,“ sagði Helgi. „Ég er að skoða mín mál í dag. Ég tók þessa ákvörðun í september að ég myndi hætta með Liechtenstein. Er núna að skoða hvort maður eigi að færa sig yfir í félagslið eða halda áfram með landslið. Það er því allt opið og ég er lítið að stressa mig enda erfiðir tímar hjá flestum liðum og ekki líklegt að það gerist mikið fyrir jól.“ Varðandi riðil Íslands í undankeppni HM „Ég var mjög ánægður að vera ekki með Liechtenstein. Það er ekki á óskalistanum hjá mér að þjálfa á móti eigin þjóð, það er eiginlega bara vonlaust svo ég er mjög ánægður með að vera ekki með. Það var greinilega alveg rétt ákvörðun hjá mér að hætta,“ sagði Helgi um það að „missa af“ því að þjálfa gegn Íslandi. „Það er mikill órói hérna varðaandi landsliðið,“ sagði Helgi um þýska liðið en hann býr í Þýskalandi. „Það vantar lykilmenn og leiðtoga á vellinum. Þeir eru með góða leikmenn en það er skortur á leiðtogum í hópinn sem stendur, til að mynda Joshua Kimmich og Thomas Müller. Það er mikil pressa í kringum þýska liðið og því ekki óhagstætt að fá þá í fyrsta leik. Tala nú ekki um ef við förum að ná í stig gegn þeim.“ Ísland byrjar undankeppni HM 2022 á þremur útileikjum gegn Þýskalandi, Armeníu og Liechtenstein. „Þessir þrír útileikir í mars verða ekkert einfaldasta verkefni í heimi en við ættum að geta klárað þessa leiki. Sérstaklega Armeníu og Liechtenstein, það er því góður möguleiki að ná í sjö stig úr þessum þremur fyrstu leikjum.“ Varðandi hin liðin „Það má ekki vanmeta Rúmeníu. Norður-Makedónía og Armenía eru svipuð, góðir leikmenn inn á milli sem má ekki vanmeta. Liechtenstein leynir líka á sér, eru með skipulagt lið og spræka framherja sem spila flestir í efstu deild í Sviss.“ „Ég held að íslenski hópurinn sé það breiður að það sé hægt að spila á sterku liði alla þrjá leikina og möguleikinn á að ná í stig gegn Þýskalandi er góður. Sérstaklega ef pressan sem er á liðinu verður enn til staðar,“ sagði Helgi að lokum. 25. mars 2021 - Þýskaland - Ísland 28. mars 2021 - Armenía - Ísland 31. mars 2021 - Liechtenstein - Ísland 2. september 2021 - Ísland - Rúmenía 5. september 2021 - Ísland - Norður Makedónía 8. september 2021 - Ísland - Þýskaland 8. október 2021 - Ísland - Armenía 11. október 2021 - Ísland - Liechtenstein 11. nóvember 2021 - Rúmenía - Ísland 14. nóvember 2021 - Norður Makedónía - Ísland
25. mars 2021 - Þýskaland - Ísland 28. mars 2021 - Armenía - Ísland 31. mars 2021 - Liechtenstein - Ísland 2. september 2021 - Ísland - Rúmenía 5. september 2021 - Ísland - Norður Makedónía 8. september 2021 - Ísland - Þýskaland 8. október 2021 - Ísland - Armenía 11. október 2021 - Ísland - Liechtenstein 11. nóvember 2021 - Rúmenía - Ísland 14. nóvember 2021 - Norður Makedónía - Ísland
Fótbolti KSÍ Fótbolti.net Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Fleiri fréttir Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Sjá meira