Ari Freyr vill sjá Lars taka við landsliðinu og stefnir sjálfur til Svíþjóðar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. desember 2020 12:31 Ari Freyr Skúlason væri til í að sjá Lars taka við íslenska karlalandsliðinu. Vísir/Vilhelm Landsliðsmaðurinn Ari Freyr Skúlason segist vilja sjá Lars Lagerbäck sem næsta þjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Vinstri bakvörðurinn segist vera skoða sín mál og það komi til greina að spila í Svíþjóð á nýjan leik. Hinn 33 ára gamli Ari Freyr hefur undanfarin fjögur ár leikið í Belgíu með Lokeren og Oostende. Eftir mikla veru á varamannabekk Oostende er Ari Freyr farinn að hugsa sér til hreyfings á nýju ári. Hann lék lengi vel í Svíþjóð og gæti hugsað sér að fara þangað á nýjan leik. Ari Freyr ræddi við sænska blaðið Expressen nýverið þar sem hann fór yfir þetta sem og að hann vilji fá Lars Lagerbäck í hlutverk landsliðsþjálfara Íslands. „Ég spilaði níutíu mínútur i síðasta leik en hef verið mikið á bekknum. Er orðinn 33 ára gamall og kannski er orðið tímabært að leita eitthvað annað, við sjáum hvað gerist á næsta ári,“ sagði Ari en samningur hans við Oostende rennur út sumarið 2021. „Ég er opinn fyrir nær öllu og við fjölskyldan erum að skoða það að færa okkur aftur til Skandinavíu. Danmörk, Noregur eða Svíþjóð myndu öll henta vel, við sjáum svo bara hvernig það fer,“ bætti hann við. INTERVJU: Ari Skulason öppnar för allsvenskan - och tar Erik Hamrén i försvar.https://t.co/iYBMkuxhJt— SportExpressen (@SportExpressen) December 11, 2020 Ari telur Erik Hamrén, fyrrum landsliðsþjálfara, hafa fengið óvæga gagnrýni. „Erik er góður þjálfari og mjög vinalegur maður. Hann fékk of mikla gagnrýni sem var óverðskulduð. Áður en hann kom þá var lítið um meiðsli og allt gekk upp. Eftir að hann kom þá vorum við óheppnir með meiðsli leikmanna eins og Gylfa Þórs Sigurðssonar. Hamrén gat því ekki notað þá leikmenn sem hann vildi.“ „Ég væri til í að sjá Lars taka við íslenska landsliðinu á nýjan leik. Hann byrjaði þetta ævintýri sem hefur verið í gengi undanfarin ár. Það var klárlega hans vinna sem skilaði því. Hann er mjög rólegur að eðlisfari og með skýrar hugmyndir varðandi leikskipulag. Það er kannski ekki áferðafallegasti fótbolti í heimi en hann skilar úrslitum,“ sagði Ari Freyr að endingu. Fótbolti Tengdar fréttir Miklar tilfinningar hjá íslensku strákunum í leikslok: Ari sat lengi Ari Freyr Skúlason var einn af landsliðsmönnum Íslands sem gæti hafa spilað sinn síðasta landsleik í kvöld og hann sat lengi á grasinu eftir leik. 18. nóvember 2020 22:39 Ari mögulega hættur en vill fá ungu strákana í landsliðið hægt og rólega Ari Freyr Skúlason segir það ekki ljóst hvort leikurinn við England á Wembley hafi verið hans síðasti landsleikur á ferlinum. 20. nóvember 2020 15:30 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira
Hinn 33 ára gamli Ari Freyr hefur undanfarin fjögur ár leikið í Belgíu með Lokeren og Oostende. Eftir mikla veru á varamannabekk Oostende er Ari Freyr farinn að hugsa sér til hreyfings á nýju ári. Hann lék lengi vel í Svíþjóð og gæti hugsað sér að fara þangað á nýjan leik. Ari Freyr ræddi við sænska blaðið Expressen nýverið þar sem hann fór yfir þetta sem og að hann vilji fá Lars Lagerbäck í hlutverk landsliðsþjálfara Íslands. „Ég spilaði níutíu mínútur i síðasta leik en hef verið mikið á bekknum. Er orðinn 33 ára gamall og kannski er orðið tímabært að leita eitthvað annað, við sjáum hvað gerist á næsta ári,“ sagði Ari en samningur hans við Oostende rennur út sumarið 2021. „Ég er opinn fyrir nær öllu og við fjölskyldan erum að skoða það að færa okkur aftur til Skandinavíu. Danmörk, Noregur eða Svíþjóð myndu öll henta vel, við sjáum svo bara hvernig það fer,“ bætti hann við. INTERVJU: Ari Skulason öppnar för allsvenskan - och tar Erik Hamrén i försvar.https://t.co/iYBMkuxhJt— SportExpressen (@SportExpressen) December 11, 2020 Ari telur Erik Hamrén, fyrrum landsliðsþjálfara, hafa fengið óvæga gagnrýni. „Erik er góður þjálfari og mjög vinalegur maður. Hann fékk of mikla gagnrýni sem var óverðskulduð. Áður en hann kom þá var lítið um meiðsli og allt gekk upp. Eftir að hann kom þá vorum við óheppnir með meiðsli leikmanna eins og Gylfa Þórs Sigurðssonar. Hamrén gat því ekki notað þá leikmenn sem hann vildi.“ „Ég væri til í að sjá Lars taka við íslenska landsliðinu á nýjan leik. Hann byrjaði þetta ævintýri sem hefur verið í gengi undanfarin ár. Það var klárlega hans vinna sem skilaði því. Hann er mjög rólegur að eðlisfari og með skýrar hugmyndir varðandi leikskipulag. Það er kannski ekki áferðafallegasti fótbolti í heimi en hann skilar úrslitum,“ sagði Ari Freyr að endingu.
Fótbolti Tengdar fréttir Miklar tilfinningar hjá íslensku strákunum í leikslok: Ari sat lengi Ari Freyr Skúlason var einn af landsliðsmönnum Íslands sem gæti hafa spilað sinn síðasta landsleik í kvöld og hann sat lengi á grasinu eftir leik. 18. nóvember 2020 22:39 Ari mögulega hættur en vill fá ungu strákana í landsliðið hægt og rólega Ari Freyr Skúlason segir það ekki ljóst hvort leikurinn við England á Wembley hafi verið hans síðasti landsleikur á ferlinum. 20. nóvember 2020 15:30 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira
Miklar tilfinningar hjá íslensku strákunum í leikslok: Ari sat lengi Ari Freyr Skúlason var einn af landsliðsmönnum Íslands sem gæti hafa spilað sinn síðasta landsleik í kvöld og hann sat lengi á grasinu eftir leik. 18. nóvember 2020 22:39
Ari mögulega hættur en vill fá ungu strákana í landsliðið hægt og rólega Ari Freyr Skúlason segir það ekki ljóst hvort leikurinn við England á Wembley hafi verið hans síðasti landsleikur á ferlinum. 20. nóvember 2020 15:30