78 prósent smitaðra á höfuðborgarsvæðinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. desember 2020 11:16 Tólf greindust með veiruna innanlands í gær og tíu á landamærunum. Vísir/Vilhelm Alls greindust tólf með kórónuveiruna innanlands í gær og þar af voru allir nema einn í sóttkví. Sex þeirra sem greindust í gær tengjast klasasmiti sem komið hefur upp í húsnæði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Alls hafa átta greinst með veiruna í tengslum við klasasmitið. Tíu greindust með veiruna á landamærunum í gær. Tveir voru með virkt smit en beðið er mótefnamælinar hjá hinum átta. Í uppfærðum tölum á covid.is kemur fram að nú séu alls 245 í sóttkví og 188 í einangrun. 146 hinna smituðu eru í einangrun á höfuðborgarsvæðinu eða 78 prósent smitaðra. 24 eru í einangrun á Suðurnesjum, sex á Suðurlandi, einn á Norðurlandi eystra, einn á Norðurlandi vestra, sjö á Vesturlandi og þrír eru óstaðsettir. 1.240 eru í skimunarsóttkví og fækkar í þeim hópi á milli daga. 33 eru á sjúkrahúsi vegna Covid-19, þar af þrír á gjörgæslu, líkt og í gær. Nýgengi innanlandssmita, það er fjöldi smitaðra á hverja 100 þúsund íbúa undanfarnar tvær vikur, er á niðurleið. Það er nú 42,3 en var 44,5 í gær. Það sama má segja um nýgengi landamærasmita; það var 9,8 í gær en er nú 9,5. Alls voru tekin 766 einkennasýni í gær, 66 sýni í sóttkvíar- og handahófsskimun og 553 sýni við landamæraskimun. Af þeim tólf sem greindust með veiruna innanlands greindust fjórir í einkennasýnatöku, sjö í handahófs- og sóttkvíarskimun og einn við skimun hjá Íslenskri erfðagreiningu. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira
Sex þeirra sem greindust í gær tengjast klasasmiti sem komið hefur upp í húsnæði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Alls hafa átta greinst með veiruna í tengslum við klasasmitið. Tíu greindust með veiruna á landamærunum í gær. Tveir voru með virkt smit en beðið er mótefnamælinar hjá hinum átta. Í uppfærðum tölum á covid.is kemur fram að nú séu alls 245 í sóttkví og 188 í einangrun. 146 hinna smituðu eru í einangrun á höfuðborgarsvæðinu eða 78 prósent smitaðra. 24 eru í einangrun á Suðurnesjum, sex á Suðurlandi, einn á Norðurlandi eystra, einn á Norðurlandi vestra, sjö á Vesturlandi og þrír eru óstaðsettir. 1.240 eru í skimunarsóttkví og fækkar í þeim hópi á milli daga. 33 eru á sjúkrahúsi vegna Covid-19, þar af þrír á gjörgæslu, líkt og í gær. Nýgengi innanlandssmita, það er fjöldi smitaðra á hverja 100 þúsund íbúa undanfarnar tvær vikur, er á niðurleið. Það er nú 42,3 en var 44,5 í gær. Það sama má segja um nýgengi landamærasmita; það var 9,8 í gær en er nú 9,5. Alls voru tekin 766 einkennasýni í gær, 66 sýni í sóttkvíar- og handahófsskimun og 553 sýni við landamæraskimun. Af þeim tólf sem greindust með veiruna innanlands greindust fjórir í einkennasýnatöku, sjö í handahófs- og sóttkvíarskimun og einn við skimun hjá Íslenskri erfðagreiningu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira