Erlent

Biden og Harris manneskjur ársins hjá Time

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Joe Biden og Kamala Harris taka við stjórnartaumunum í Hvíta húsinu þann 20. janúar.
Joe Biden og Kamala Harris taka við stjórnartaumunum í Hvíta húsinu þann 20. janúar. Getty/Drew Angerer

Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, og Kamala Harris, verðandi varaforseti, hafa verið útnefnd sem manneskjur ársins (Person of the Year) hjá bandaríska tímaritinu Time.

Demókratarnir höfðu betur en þrír aðrir sem komust í nokkurs konar úrslit hjá tímaritinu; heilbrigðisstarfsfólk og Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, fólkið sem barist hefur fyrir réttlæti fyrir svarta og aðra litaða minnihlutahópa í Bandaríkjunum og Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna.

Edward Felsenthal, ritstjóri Time, segir að Biden og Harris hafi verið valin fyrir að breyta bandarískri sögu og sýna að samkenndin sé öflugri en reiði og sundrung.

Time hefur valið manneskju ársins síðan árið 1927. Árið 2016 var Trump valinn manneskja ársins en þá var hann einmitt verðandi forseti Bandaríkjanna. Sænski umhverfisaktívistinn Greta Thunberg hlaut útnefningu tímaritsins í fyrra.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×