Mikil aðsókn í sund og snjalllausnir í kortunum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. desember 2020 18:08 Mikil aðsókn var í Vesturbæjarlaug í morgun. Vísir/Vilhelm Steinþór Einarsson, skrifstofustjóri íþróttamála hjá Reykjavíkurborg, segir að mikil aðsókn hafi verið í sundlaugar Reykjavíkur í morgun. Víða voru raðir þegar laugarnar opnuðu en þó sé aðsóknin ekki jafn mikil og hún var í byrjun maí þegar sundlaugar opnuðu eftir lokanir í fyrstu bylgju faraldursins. „Við opnuðum klukkan hálf sjö í morgun og það fór rólega af stað. Það var samt töluvert af gestum en í venjulegu árferði og þegar komið er fram í miðjan desember þá er farið að draga aðeins úr aðsókn þannig að þetta fer rólega af stað. En samt, það hefur gengið vel á öllum stöðum,“ sagði Steinþór þegar hann ræddi sundlaugamál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segist ekki vita hversu margir hafi mætt í sund í Reykjavík í dag. „Það voru biðraðir í morgun við staðina en síðan hefur gengið alveg ágætlega og það er auðvitað enn í gangi skólasund og annað þannig að þau eru ekki talin inn í þessa takmörkun, grunnskólabörnin, en það hefur allt gengið vel. Það var ekki eins og var þegar við opnuðum um miðjan maí,“ segir Steinþór. Snjalllausnir koma til greina Einhverjar laugar hafa tekið upp á því að sýna á netinu í rauntíma hve margir séu ofan í lauginni. Steinþór segir hafa komið til greina að innleiða slíkt kerfi í sundlaugum Reykjavíkur. „Það er hluti af ýmsum snjalllausnum sem verið er að taka í notkun í Reykjavíkurborg. Það er ekki í sundlaugunum okkar núna eins og er og við teljum enn handvirkt ofan í laugarnar en það er ekki hægt að sjá það, ekki eins og staðan er í dag. Það geta alveg komið tímar að við getum ekki tekið við öllum. Svo er það líka þannig þegar takmörk eru að við viljum að fólk passi upp á tvo metrana og að menn hafi grímunotkun í huga. Manni fannst það í laugunum í morgun, og manni fannst það bara almennt, að grímunotkun var í gangi. Við höfum lagt áherslu á það að fólk haldi þessu bili og fólk sýni tillitssemi,“ segir Steinþór. Aukin þrif og sóttvarnir í fyrirrúmi Ekki er grímuskylda í gildi í sundlaugunum en Steinþór segir grímuskylduna orðna almenna og fólk noti grímurnar þegar það kemur inn í almenningsrými en taki þær svo niður þegar það fer inn í búningsklefa. „Það er ekki að fara með grímurnar í pottana. En ef fólk er ekki með grímur eru til sölu grímur í laugunum. Þannig að við leggjum áherslu á það að verið sé að fara eftir öllum þeim fyrirmælum sem okkur ber að fara eftir. Við erum þakklát fyrir að geta opnað og þess vegna viljum við að allir taki tillit hver til annars,“ segir hann. Hann segir að vel sé hugað að sóttvörnum inni í búningsklefum, þar sem sameiginlegir snertifletir eru margir. Þrif hafi verið aukin á öllum snertiflötum. Víðast hvar hafa hlutir einnig verið teknir úr umferð sem líklegir eru til að margir komi við, eins og hárþurrkur og aðrir sameiginlegir hlutir. Þá hafi sprittbrúsum verið komið fyrir víðs vegar um laugarsvæðin. Hægt er að hlusta á viðtali við Steinþór í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Sundlaugar Tengdar fréttir Frumflutti nýtt jólalag á bakka Vesturbæjarlaugar Lalli töframaður var með uppákomu á sundlaugarbakka Vesturbæjarlaugar í hádeginu. Í tilefni að opnun lauganna flutti hann fyrir sundlaugargesti lagið Jólasund af nýútkominni jólaplötu sinni, Gleðilega hátíð. Myndband af uppákomunni má finna hér neðar í fréttinni. 10. desember 2020 14:56 Fagnaðarfundir pottverja þegar laugarnar opnuðu á ný Miklir fagnaðarfundir urðu fyrir utan Laugardalslaugina um klukkan hálf sjö í morgun þegar fastagestir laugarinnar sneru aftur þar sem sundlaugum er nú heimilt að hafa opið á ný. 10. desember 2020 07:11 Nýjar reglur um samkomutakmarkanir tóku gildi á miðnætti Ný reglugerð Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins tók gildi á miðnætti. Nýju reglurnar gilda óvenju lengi eða í rúman mánuð, til 12. janúar á næsta ári. 10. desember 2020 06:48 Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Fleiri fréttir „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Sjá meira
„Við opnuðum klukkan hálf sjö í morgun og það fór rólega af stað. Það var samt töluvert af gestum en í venjulegu árferði og þegar komið er fram í miðjan desember þá er farið að draga aðeins úr aðsókn þannig að þetta fer rólega af stað. En samt, það hefur gengið vel á öllum stöðum,“ sagði Steinþór þegar hann ræddi sundlaugamál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segist ekki vita hversu margir hafi mætt í sund í Reykjavík í dag. „Það voru biðraðir í morgun við staðina en síðan hefur gengið alveg ágætlega og það er auðvitað enn í gangi skólasund og annað þannig að þau eru ekki talin inn í þessa takmörkun, grunnskólabörnin, en það hefur allt gengið vel. Það var ekki eins og var þegar við opnuðum um miðjan maí,“ segir Steinþór. Snjalllausnir koma til greina Einhverjar laugar hafa tekið upp á því að sýna á netinu í rauntíma hve margir séu ofan í lauginni. Steinþór segir hafa komið til greina að innleiða slíkt kerfi í sundlaugum Reykjavíkur. „Það er hluti af ýmsum snjalllausnum sem verið er að taka í notkun í Reykjavíkurborg. Það er ekki í sundlaugunum okkar núna eins og er og við teljum enn handvirkt ofan í laugarnar en það er ekki hægt að sjá það, ekki eins og staðan er í dag. Það geta alveg komið tímar að við getum ekki tekið við öllum. Svo er það líka þannig þegar takmörk eru að við viljum að fólk passi upp á tvo metrana og að menn hafi grímunotkun í huga. Manni fannst það í laugunum í morgun, og manni fannst það bara almennt, að grímunotkun var í gangi. Við höfum lagt áherslu á það að fólk haldi þessu bili og fólk sýni tillitssemi,“ segir Steinþór. Aukin þrif og sóttvarnir í fyrirrúmi Ekki er grímuskylda í gildi í sundlaugunum en Steinþór segir grímuskylduna orðna almenna og fólk noti grímurnar þegar það kemur inn í almenningsrými en taki þær svo niður þegar það fer inn í búningsklefa. „Það er ekki að fara með grímurnar í pottana. En ef fólk er ekki með grímur eru til sölu grímur í laugunum. Þannig að við leggjum áherslu á það að verið sé að fara eftir öllum þeim fyrirmælum sem okkur ber að fara eftir. Við erum þakklát fyrir að geta opnað og þess vegna viljum við að allir taki tillit hver til annars,“ segir hann. Hann segir að vel sé hugað að sóttvörnum inni í búningsklefum, þar sem sameiginlegir snertifletir eru margir. Þrif hafi verið aukin á öllum snertiflötum. Víðast hvar hafa hlutir einnig verið teknir úr umferð sem líklegir eru til að margir komi við, eins og hárþurrkur og aðrir sameiginlegir hlutir. Þá hafi sprittbrúsum verið komið fyrir víðs vegar um laugarsvæðin. Hægt er að hlusta á viðtali við Steinþór í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Sundlaugar Tengdar fréttir Frumflutti nýtt jólalag á bakka Vesturbæjarlaugar Lalli töframaður var með uppákomu á sundlaugarbakka Vesturbæjarlaugar í hádeginu. Í tilefni að opnun lauganna flutti hann fyrir sundlaugargesti lagið Jólasund af nýútkominni jólaplötu sinni, Gleðilega hátíð. Myndband af uppákomunni má finna hér neðar í fréttinni. 10. desember 2020 14:56 Fagnaðarfundir pottverja þegar laugarnar opnuðu á ný Miklir fagnaðarfundir urðu fyrir utan Laugardalslaugina um klukkan hálf sjö í morgun þegar fastagestir laugarinnar sneru aftur þar sem sundlaugum er nú heimilt að hafa opið á ný. 10. desember 2020 07:11 Nýjar reglur um samkomutakmarkanir tóku gildi á miðnætti Ný reglugerð Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins tók gildi á miðnætti. Nýju reglurnar gilda óvenju lengi eða í rúman mánuð, til 12. janúar á næsta ári. 10. desember 2020 06:48 Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Fleiri fréttir „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Sjá meira
Frumflutti nýtt jólalag á bakka Vesturbæjarlaugar Lalli töframaður var með uppákomu á sundlaugarbakka Vesturbæjarlaugar í hádeginu. Í tilefni að opnun lauganna flutti hann fyrir sundlaugargesti lagið Jólasund af nýútkominni jólaplötu sinni, Gleðilega hátíð. Myndband af uppákomunni má finna hér neðar í fréttinni. 10. desember 2020 14:56
Fagnaðarfundir pottverja þegar laugarnar opnuðu á ný Miklir fagnaðarfundir urðu fyrir utan Laugardalslaugina um klukkan hálf sjö í morgun þegar fastagestir laugarinnar sneru aftur þar sem sundlaugum er nú heimilt að hafa opið á ný. 10. desember 2020 07:11
Nýjar reglur um samkomutakmarkanir tóku gildi á miðnætti Ný reglugerð Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins tók gildi á miðnætti. Nýju reglurnar gilda óvenju lengi eða í rúman mánuð, til 12. janúar á næsta ári. 10. desember 2020 06:48