Innlent

Hundruð bíða í röðum eftir opnun sund­lauga

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Atli Ísleifsson skrifa
Það var líka komin röð fyrir utan Sundhöll Reykjavíkur.
Það var líka komin röð fyrir utan Sundhöll Reykjavíkur. Vísir

Sundlaugar opna nú á miðnætti eftir að hafa verið lokaðar í tæpa tvo mánuði. Sundlaugar landsins lokuðu þann 23. mars síðastliðinn og hafa margir landsmenn beðið óþreyjufullur eftir því að geta farið aftur í sund. 

Langar biðraðir af eftirvæntingarfullum sundlaugaiðkendum eru farnar að myndast fyrir utan sundlaugar höfuðborgarsvæðisins 

Því var brugðið á það ráð að opna sundlaugar í Reykjavík nú á miðnætti til að svara eftirspurn borgarbúa. „Til að mæta eftirvæntingu og eftirspurn ætlum við að opna allar laugarnar eina mínútu eftir miðnætti og hafa opið alla nóttina. Einhverjir verða þreyttir - en hreinir og glaðir - á mánudaginn,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fyrr í vikunni.

Löng röð var fyrir framan Vesturbæjarlaug fyrir miðnætti.Vísir
Löng röð myndaðist fyrir utan Sundhöll Reykjavíkur.Vísir
Löng röð er farin að myndast fyrir framan Laugardalslaug.Vísir

Tengdar fréttir

Svona verður fyrir­komu­lagið í sund­laugunum 18. maí

Sóttvarnalæknir mun leggja það til að fjöldi gesta í sundlaugum, sem ráðgert er að opni á ný eftir samkomubann nú á mánudaginn, fari fyrst um sinn ekki yfir helmingsfjölda gesta sem starfsleyfi hverrar laugar kveður á um.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.