Fótbolti

Strákarnir með Frökkum, Dönum og Rússum í riðli á EM

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslensku strákarnir tryggðu sér sæti á EM í síðasta mánuði.
Íslensku strákarnir tryggðu sér sæti á EM í síðasta mánuði. vísir/vilhelm

Ísland verður í riðli með Frakklandi, Danmörku og Rússlandi á Evrópumóti karla í fótbolta skipað leikmönnum U-21 árs og yngri.

Dregið var í riðla í höfuðstöðvum Nyon í Sviss í dag.

Ísland er í C-riðli Evrópumótsins með Frakklandi, Danmörku og Rússlandi.

Íslendingar voru einnig með Dönum í riðli á EM 2011 sem var einmitt haldið í Danmörku. Ísland vann leikinn, 3-1.

Riðlakeppnin á EM fer fram 24.-31. mars 2021. Tvö efstu liðin í hverjum riðli komast áfram í úrslitakeppnina sem verður 31. maí-6. júní 2021.

Fyrsti leikur Íslands á EM er gegn Rússlandi 25. mars. Strákarnir mæta svo Dönum 28. mars og loks Frökkum þann 31.

Riðlarnir á EM U-21 2021

A-riðill

  • Þýskaland
  • Holland
  • Rúmenía
  • Ungverjaland

B-riðill

  • Spánn
  • Ítalía
  • Tékkland
  • Slóvenía

C-riðill

  • Frakkland
  • Danmörk
  • Rússland
  • Ísland

D-riðill

  • England
  • Portúgal
  • Króatía
  • Sviss

Vísir var með beina textalýsingu frá drættinum en hana má sjá hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×