Hertar sóttvarnir hafi dregið úr bjartsýni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. desember 2020 12:21 Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis og þingmaður Framsóknarflokks. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Gert er ráð fyrir um fimmtíu og sex milljarða króna meiri halla á næsta ári en kynnt var í fjárlögum í haust. Samkvæmt breytingatillögu meirihluta fjármálanefndar nemur hann nú um 320 milljörðum króna. Önnur umræða um fjárlög fer nú fram á Alþingi og kynnti Willum Þór Þórsson, nefndarformaður breytingatillögur meirihluta nefndarinnar í morgun. „Það er ljóst að framleiðslusamdrátturinn í hagkerfinu er mikill og snöggur, eða allt að þrjú hundruð milljarða króna framleiðslutap. Mér er til efs að við höfum nokkurn tíman séð slíkan snöggan skell,“ sagði Willum á Alþingi í morgun. Í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar segir að afkoma ríkissjóðs verði neikvæð um 320 milljarða króna á næsta ári. Þegar fjárlög voru kynnt í byrjun október var gert ráð fyrir 264 milljarða króna halla og í áliti er þessi 56 milljarða króna mismunur skýrður með því að efnahagsframvindan hafi reynst heldur lakari en gert var ráð fyrir. Þá hafi verið bætt við mótvægisaðgerðir vegna faraldursins. „Og hertar sóttvarnir síðustu mánuði, frá því að frumvarpið var unnið, hafa aðeins dregið úr þeirri bjartsýni sem við leyfðum okkur að hafa í sumar,“ sagði Willum. Samkvæmt fjármálastefnu er miðað við að halli á rekstri ríkissjóðs og sveitarfélaga geti samtals numið tíu prósentum af vergri landsframleiðslu auk þess sem gert er ráð fyrir óvissusvigrúmi sem nemur þremur prósentum. Þrjú hundruð og tuttugu milljarða króna halli fer yfir tíu prósenta viðmiðið og er nú gengið á um helming óvissusvigrúmsins. Logi Einarsson, formaður Samfylkingar.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Segir loftslagsmarkmið ófjármögnuð Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun var rætt um ný loftslagsmarkmið sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hyggst kynna á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna á laugardag. Stefnt er að meiri samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda en áður. Samkvæmt tilkynningu verður farið úr núverandi markmiði um 40 prósenta samdrátt, miðað við árið 1990, í 55% samdrátt eða meira fyrir árið 2030. Logi Einarsson, formaður Samfylkingar, sagði á Alþingi í morgun að þessi áætlun væri ófjármögnuð. „Við upphaf annarrar umræðu fjárlaga í dag liggur fyrir að þessi nýju áform forsætisráðherra eru ófjármögnuð. Einungis 0,1 prósenta aukning af landsframleiðslu til umhverfismála og sannarlega ekki gert ráð fyrir þessum nýju markmiðum í fjárlögum,“ sagði Logi og spurði hvort ríkisstjórnin væri ekki heldur ósamstíga ef fjármálaráðherra væri ekki tilbúinn að fjármagna markmið forsætisráðherra. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2021 Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Sjá meira
Önnur umræða um fjárlög fer nú fram á Alþingi og kynnti Willum Þór Þórsson, nefndarformaður breytingatillögur meirihluta nefndarinnar í morgun. „Það er ljóst að framleiðslusamdrátturinn í hagkerfinu er mikill og snöggur, eða allt að þrjú hundruð milljarða króna framleiðslutap. Mér er til efs að við höfum nokkurn tíman séð slíkan snöggan skell,“ sagði Willum á Alþingi í morgun. Í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar segir að afkoma ríkissjóðs verði neikvæð um 320 milljarða króna á næsta ári. Þegar fjárlög voru kynnt í byrjun október var gert ráð fyrir 264 milljarða króna halla og í áliti er þessi 56 milljarða króna mismunur skýrður með því að efnahagsframvindan hafi reynst heldur lakari en gert var ráð fyrir. Þá hafi verið bætt við mótvægisaðgerðir vegna faraldursins. „Og hertar sóttvarnir síðustu mánuði, frá því að frumvarpið var unnið, hafa aðeins dregið úr þeirri bjartsýni sem við leyfðum okkur að hafa í sumar,“ sagði Willum. Samkvæmt fjármálastefnu er miðað við að halli á rekstri ríkissjóðs og sveitarfélaga geti samtals numið tíu prósentum af vergri landsframleiðslu auk þess sem gert er ráð fyrir óvissusvigrúmi sem nemur þremur prósentum. Þrjú hundruð og tuttugu milljarða króna halli fer yfir tíu prósenta viðmiðið og er nú gengið á um helming óvissusvigrúmsins. Logi Einarsson, formaður Samfylkingar.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Segir loftslagsmarkmið ófjármögnuð Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun var rætt um ný loftslagsmarkmið sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hyggst kynna á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna á laugardag. Stefnt er að meiri samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda en áður. Samkvæmt tilkynningu verður farið úr núverandi markmiði um 40 prósenta samdrátt, miðað við árið 1990, í 55% samdrátt eða meira fyrir árið 2030. Logi Einarsson, formaður Samfylkingar, sagði á Alþingi í morgun að þessi áætlun væri ófjármögnuð. „Við upphaf annarrar umræðu fjárlaga í dag liggur fyrir að þessi nýju áform forsætisráðherra eru ófjármögnuð. Einungis 0,1 prósenta aukning af landsframleiðslu til umhverfismála og sannarlega ekki gert ráð fyrir þessum nýju markmiðum í fjárlögum,“ sagði Logi og spurði hvort ríkisstjórnin væri ekki heldur ósamstíga ef fjármálaráðherra væri ekki tilbúinn að fjármagna markmið forsætisráðherra.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2021 Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Sjá meira