Mun færri ávísanir á sýklalyf en fjölgun í ávísunum þunglyndislyfja Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. desember 2020 11:35 Alma sagði eðlilegt að finna fyrir vanlíðan og óöryggi en benti á að nú færi að sjá fyrir endan á faraldrinum. Vísir/Vilhelm Ávísunum á sýklalyf hefur fækkað um 24% samkvæmt könnun Landlæknisembættisins á heilsu og líðan landsmanna í Covid-19 faraldrinum. Þetta má þakka persónulegum sóttvörnum sem hafa dregið úr öðrum sýkingum. Alma D. Möller landlæknir fór yfir niðurstöður nýjustu könnunarinnar á upplýsingafundi um stöðu Covid-19 faraldursins í morgun. Þeim hefur farið fækkandi sem meta andlega heilsu sína góða. Það voru 31% í september, 27% í október og 23% í nóvember. En þeim fer einnig fækkandi sem meta andlega heilsu sína slæma; 6% í september en 3% í október og nóvember. Þá fer þeim einnig fækkandi sem sofa lítið, það er að segja 6 tíma eða skemur, sem Alma sagði ánægjulegt þar sem svefn sé grunnurinn að heilsu og vellíðan. Þeim hefur einnig fækkað síðan í sumar sem þjást af einmanaleika en engar breytingar hafa orðið á streitu, samanborið við fyrstu bylgju og sama tímabil í fyrra. 8% aukning í ávísun þunglyndislyfja Um er að ræða meðaltölur en Alma segir þörf að skoða nánar ákveðna hópa. Áhrif Covid-19 faraldursins virðast til dæmis koma verr niður á konum en körlum og á aldurshópnum 18 til 34 ára. Alma sagði nokkra aukningu hafa orðið í ávísunum þunglyndislyfja en þeim hefði fjölgað um 8%. Verið væri að bregðast við með viðbótarfjárveitingu til eflingar geðheilbrigðisþjónustu og ljúka við skipun hópa sem eiga að vakta geðheilsu og lýðheilsu. Það er eðlilegt að finna fyrir vanlíðan og óöryggi í þessu ástandi, sagði Alma. Hins vegar væri útlit fyrir að nú færi að birta. Þróun og virkni bóluefna hefðu farið fram úr væntingum. Biðlaði hún til fólks um að sýna áfram samstöðu og umhyggju og aðstoða þá sem eiga erfitt. Samfélagið býr yfir seiglu; við bognum en brotnum ekki, sagði landlæknir. Þá hvatti hún fólk til að sækja sér áfram heilbrigðisþjónustu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Geðheilbrigði Lyf Tengdar fréttir Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. Alma D. Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fara yfir stöðu mála varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi ásamt Rögnvaldi Ólafssyni aðstoðaryfirlögregluþjóni. 10. desember 2020 10:26 Fjórir greindust með veiruna innanlands í gær Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrír af þeim sem greindust voru í sóttkví. 10. desember 2020 10:51 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Sjá meira
Alma D. Möller landlæknir fór yfir niðurstöður nýjustu könnunarinnar á upplýsingafundi um stöðu Covid-19 faraldursins í morgun. Þeim hefur farið fækkandi sem meta andlega heilsu sína góða. Það voru 31% í september, 27% í október og 23% í nóvember. En þeim fer einnig fækkandi sem meta andlega heilsu sína slæma; 6% í september en 3% í október og nóvember. Þá fer þeim einnig fækkandi sem sofa lítið, það er að segja 6 tíma eða skemur, sem Alma sagði ánægjulegt þar sem svefn sé grunnurinn að heilsu og vellíðan. Þeim hefur einnig fækkað síðan í sumar sem þjást af einmanaleika en engar breytingar hafa orðið á streitu, samanborið við fyrstu bylgju og sama tímabil í fyrra. 8% aukning í ávísun þunglyndislyfja Um er að ræða meðaltölur en Alma segir þörf að skoða nánar ákveðna hópa. Áhrif Covid-19 faraldursins virðast til dæmis koma verr niður á konum en körlum og á aldurshópnum 18 til 34 ára. Alma sagði nokkra aukningu hafa orðið í ávísunum þunglyndislyfja en þeim hefði fjölgað um 8%. Verið væri að bregðast við með viðbótarfjárveitingu til eflingar geðheilbrigðisþjónustu og ljúka við skipun hópa sem eiga að vakta geðheilsu og lýðheilsu. Það er eðlilegt að finna fyrir vanlíðan og óöryggi í þessu ástandi, sagði Alma. Hins vegar væri útlit fyrir að nú færi að birta. Þróun og virkni bóluefna hefðu farið fram úr væntingum. Biðlaði hún til fólks um að sýna áfram samstöðu og umhyggju og aðstoða þá sem eiga erfitt. Samfélagið býr yfir seiglu; við bognum en brotnum ekki, sagði landlæknir. Þá hvatti hún fólk til að sækja sér áfram heilbrigðisþjónustu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Geðheilbrigði Lyf Tengdar fréttir Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. Alma D. Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fara yfir stöðu mála varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi ásamt Rögnvaldi Ólafssyni aðstoðaryfirlögregluþjóni. 10. desember 2020 10:26 Fjórir greindust með veiruna innanlands í gær Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrír af þeim sem greindust voru í sóttkví. 10. desember 2020 10:51 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Sjá meira
Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. Alma D. Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fara yfir stöðu mála varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi ásamt Rögnvaldi Ólafssyni aðstoðaryfirlögregluþjóni. 10. desember 2020 10:26
Fjórir greindust með veiruna innanlands í gær Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrír af þeim sem greindust voru í sóttkví. 10. desember 2020 10:51