Mun færri ávísanir á sýklalyf en fjölgun í ávísunum þunglyndislyfja Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. desember 2020 11:35 Alma sagði eðlilegt að finna fyrir vanlíðan og óöryggi en benti á að nú færi að sjá fyrir endan á faraldrinum. Vísir/Vilhelm Ávísunum á sýklalyf hefur fækkað um 24% samkvæmt könnun Landlæknisembættisins á heilsu og líðan landsmanna í Covid-19 faraldrinum. Þetta má þakka persónulegum sóttvörnum sem hafa dregið úr öðrum sýkingum. Alma D. Möller landlæknir fór yfir niðurstöður nýjustu könnunarinnar á upplýsingafundi um stöðu Covid-19 faraldursins í morgun. Þeim hefur farið fækkandi sem meta andlega heilsu sína góða. Það voru 31% í september, 27% í október og 23% í nóvember. En þeim fer einnig fækkandi sem meta andlega heilsu sína slæma; 6% í september en 3% í október og nóvember. Þá fer þeim einnig fækkandi sem sofa lítið, það er að segja 6 tíma eða skemur, sem Alma sagði ánægjulegt þar sem svefn sé grunnurinn að heilsu og vellíðan. Þeim hefur einnig fækkað síðan í sumar sem þjást af einmanaleika en engar breytingar hafa orðið á streitu, samanborið við fyrstu bylgju og sama tímabil í fyrra. 8% aukning í ávísun þunglyndislyfja Um er að ræða meðaltölur en Alma segir þörf að skoða nánar ákveðna hópa. Áhrif Covid-19 faraldursins virðast til dæmis koma verr niður á konum en körlum og á aldurshópnum 18 til 34 ára. Alma sagði nokkra aukningu hafa orðið í ávísunum þunglyndislyfja en þeim hefði fjölgað um 8%. Verið væri að bregðast við með viðbótarfjárveitingu til eflingar geðheilbrigðisþjónustu og ljúka við skipun hópa sem eiga að vakta geðheilsu og lýðheilsu. Það er eðlilegt að finna fyrir vanlíðan og óöryggi í þessu ástandi, sagði Alma. Hins vegar væri útlit fyrir að nú færi að birta. Þróun og virkni bóluefna hefðu farið fram úr væntingum. Biðlaði hún til fólks um að sýna áfram samstöðu og umhyggju og aðstoða þá sem eiga erfitt. Samfélagið býr yfir seiglu; við bognum en brotnum ekki, sagði landlæknir. Þá hvatti hún fólk til að sækja sér áfram heilbrigðisþjónustu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Geðheilbrigði Lyf Tengdar fréttir Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. Alma D. Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fara yfir stöðu mála varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi ásamt Rögnvaldi Ólafssyni aðstoðaryfirlögregluþjóni. 10. desember 2020 10:26 Fjórir greindust með veiruna innanlands í gær Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrír af þeim sem greindust voru í sóttkví. 10. desember 2020 10:51 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Sjá meira
Alma D. Möller landlæknir fór yfir niðurstöður nýjustu könnunarinnar á upplýsingafundi um stöðu Covid-19 faraldursins í morgun. Þeim hefur farið fækkandi sem meta andlega heilsu sína góða. Það voru 31% í september, 27% í október og 23% í nóvember. En þeim fer einnig fækkandi sem meta andlega heilsu sína slæma; 6% í september en 3% í október og nóvember. Þá fer þeim einnig fækkandi sem sofa lítið, það er að segja 6 tíma eða skemur, sem Alma sagði ánægjulegt þar sem svefn sé grunnurinn að heilsu og vellíðan. Þeim hefur einnig fækkað síðan í sumar sem þjást af einmanaleika en engar breytingar hafa orðið á streitu, samanborið við fyrstu bylgju og sama tímabil í fyrra. 8% aukning í ávísun þunglyndislyfja Um er að ræða meðaltölur en Alma segir þörf að skoða nánar ákveðna hópa. Áhrif Covid-19 faraldursins virðast til dæmis koma verr niður á konum en körlum og á aldurshópnum 18 til 34 ára. Alma sagði nokkra aukningu hafa orðið í ávísunum þunglyndislyfja en þeim hefði fjölgað um 8%. Verið væri að bregðast við með viðbótarfjárveitingu til eflingar geðheilbrigðisþjónustu og ljúka við skipun hópa sem eiga að vakta geðheilsu og lýðheilsu. Það er eðlilegt að finna fyrir vanlíðan og óöryggi í þessu ástandi, sagði Alma. Hins vegar væri útlit fyrir að nú færi að birta. Þróun og virkni bóluefna hefðu farið fram úr væntingum. Biðlaði hún til fólks um að sýna áfram samstöðu og umhyggju og aðstoða þá sem eiga erfitt. Samfélagið býr yfir seiglu; við bognum en brotnum ekki, sagði landlæknir. Þá hvatti hún fólk til að sækja sér áfram heilbrigðisþjónustu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Geðheilbrigði Lyf Tengdar fréttir Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. Alma D. Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fara yfir stöðu mála varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi ásamt Rögnvaldi Ólafssyni aðstoðaryfirlögregluþjóni. 10. desember 2020 10:26 Fjórir greindust með veiruna innanlands í gær Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrír af þeim sem greindust voru í sóttkví. 10. desember 2020 10:51 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Sjá meira
Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. Alma D. Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fara yfir stöðu mála varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi ásamt Rögnvaldi Ólafssyni aðstoðaryfirlögregluþjóni. 10. desember 2020 10:26
Fjórir greindust með veiruna innanlands í gær Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrír af þeim sem greindust voru í sóttkví. 10. desember 2020 10:51