Innlent

Bein útsending: Matvælastefna Íslands kynnt

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tekur fyrst til máls í dag.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tekur fyrst til máls í dag. Vísir/Vilhelm

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra efna til kynningar á Matvælastefnu Íslands til ársins 2030. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Í fyrsta sinn hefur verið búin til matvælastefna fyrir Ísland, en markmið hennar er að tryggja aðgengi að góðum mat, auka heilbrigði þjóðarinnar í sátt við umhverfi og náttúru og leggja grunninn að meiri verðmætasköpun í matvælaframleiðslu hér á landi. 

Við mótun matvælastefnunnar voru fimm lykilþættir hafðir að leiðarljósi: Verðmætasköpun, neytendur, ásýnd og öryggi, umhverfið og lýðheilsa. Í matvælastefnunni er einnig sett fram aðgerðabundin áætlun sem miðar að því að mæta áskorunum framtíðarinnar.

Dagskrá:

Ávarp Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra

Ávarp Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra

Kynning á Matvælastefnu Vala Pálsdóttir, formaður verkefnastjórnar Matvælastefnu

Kynning á aðgerðaráætlun, Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra

Örerindi:

Ólafur Elínarson, sviðsstjóri markaðsrannsókna hjá Gallup

Herdís Magna Gunnarsdóttir, formaður Landsambands Kúabænda

Gísli Matthías Auðunsson, matreiðslumaður og eigandi Slippsins í Vestmannaeyjum

Anna Kristín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri nýsköpunar og þróunar hjá Marel

Þóra Þórisdóttir, eigandi Matarbúðarinnar Nándarinnar



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×