Aukið eftirlit með komufarþegum um hátíðirnar Birgir Olgeirsson skrifar 9. desember 2020 12:01 Frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Vísir/Vilhelm Icelandair mun tvöfalda flugáætlun sína í aðdraganda jólanna til að koma Íslendingum heim. Lögreglan mun auka eftirlit með komufarþegum til að tryggja að þeir fari eftir fyrirmælum um sóttkví. Icelandair hefur undanfarið verið með um 7 til 10 ferðir til landsins á viku. Ferðirnar verða um 20 þegar mest lætur fyrir jól og í janúar. „Í ferðum talið er þetta allavega tvöföldun á viku sem við ætlum að fljúga í kringum hátíðirnar til að koma fólki heim og aftur út. Þannig að það verður töluverð aukning á þessum tíma,“ segir Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair. Miklar sóttvarnir verða um borð og grímuskylda um borð. Öllum fyrirmælum yfirvalda verður fylgt. Áfangastaðirnir miðast við það hvar Íslendingar eru flestir. „Það er London og borgirnar í Skandinavíu. Það er meira til Boston til að koma Íslendingum sem búa í Bandaríkjunum til Íslands. Og síðan aðeins til Þýskalands til að svara eftirspurn þar.“ Mikla áhyggjur eru af fjölda komufarþega til Íslands yfir jólin frá svæðum þar sem veiran er á mikilli siglingu. Farþegarnir geta valið á milli tvöfaldrar skimunar og fimm daga sóttkví eða fjórtán daga sóttkví. Farþegar sem ætla að njóta jólanna í faðmi fjölskyldu og vina án þess að vera í sóttkví þurfa að vera komnir til Íslands fyrir átjánda desember. Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir að aukið eftirlit verði með komufarþegum yfir jólin. Bætt verður í upplýsingagjöf til farþega. „Farþegar munu fá fleiri skilaboð en áður. Svo verður fylgt eftir tilfellum þar sem fólk skilar sér ekki í seinni sýnatöku. Líka ef það koma ábendingar um að eitthvað sé ekki í lagi, þá er því líka fylgt eftir,“ segir Rögnvaldur Ólafsson. Farþegar verða til að mynda minntir á að þeir gætu vel veikst þó þeir þeir hafi ekki greinst með veiruna í fyrri sýnatöku á landamærunum. „Margir hafa tekið það sem þeir séu stikkfríir. En það verður minnt á að fólk sé ennþá í sóttkví þó það hafi fengið neikvætt úr fyrri skimun. Síðan eftir seinni sýnatökuna verður minnt á að fólk fylgist vel með sínum einkennum. Því það er mögulegt að það veikist eftir þessa fimm daga,“ segir Rögnvaldur Ólafsson. Hafa almannavarnir hvatt fólk til að halda öllum hittingum í lágmarki yfir aðventuna til að varna því að ný bylgja fari af stað í janúar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Samkomubann á Íslandi Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Sjá meira
Icelandair hefur undanfarið verið með um 7 til 10 ferðir til landsins á viku. Ferðirnar verða um 20 þegar mest lætur fyrir jól og í janúar. „Í ferðum talið er þetta allavega tvöföldun á viku sem við ætlum að fljúga í kringum hátíðirnar til að koma fólki heim og aftur út. Þannig að það verður töluverð aukning á þessum tíma,“ segir Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair. Miklar sóttvarnir verða um borð og grímuskylda um borð. Öllum fyrirmælum yfirvalda verður fylgt. Áfangastaðirnir miðast við það hvar Íslendingar eru flestir. „Það er London og borgirnar í Skandinavíu. Það er meira til Boston til að koma Íslendingum sem búa í Bandaríkjunum til Íslands. Og síðan aðeins til Þýskalands til að svara eftirspurn þar.“ Mikla áhyggjur eru af fjölda komufarþega til Íslands yfir jólin frá svæðum þar sem veiran er á mikilli siglingu. Farþegarnir geta valið á milli tvöfaldrar skimunar og fimm daga sóttkví eða fjórtán daga sóttkví. Farþegar sem ætla að njóta jólanna í faðmi fjölskyldu og vina án þess að vera í sóttkví þurfa að vera komnir til Íslands fyrir átjánda desember. Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir að aukið eftirlit verði með komufarþegum yfir jólin. Bætt verður í upplýsingagjöf til farþega. „Farþegar munu fá fleiri skilaboð en áður. Svo verður fylgt eftir tilfellum þar sem fólk skilar sér ekki í seinni sýnatöku. Líka ef það koma ábendingar um að eitthvað sé ekki í lagi, þá er því líka fylgt eftir,“ segir Rögnvaldur Ólafsson. Farþegar verða til að mynda minntir á að þeir gætu vel veikst þó þeir þeir hafi ekki greinst með veiruna í fyrri sýnatöku á landamærunum. „Margir hafa tekið það sem þeir séu stikkfríir. En það verður minnt á að fólk sé ennþá í sóttkví þó það hafi fengið neikvætt úr fyrri skimun. Síðan eftir seinni sýnatökuna verður minnt á að fólk fylgist vel með sínum einkennum. Því það er mögulegt að það veikist eftir þessa fimm daga,“ segir Rögnvaldur Ólafsson. Hafa almannavarnir hvatt fólk til að halda öllum hittingum í lágmarki yfir aðventuna til að varna því að ný bylgja fari af stað í janúar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Samkomubann á Íslandi Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Sjá meira