Fótbolti

Ís­lendingarnir í OB ekki með kórónu­veiruna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sveinn fagnar jöfnunarmarkinu gegn Álaborg um síðustu helgi.
Sveinn fagnar jöfnunarmarkinu gegn Álaborg um síðustu helgi. Lars Ronbog/Getty

Sveinn Aron Guðjohnsen og Aron Elís Þrándarson, leikmaður OB í danska boltanum, eru ekki með kórónuveiruna. Þetta staðfesti félagið á vef sínum í morgun.

Mads Frøkjær, samherji Sveins og Arons, greindist með kórónuveiruna í gærmorgun en allir leikmenn voru sendir í sóttkví á mánudaginn eftir að grunur kom upp um smit.

Allir leikmenn liðsins fóru í prófanir á mánudaginn og voru allir neikvæðir, ef undan er skilinn Mads. Þeir voru svo aftur prófaðir í gær og þar var enginn jákvæður.

Aron og Sveinn eru því í leikmannahópi OB sem mætir C-deildarliðinu Nykøbing FC í danska bikarnum á útivelli í 16-liða úrslitum bikarsins í kvöld.

„Við viljum gjarnan komast langt í bikarnum og það mun sýna sig í byrjunarliðinu,“ sagði Jacob Michaelsen, þjálfari OB, í samtali við fyens.dk.

Sveinn skoraði sitt fyrsta mark fyrir Odense um síðustu helgi er liðið hafði betur gegn Álaborg, 2-1, á heimavelli. Sveinn skoraði fyrra mark liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×