Fimm þúsund Íslendingar vilja riffil í jólagjöf Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. desember 2020 16:03 Versluninni hafa borist ábendingar um að notkun jólasveinamyndarinnar sé ekki við hæfi og tillit verður tekið til þeirrar gagnrýni. „Hann fékk aðeins meiri athygli en ég bjóst við,“ segir Guðjón Agnarsson, einn eigenda Byssusmiðju Agnars, um Facebook-leik sem verslunin stendur fyrir nú fyrir jól og hefur vakið mikla athygli. Fjöldi fólks hefur meldað sig til þátttöku í leiknum og þá leið örstutt stund frá því leikurinn var settur í loftið og þar til óprúttnir aðilar höfðu stofnað eftirhermusíðu til að falast eftir upplýsingum frá fólki. Leikurinn er vafalaust umdeildur en með því að setja „like“ við Facebook-síðu Byssusmiðju Agnars og deila færslunni um leikinn, er hægt að komast í lukkupott. Á Þorláksmessu verður sigurvegari dreginn úr pottinum en verðlaunin eru Mossberg ATR riffill. Leikurinn er auglýstur undir mynd af vígabúnum jólasvein og spurningin vaknar: Hefur Guðjón ekki fengið einhver viðbrögð við myndskreytingunni? „Jú, við erum búnir að fá nokkrar ábendingar um jólasveininn, að þetta sé ekki viðeigandi,“ svarar hann og segist taka gagnrýninni fagnandi, enda læri maður ekki nema vera upplýstur. „Við ætluðum að vera með auglýsingar þegar jólasveinarnir kæmu í bæinn en þetta er búið að breyta því,“ bætir hann við. Undarleg vertíð Það var faðir Guðjóns, Agnar Guðjónsson, sem stofnaði fyrirtækið árið 1986 en Guðjón kom seinna inn í reksturinn. Hann segir þá feðga nýja í samfélagsmiðlaauglýsingum og því hafi þeir ekki getað ímyndað sér að leikurinn myndi vekja jafn mikil viðbrögð og raun ber vitni. Þeim sem hafa sett „like“ við síðuna þeirra hefur fjölgað um 3 þúsund og um 5 þúsund manns hafa deilt leikjafærslunni. Þá hafa 163 þúsund séð auglýsinguna birtast í Facebook-flaumnum og 25 þúsund smellt á hana. En þá er bara eftir að spyrja: Hvernig hefur Covid-19 faraldurinn leikið skotvopnabransann? „Vertíðin er búin að vera mjög „öðruvísi,“ segir Guðjón. „Þeir sem áður voru að kaupa 200 skot eru kannski að kaupa 25 skot. Og það hafa öll innisvæði verið lokuð þannig að öll sala á minni kalíberum hefur dregist saman. Hljóðið í hinum búðunum er eins; þetta er búin að vera undarlegasta vertíð sem allir muna eftir. En þótt að sé minna að gera þá er maður bara þakklátur fyrir heilsuna.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skotveiði Samfélagsmiðlar Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Það sé beinlýnis villandi að benda á olíufélögin Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Sjá meira
Fjöldi fólks hefur meldað sig til þátttöku í leiknum og þá leið örstutt stund frá því leikurinn var settur í loftið og þar til óprúttnir aðilar höfðu stofnað eftirhermusíðu til að falast eftir upplýsingum frá fólki. Leikurinn er vafalaust umdeildur en með því að setja „like“ við Facebook-síðu Byssusmiðju Agnars og deila færslunni um leikinn, er hægt að komast í lukkupott. Á Þorláksmessu verður sigurvegari dreginn úr pottinum en verðlaunin eru Mossberg ATR riffill. Leikurinn er auglýstur undir mynd af vígabúnum jólasvein og spurningin vaknar: Hefur Guðjón ekki fengið einhver viðbrögð við myndskreytingunni? „Jú, við erum búnir að fá nokkrar ábendingar um jólasveininn, að þetta sé ekki viðeigandi,“ svarar hann og segist taka gagnrýninni fagnandi, enda læri maður ekki nema vera upplýstur. „Við ætluðum að vera með auglýsingar þegar jólasveinarnir kæmu í bæinn en þetta er búið að breyta því,“ bætir hann við. Undarleg vertíð Það var faðir Guðjóns, Agnar Guðjónsson, sem stofnaði fyrirtækið árið 1986 en Guðjón kom seinna inn í reksturinn. Hann segir þá feðga nýja í samfélagsmiðlaauglýsingum og því hafi þeir ekki getað ímyndað sér að leikurinn myndi vekja jafn mikil viðbrögð og raun ber vitni. Þeim sem hafa sett „like“ við síðuna þeirra hefur fjölgað um 3 þúsund og um 5 þúsund manns hafa deilt leikjafærslunni. Þá hafa 163 þúsund séð auglýsinguna birtast í Facebook-flaumnum og 25 þúsund smellt á hana. En þá er bara eftir að spyrja: Hvernig hefur Covid-19 faraldurinn leikið skotvopnabransann? „Vertíðin er búin að vera mjög „öðruvísi,“ segir Guðjón. „Þeir sem áður voru að kaupa 200 skot eru kannski að kaupa 25 skot. Og það hafa öll innisvæði verið lokuð þannig að öll sala á minni kalíberum hefur dregist saman. Hljóðið í hinum búðunum er eins; þetta er búin að vera undarlegasta vertíð sem allir muna eftir. En þótt að sé minna að gera þá er maður bara þakklátur fyrir heilsuna.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skotveiði Samfélagsmiðlar Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Það sé beinlýnis villandi að benda á olíufélögin Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Sjá meira