Fimm þúsund Íslendingar vilja riffil í jólagjöf Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. desember 2020 16:03 Versluninni hafa borist ábendingar um að notkun jólasveinamyndarinnar sé ekki við hæfi og tillit verður tekið til þeirrar gagnrýni. „Hann fékk aðeins meiri athygli en ég bjóst við,“ segir Guðjón Agnarsson, einn eigenda Byssusmiðju Agnars, um Facebook-leik sem verslunin stendur fyrir nú fyrir jól og hefur vakið mikla athygli. Fjöldi fólks hefur meldað sig til þátttöku í leiknum og þá leið örstutt stund frá því leikurinn var settur í loftið og þar til óprúttnir aðilar höfðu stofnað eftirhermusíðu til að falast eftir upplýsingum frá fólki. Leikurinn er vafalaust umdeildur en með því að setja „like“ við Facebook-síðu Byssusmiðju Agnars og deila færslunni um leikinn, er hægt að komast í lukkupott. Á Þorláksmessu verður sigurvegari dreginn úr pottinum en verðlaunin eru Mossberg ATR riffill. Leikurinn er auglýstur undir mynd af vígabúnum jólasvein og spurningin vaknar: Hefur Guðjón ekki fengið einhver viðbrögð við myndskreytingunni? „Jú, við erum búnir að fá nokkrar ábendingar um jólasveininn, að þetta sé ekki viðeigandi,“ svarar hann og segist taka gagnrýninni fagnandi, enda læri maður ekki nema vera upplýstur. „Við ætluðum að vera með auglýsingar þegar jólasveinarnir kæmu í bæinn en þetta er búið að breyta því,“ bætir hann við. Undarleg vertíð Það var faðir Guðjóns, Agnar Guðjónsson, sem stofnaði fyrirtækið árið 1986 en Guðjón kom seinna inn í reksturinn. Hann segir þá feðga nýja í samfélagsmiðlaauglýsingum og því hafi þeir ekki getað ímyndað sér að leikurinn myndi vekja jafn mikil viðbrögð og raun ber vitni. Þeim sem hafa sett „like“ við síðuna þeirra hefur fjölgað um 3 þúsund og um 5 þúsund manns hafa deilt leikjafærslunni. Þá hafa 163 þúsund séð auglýsinguna birtast í Facebook-flaumnum og 25 þúsund smellt á hana. En þá er bara eftir að spyrja: Hvernig hefur Covid-19 faraldurinn leikið skotvopnabransann? „Vertíðin er búin að vera mjög „öðruvísi,“ segir Guðjón. „Þeir sem áður voru að kaupa 200 skot eru kannski að kaupa 25 skot. Og það hafa öll innisvæði verið lokuð þannig að öll sala á minni kalíberum hefur dregist saman. Hljóðið í hinum búðunum er eins; þetta er búin að vera undarlegasta vertíð sem allir muna eftir. En þótt að sé minna að gera þá er maður bara þakklátur fyrir heilsuna.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skotveiði Samfélagsmiðlar Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Sjá meira
Fjöldi fólks hefur meldað sig til þátttöku í leiknum og þá leið örstutt stund frá því leikurinn var settur í loftið og þar til óprúttnir aðilar höfðu stofnað eftirhermusíðu til að falast eftir upplýsingum frá fólki. Leikurinn er vafalaust umdeildur en með því að setja „like“ við Facebook-síðu Byssusmiðju Agnars og deila færslunni um leikinn, er hægt að komast í lukkupott. Á Þorláksmessu verður sigurvegari dreginn úr pottinum en verðlaunin eru Mossberg ATR riffill. Leikurinn er auglýstur undir mynd af vígabúnum jólasvein og spurningin vaknar: Hefur Guðjón ekki fengið einhver viðbrögð við myndskreytingunni? „Jú, við erum búnir að fá nokkrar ábendingar um jólasveininn, að þetta sé ekki viðeigandi,“ svarar hann og segist taka gagnrýninni fagnandi, enda læri maður ekki nema vera upplýstur. „Við ætluðum að vera með auglýsingar þegar jólasveinarnir kæmu í bæinn en þetta er búið að breyta því,“ bætir hann við. Undarleg vertíð Það var faðir Guðjóns, Agnar Guðjónsson, sem stofnaði fyrirtækið árið 1986 en Guðjón kom seinna inn í reksturinn. Hann segir þá feðga nýja í samfélagsmiðlaauglýsingum og því hafi þeir ekki getað ímyndað sér að leikurinn myndi vekja jafn mikil viðbrögð og raun ber vitni. Þeim sem hafa sett „like“ við síðuna þeirra hefur fjölgað um 3 þúsund og um 5 þúsund manns hafa deilt leikjafærslunni. Þá hafa 163 þúsund séð auglýsinguna birtast í Facebook-flaumnum og 25 þúsund smellt á hana. En þá er bara eftir að spyrja: Hvernig hefur Covid-19 faraldurinn leikið skotvopnabransann? „Vertíðin er búin að vera mjög „öðruvísi,“ segir Guðjón. „Þeir sem áður voru að kaupa 200 skot eru kannski að kaupa 25 skot. Og það hafa öll innisvæði verið lokuð þannig að öll sala á minni kalíberum hefur dregist saman. Hljóðið í hinum búðunum er eins; þetta er búin að vera undarlegasta vertíð sem allir muna eftir. En þótt að sé minna að gera þá er maður bara þakklátur fyrir heilsuna.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skotveiði Samfélagsmiðlar Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Sjá meira