Margir vonuðust eflaust eftir 20 manna fjöldamörkum Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. desember 2020 13:01 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fyrir utan Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra segir að margir hefðu eflaust viljað að fjöldamörk samkomubanns yrðu hækkuð í tuttugu manns með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Faraldurinn sé hins vegar á viðkvæmum stað og stíga þurfi varfærin skref. Samkomubann verður áfram miðað við tíu manns til 12. janúar. Áfram gildir tveggja metra regla en heimilt verður að opna sundlaugar. Helstu breytingar á sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag má finna hér. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var spurð að því að lokinni kynningu á nýjum sóttvarnareglum í dag hvort hún teldi ekki að tíu manna samkomubann yrðu umdeilt. Heldurðu ekki að margir hefðu viljað sjá fjöldamörk hækkuð upp í 20? „Jú, ég hugsa það, að margir hefðu viljað sjá það,“ sagði Svandís. „En þarna erum við í raun og veru að tala um þær samkomur sem eru á vegum einkaaðila eða á vegum okkar sjálfra. Þannig að við verðum að passa okkur að hafa búbbluna okkar ekki stærri en þetta.“ Þá benti Svandís á að gert yrði ráð fyrir umtalsverðum tilslökunum í verslun en öllum verslunum verður heimilt að taka við fimm viðskiptavinum á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns í einu. „Sem skiptir mjög miklu máli á þessum árstíma og við treystum þeim sem reka verslanir til þess að tryggja sóttvarnir, fjarlægð og sprittun þar. Það sama gildir um önnur atriði sem ég er búin að fara yfir.“ Einnig yrði veitingastöðum heimilt að taka við allt að fimmtán viðskiptavinum í einu. „Og með því að vera með heimild til að hafa opið til 10, þó að ekki sé tekið við nýjum gestum eftir klukkan níu, þá gætu veitingastaðirnir tekið í raun og veru tvö holl í gegn hjá sér. Það er atvinnurekstur sem líka þarf, og hefur, borið mikla ábyrgð á að tryggja fjarlægð og sóttvarnir,“ sagði Svandís. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Áfram tíu manna samkomubann en sundlaugar opnaðar Samkomubann mun áfram miðast við tíu manns til 12. janúar með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Allar verslanir munu þó geta tekið við fimm manns á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns, og þá verða sundlaugar opnaðar. 8. desember 2020 11:50 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Sjá meira
Samkomubann verður áfram miðað við tíu manns til 12. janúar. Áfram gildir tveggja metra regla en heimilt verður að opna sundlaugar. Helstu breytingar á sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag má finna hér. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var spurð að því að lokinni kynningu á nýjum sóttvarnareglum í dag hvort hún teldi ekki að tíu manna samkomubann yrðu umdeilt. Heldurðu ekki að margir hefðu viljað sjá fjöldamörk hækkuð upp í 20? „Jú, ég hugsa það, að margir hefðu viljað sjá það,“ sagði Svandís. „En þarna erum við í raun og veru að tala um þær samkomur sem eru á vegum einkaaðila eða á vegum okkar sjálfra. Þannig að við verðum að passa okkur að hafa búbbluna okkar ekki stærri en þetta.“ Þá benti Svandís á að gert yrði ráð fyrir umtalsverðum tilslökunum í verslun en öllum verslunum verður heimilt að taka við fimm viðskiptavinum á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns í einu. „Sem skiptir mjög miklu máli á þessum árstíma og við treystum þeim sem reka verslanir til þess að tryggja sóttvarnir, fjarlægð og sprittun þar. Það sama gildir um önnur atriði sem ég er búin að fara yfir.“ Einnig yrði veitingastöðum heimilt að taka við allt að fimmtán viðskiptavinum í einu. „Og með því að vera með heimild til að hafa opið til 10, þó að ekki sé tekið við nýjum gestum eftir klukkan níu, þá gætu veitingastaðirnir tekið í raun og veru tvö holl í gegn hjá sér. Það er atvinnurekstur sem líka þarf, og hefur, borið mikla ábyrgð á að tryggja fjarlægð og sóttvarnir,“ sagði Svandís.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Áfram tíu manna samkomubann en sundlaugar opnaðar Samkomubann mun áfram miðast við tíu manns til 12. janúar með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Allar verslanir munu þó geta tekið við fimm manns á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns, og þá verða sundlaugar opnaðar. 8. desember 2020 11:50 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Sjá meira
Áfram tíu manna samkomubann en sundlaugar opnaðar Samkomubann mun áfram miðast við tíu manns til 12. janúar með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Allar verslanir munu þó geta tekið við fimm manns á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns, og þá verða sundlaugar opnaðar. 8. desember 2020 11:50