Knut Løkse Nilssen, blaðamaður Folkebladet í Noregi, vandar Lars Lagerbäck ekki kveðjurnar í pistli sínum sem hann birti á vef Folkebladet í gær.
Lars var á dögunum rekinn frá norska landsliðinu eftir að hafa mistekist að komast liðinu á EM 2021. Við honum tók Ståle Solbakken, Norðmaður, og því fagna Norðmenn.
„Lars Lagerbäck hefur fengið sparkið sem landsliðsþjálfari Noregs. Í stað þess að halda áfram með sænsku risaeðluna ákvað norska sambandið að fá inn Ståle Solbakken sem ferskt blóð,“ skrifaði Knut Lokse Nilssen í Folkebladet.
„Að sambandið ákveði að skipta út risaeðlunni Lagerbäck er mjög skiljanlegt. Sá sænski hefur lyft upp norska landsliðinu en ákvarðanir í stórum leikjum voru líklega það sem fældi risaeðluna frá.“
Leikmannaval Lars í Noregi var umtalað og leikmenn sem spiluðu lítið í félagsliðum sínum höfðu klippikort, eins og Knut kallar það, í landsliðinu.
„Margir, þar á meðal undirritaður, hefur verið hissa á því að félagslausir leikmenn og gamlingjar á bekknum hafi ítrekað fengið að nota klippikort sitt í liðinu á meðan ungir leikmenn sem spili reglulega eru látnir sitja á bekknum.“
Lars lenti m.a. upp á kant við framherjann Alexander Sørloth og Knut var sammála framherjanum að margar ákvarðanir Svíans hafi verið undarlegar. Hann segir pressuna þó vera á Ståle Solbakken.
„Risaeðlustíll Lagerbäck var á endanum of mikið fyrir [Alexander] Sørloth og fyrir toppana í norska knattspyrnusambandinu. Það er enginn hissa á því að norska sambandið, sem áður hefur verið á eftir Ståle, fannst að sá tími var kominn.“
„Væntingarnir eru háar varðandi nýjan landsliðsþjálfara. Og það eina sem gildir er miði á stórmót. Svo er bara að hann falli ekki líka í risaeðlugildru,“ sagði Knut.