Gunnhildur Yrsa nú „í eigu“ liðs í Kansas City Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. desember 2020 10:31 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er orðinn leikmaður Kansas City eftir að Utah Royals seldi allt sitt þar á meðal leikmannasamningana. Vísir/Vilhelm Íslandsvinurinn Brittany Matthews á hlut í fótboltafélagi sem hefur eignast leikmannasamninga Utah Royals liðsins í bandarísku kvennadeildinni í fótbolta. Kansas City, sem er nýtt lið í NWSL-deildinni, tók í gær yfir alla leikmannasamninga Utah Royals. Meðal þeirra er samningur íslensku landsliðskonunnar Gunnhildur Yrsu Jónsdóttur. Gunnhildur Yrsa hefur verið leikmaður Utah Royals FC frá 2018 en hún var lánuð til Vals í Pepsi Max deild kvenna í sumar. Brittany Matthews er einn af eigendum nýja knattspyrnuliðs Kansas City sem tóku yfir leikmannasamninga Utah Royals. Matthews er líkamsræktarfrömuður og kærasta NFL-súperstjörnunnar Patrick Mahomes, Utah Royals var undir Utah Soccer eignarfélaginu sem á einnig karlaliðið Real Salt Lake. Eftir að rannsókn fór í gang á kynferðislegu áreiti og kynjamismunun innan Utah Royals þá ákváðu eigendurnir að selja félagið og eignir þess. The #NWSL announced the Utah Royals are moving to Kansas City after being sold to a majority-female ownership group. https://t.co/lFCIV2IURd pic.twitter.com/dwmHMDkJPm— Yahoo Soccer (@FCYahoo) December 7, 2020 Gunnhildur Yrsa hefur því verið „send“ til Kansas City og spilar að öllum líkindum með því liði á næstu leiktíð. Það er hefð fyrir kvennafótbolta í Kansas City því FC Kansas City vann tvo meistaratitla í röð, 2014 og 2015, áður en það selt til Minnesota. Brittany Matthews spilaði háskólafótbolta með University of Texas-Tyler og þá lék hún einnig eitt tímabil með Aftureldingu á Íslandi. Matthews er nú ófrísk af fyrsta barni hennar og Patrick Mahomes. Patrick Mahomes er leiksjórnandi NFL-meistara Kansas City Chiefs og var valinn besti leikmaður deildarinnar 2018-tímabilið. Hann gerði nýverið langan risasamning við félagið. Mahomes er af flestum talinn vera besti leikmaður NFL-deildarinnar í dag og lið hans er líklegt til að verja titilinn í NFL-deildinni í ár. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Mahomes eða kærasta hans kaupa sig inn í íþróttafélag því hann hefur einnig eignast hlut í hafnaboltafélaginu Kansas City Royals sem spila í MLB-deildinni. Majority-women ownership group, including Brittany Matthews will bring NWSL team back to one of the country s great soccer communities. @brittanylynne8 + @KCWOSO KC pic.twitter.com/hTPhBGKKhB— 1UP Sports Marketing (@1UPSportsMKTG) December 7, 2020 Fótbolti Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira
Kansas City, sem er nýtt lið í NWSL-deildinni, tók í gær yfir alla leikmannasamninga Utah Royals. Meðal þeirra er samningur íslensku landsliðskonunnar Gunnhildur Yrsu Jónsdóttur. Gunnhildur Yrsa hefur verið leikmaður Utah Royals FC frá 2018 en hún var lánuð til Vals í Pepsi Max deild kvenna í sumar. Brittany Matthews er einn af eigendum nýja knattspyrnuliðs Kansas City sem tóku yfir leikmannasamninga Utah Royals. Matthews er líkamsræktarfrömuður og kærasta NFL-súperstjörnunnar Patrick Mahomes, Utah Royals var undir Utah Soccer eignarfélaginu sem á einnig karlaliðið Real Salt Lake. Eftir að rannsókn fór í gang á kynferðislegu áreiti og kynjamismunun innan Utah Royals þá ákváðu eigendurnir að selja félagið og eignir þess. The #NWSL announced the Utah Royals are moving to Kansas City after being sold to a majority-female ownership group. https://t.co/lFCIV2IURd pic.twitter.com/dwmHMDkJPm— Yahoo Soccer (@FCYahoo) December 7, 2020 Gunnhildur Yrsa hefur því verið „send“ til Kansas City og spilar að öllum líkindum með því liði á næstu leiktíð. Það er hefð fyrir kvennafótbolta í Kansas City því FC Kansas City vann tvo meistaratitla í röð, 2014 og 2015, áður en það selt til Minnesota. Brittany Matthews spilaði háskólafótbolta með University of Texas-Tyler og þá lék hún einnig eitt tímabil með Aftureldingu á Íslandi. Matthews er nú ófrísk af fyrsta barni hennar og Patrick Mahomes. Patrick Mahomes er leiksjórnandi NFL-meistara Kansas City Chiefs og var valinn besti leikmaður deildarinnar 2018-tímabilið. Hann gerði nýverið langan risasamning við félagið. Mahomes er af flestum talinn vera besti leikmaður NFL-deildarinnar í dag og lið hans er líklegt til að verja titilinn í NFL-deildinni í ár. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Mahomes eða kærasta hans kaupa sig inn í íþróttafélag því hann hefur einnig eignast hlut í hafnaboltafélaginu Kansas City Royals sem spila í MLB-deildinni. Majority-women ownership group, including Brittany Matthews will bring NWSL team back to one of the country s great soccer communities. @brittanylynne8 + @KCWOSO KC pic.twitter.com/hTPhBGKKhB— 1UP Sports Marketing (@1UPSportsMKTG) December 7, 2020
Fótbolti Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira