Vill sjá Lars Lagerbäck sem yfirþjálfara beggja landsliðanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. desember 2020 08:01 Lars Lagerbäck stýrði íslenska karlalandsliðinu í síðasta sinn á Stade de France 3. júlí 2016. Getty/Michael Regan Það stefnir allt í það að bæði íslensku landsliðin verði án þjálfara eftir daginn í dag og tvöföld þjálfaraleit því í gangi í jólamánuðinum hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Jón Þór Hauksson er væntanlega að missa starfið sem þjálfari kvennalandsliðsins eftir trúnaðarbrestinn í fögnuðinum eftir að EM sætið var í höfn og Erik Hamrén ákvað að hætt með karlalandsliðið eftir að liðinu mistókst að komast á EM alls staðar. Víðir Sigurðsson, reyndasti íþróttafréttamaður landsins, skrifaði pistil um þjálfaramál íslensku knattspyrnulandsliðanna í Morgunblaðinu í dag. Víðir setur þar fram tillögu að þjálfaramálum landsliðanna. Víðir vill að Knattspyrnusambandið leiti til Lars Lagerbäck, sem nýverið var rekinn sem landsliðsþjálfari Norðmanna. Víðir vill ekki bara að Lagerbäck taki við karlalandsliðinu heldur einnig við kvennalandsliðinu. Reyndar segir Víðir í pistli sínum að hugmyndin um að ráða Lars á kvennalandsliðið hafi komið frá eiginkonu hans. „Reynsla og skipulag Svíans myndi svo sannarlega koma að notum á ný og heyrst hefur að „gamla gengið“ í karlaliðinu hafi þegar kallað eftir því að fá Lars aftur til Íslands,“ skrifaði Víðir og endaði svo pistil sinn á útfærslu á tillögunni. „Því ekki að freista þess að ráða hann aftur til tveggja ára, nú sem yfirþjálfara beggja landsliðanna? Með framtíðarþjálfara beggja liða sér við hlið í tvö ár? Við höfum ágætis reynslu af slíku fyrirkomulagi,“ skrifaði Víðir. Lars Lagerbäck þjálfaði karlalandsliðið frá 2012 til 2016. Fyrst var Heimir Hallgrímsson aðstoðarmaður hans í tvö ár en frá árinu 2014 þá þjálfuðu þeir landsliðið saman. Heimir tók síðan við liðinu einn eftir Evrópumótið í Frakklandi sumarið 2016 kom íslenska liðinu á HM í Rússlandi sumarið 2018. HM 2022 í Katar EM 2021 í Englandi Mest lesið Leik lokið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Leik lokið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Sjá meira
Jón Þór Hauksson er væntanlega að missa starfið sem þjálfari kvennalandsliðsins eftir trúnaðarbrestinn í fögnuðinum eftir að EM sætið var í höfn og Erik Hamrén ákvað að hætt með karlalandsliðið eftir að liðinu mistókst að komast á EM alls staðar. Víðir Sigurðsson, reyndasti íþróttafréttamaður landsins, skrifaði pistil um þjálfaramál íslensku knattspyrnulandsliðanna í Morgunblaðinu í dag. Víðir setur þar fram tillögu að þjálfaramálum landsliðanna. Víðir vill að Knattspyrnusambandið leiti til Lars Lagerbäck, sem nýverið var rekinn sem landsliðsþjálfari Norðmanna. Víðir vill ekki bara að Lagerbäck taki við karlalandsliðinu heldur einnig við kvennalandsliðinu. Reyndar segir Víðir í pistli sínum að hugmyndin um að ráða Lars á kvennalandsliðið hafi komið frá eiginkonu hans. „Reynsla og skipulag Svíans myndi svo sannarlega koma að notum á ný og heyrst hefur að „gamla gengið“ í karlaliðinu hafi þegar kallað eftir því að fá Lars aftur til Íslands,“ skrifaði Víðir og endaði svo pistil sinn á útfærslu á tillögunni. „Því ekki að freista þess að ráða hann aftur til tveggja ára, nú sem yfirþjálfara beggja landsliðanna? Með framtíðarþjálfara beggja liða sér við hlið í tvö ár? Við höfum ágætis reynslu af slíku fyrirkomulagi,“ skrifaði Víðir. Lars Lagerbäck þjálfaði karlalandsliðið frá 2012 til 2016. Fyrst var Heimir Hallgrímsson aðstoðarmaður hans í tvö ár en frá árinu 2014 þá þjálfuðu þeir landsliðið saman. Heimir tók síðan við liðinu einn eftir Evrópumótið í Frakklandi sumarið 2016 kom íslenska liðinu á HM í Rússlandi sumarið 2018.
HM 2022 í Katar EM 2021 í Englandi Mest lesið Leik lokið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Leik lokið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Sjá meira