Málflutningur lýtaskurðlæknisins ekki í takt við raunveruleg vísindi Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. desember 2020 18:05 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir segir málflutning lýtaskurðlæknis, sem fór hvorki í sóttkví né sýnatöku við komu til landsins um helgina, um kórónuveiruna alrangan. Margsannað sé að einkennalausir smiti út frá sér. Hann vonar að fólk taki ekki mark á orðum læknisins, sem ekki er lengur með lækningaleyfi á Íslandi. Fjallað hefur verið um mál Elísabetar Guðmundsdóttur lýtaskurðlæknis í fjölmiðlum um helgina en hún kom til landsins frá Danmörku á föstudag og fór ekki í sýnatöku á Keflavíkurflugvelli. Daginn eftir mætti hún á mótmæli gegn sóttvarnaaðgerðum á Austurvelli og fór því heldur ekki eftir reglum um sóttkví. Elísabet var gestur Sölva Tryggvasonar í hlaðvarpsþætti hans Podcast með Sölva Tryggva 20. nóvember síðastliðinn. Þar hélt hún því m.a. fram að einkennalausir gætu ekki smitað annað fólk af kórónuveirunni. „Það eru engar rannsóknir til um það, það er búið að rannsaka þetta í 100 ár, meðal annars eftir 1918-faraldurinn, það er til einhver ein rannsókn þar sem kannski líklega einhver smitar af veiru áður en hann er kominn með einkenni. Þær eru ekki til. Við erum ekki að smita einkennalaus. Þú getur ekki greint Covid-19 nema þú sért með einkenni,“ sagði Elísabet. Margsannað að einkennalausir smiti aðra Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í viðtali við útvarpsþáttinn Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag að þetta væri einfaldlega alrangt hjá Elísabetu. Það væri margbúið að sýna fram á það að einkennalausir smituðu út frá sér, líkt og sérfræðingar hafa ítrekað haldið fram síðustu mánuði. „Við sjáum það á þeim sýnum sem við erum að taka á einkennalausu fólki, þar sem mælist mjög mikið af veiru. Þannig að þetta er margsannað og þetta er bara ekki rétt það sem fjölmiðlar eru með. Ég hef nú ekki hlustað á það sem þú ert að vitna til en mér finnst það bara sorglegt að læknismenntað fólk skuli halda svona fram eftir að hafa fengið ágætismenntun í læknisfræði hér á Íslandi,“ sagði Þórólfur. „Þetta er alrangt. Þetta er mjög vel þekkt með inflúensu til dæmis, bæði heimsfaraldur inflúensu og árlegu inflúensuna. Menn eru byrjaðir að smita sólarhring áður en þeir veikjast enda er meðgöngutíminn þar mjög stuttur. Þetta gildir um inflúensu, aðrar veirur og svo sannarlega um kórónuveiruna sem nú er í gangi. Og það eru fjölmargar rannsóknir sem styðja þetta. Þannig að þetta er gjörsamlega rangt meðfarið.“ Ekki í takti við raunveruleg vísindi Inntur eftir því hvort hann hefði áhyggjur af því að fólk tæki málflutning Elísabetar trúanlegan sagði Þórólfur að erfitt væri að leggja mat á það en hann vonaði að svo væri ekki. „En þetta hljómar mjög undarlega og er ekki í neinum takti við raunveruleg vísindi eða raunverulegar niðurstöður rannsókna. Þannig að hvað liggur að baki því að menn tali svona veit ég nú ekki.“ Mál Elísabetar er nú til skoðunar hjá lögreglu á Suðurnesjum en hún virðist hafa brotið sóttvarnalög eftir að hafa ekki hlýtt sóttkví um helgina, líkt og áður var getið. Þá er Elísabet ekki lengur með starfsleysi til lækninga hér á landi, að því er fram kemur í frétt Ríkisútvarpsins nú síðdegis. Þar segir að starfsleyfi hennar hafi verið takmarkað fyrir einhverjum árum og síðar tekið af henni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þórólfi þykir miður að sjá kollega tala með þeim hætti sem Elísabet gerir „Mér þykir miður þegar mínir kollegar sem hafa gengið í gegnum ákveðið nám og fengið ákveðna reynslu tala með þessum hætti en við því er ekkert að gera en það hefur ekkert verið skoðað sérstaklega hvort það eigi að meðhöndla það einhvern veginn öðruvísi þótt fólk tali með þessum hætti.“ 7. desember 2020 12:20 Mál Elísabetar á borði lögreglu Mál Elísabetar Guðmundsdóttur lýtaskurðlæknis sem fór hvorki í skimun né sóttkví við komuna til landsins er á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt heimildum fréttastofu. 6. desember 2020 10:24 Fór hvorki í skimun né sóttkví og var mætt á mótmælin í dag Elísabet Guðmundsdóttir lýtaskurðlæknir sem gagnrýnt hefur sóttvarnaraðgerðir íslenskra yfirvalda kom til landsins í gærkvöldi eftir dvöl í Danmörku. Hún kaus að fara hvorki í skimun né sóttkví við komuna til landsins og var mætt á mótmæli á Austurvelli klukkan 13 í dag. 5. desember 2020 18:32 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Sjá meira
Fjallað hefur verið um mál Elísabetar Guðmundsdóttur lýtaskurðlæknis í fjölmiðlum um helgina en hún kom til landsins frá Danmörku á föstudag og fór ekki í sýnatöku á Keflavíkurflugvelli. Daginn eftir mætti hún á mótmæli gegn sóttvarnaaðgerðum á Austurvelli og fór því heldur ekki eftir reglum um sóttkví. Elísabet var gestur Sölva Tryggvasonar í hlaðvarpsþætti hans Podcast með Sölva Tryggva 20. nóvember síðastliðinn. Þar hélt hún því m.a. fram að einkennalausir gætu ekki smitað annað fólk af kórónuveirunni. „Það eru engar rannsóknir til um það, það er búið að rannsaka þetta í 100 ár, meðal annars eftir 1918-faraldurinn, það er til einhver ein rannsókn þar sem kannski líklega einhver smitar af veiru áður en hann er kominn með einkenni. Þær eru ekki til. Við erum ekki að smita einkennalaus. Þú getur ekki greint Covid-19 nema þú sért með einkenni,“ sagði Elísabet. Margsannað að einkennalausir smiti aðra Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í viðtali við útvarpsþáttinn Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag að þetta væri einfaldlega alrangt hjá Elísabetu. Það væri margbúið að sýna fram á það að einkennalausir smituðu út frá sér, líkt og sérfræðingar hafa ítrekað haldið fram síðustu mánuði. „Við sjáum það á þeim sýnum sem við erum að taka á einkennalausu fólki, þar sem mælist mjög mikið af veiru. Þannig að þetta er margsannað og þetta er bara ekki rétt það sem fjölmiðlar eru með. Ég hef nú ekki hlustað á það sem þú ert að vitna til en mér finnst það bara sorglegt að læknismenntað fólk skuli halda svona fram eftir að hafa fengið ágætismenntun í læknisfræði hér á Íslandi,“ sagði Þórólfur. „Þetta er alrangt. Þetta er mjög vel þekkt með inflúensu til dæmis, bæði heimsfaraldur inflúensu og árlegu inflúensuna. Menn eru byrjaðir að smita sólarhring áður en þeir veikjast enda er meðgöngutíminn þar mjög stuttur. Þetta gildir um inflúensu, aðrar veirur og svo sannarlega um kórónuveiruna sem nú er í gangi. Og það eru fjölmargar rannsóknir sem styðja þetta. Þannig að þetta er gjörsamlega rangt meðfarið.“ Ekki í takti við raunveruleg vísindi Inntur eftir því hvort hann hefði áhyggjur af því að fólk tæki málflutning Elísabetar trúanlegan sagði Þórólfur að erfitt væri að leggja mat á það en hann vonaði að svo væri ekki. „En þetta hljómar mjög undarlega og er ekki í neinum takti við raunveruleg vísindi eða raunverulegar niðurstöður rannsókna. Þannig að hvað liggur að baki því að menn tali svona veit ég nú ekki.“ Mál Elísabetar er nú til skoðunar hjá lögreglu á Suðurnesjum en hún virðist hafa brotið sóttvarnalög eftir að hafa ekki hlýtt sóttkví um helgina, líkt og áður var getið. Þá er Elísabet ekki lengur með starfsleysi til lækninga hér á landi, að því er fram kemur í frétt Ríkisútvarpsins nú síðdegis. Þar segir að starfsleyfi hennar hafi verið takmarkað fyrir einhverjum árum og síðar tekið af henni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þórólfi þykir miður að sjá kollega tala með þeim hætti sem Elísabet gerir „Mér þykir miður þegar mínir kollegar sem hafa gengið í gegnum ákveðið nám og fengið ákveðna reynslu tala með þessum hætti en við því er ekkert að gera en það hefur ekkert verið skoðað sérstaklega hvort það eigi að meðhöndla það einhvern veginn öðruvísi þótt fólk tali með þessum hætti.“ 7. desember 2020 12:20 Mál Elísabetar á borði lögreglu Mál Elísabetar Guðmundsdóttur lýtaskurðlæknis sem fór hvorki í skimun né sóttkví við komuna til landsins er á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt heimildum fréttastofu. 6. desember 2020 10:24 Fór hvorki í skimun né sóttkví og var mætt á mótmælin í dag Elísabet Guðmundsdóttir lýtaskurðlæknir sem gagnrýnt hefur sóttvarnaraðgerðir íslenskra yfirvalda kom til landsins í gærkvöldi eftir dvöl í Danmörku. Hún kaus að fara hvorki í skimun né sóttkví við komuna til landsins og var mætt á mótmæli á Austurvelli klukkan 13 í dag. 5. desember 2020 18:32 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Sjá meira
Þórólfi þykir miður að sjá kollega tala með þeim hætti sem Elísabet gerir „Mér þykir miður þegar mínir kollegar sem hafa gengið í gegnum ákveðið nám og fengið ákveðna reynslu tala með þessum hætti en við því er ekkert að gera en það hefur ekkert verið skoðað sérstaklega hvort það eigi að meðhöndla það einhvern veginn öðruvísi þótt fólk tali með þessum hætti.“ 7. desember 2020 12:20
Mál Elísabetar á borði lögreglu Mál Elísabetar Guðmundsdóttur lýtaskurðlæknis sem fór hvorki í skimun né sóttkví við komuna til landsins er á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt heimildum fréttastofu. 6. desember 2020 10:24
Fór hvorki í skimun né sóttkví og var mætt á mótmælin í dag Elísabet Guðmundsdóttir lýtaskurðlæknir sem gagnrýnt hefur sóttvarnaraðgerðir íslenskra yfirvalda kom til landsins í gærkvöldi eftir dvöl í Danmörku. Hún kaus að fara hvorki í skimun né sóttkví við komuna til landsins og var mætt á mótmæli á Austurvelli klukkan 13 í dag. 5. desember 2020 18:32