Mál Elísabetar á borði lögreglu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. desember 2020 10:24 Elísabet Guðmundsdóttir er ekki í tveggja vikna sóttkví þrátt fyrir að hafa ekki farið í skimun. Hún segist ekki taka þátt í þessari vitleysu. Mál Elísabetar Guðmundsdóttur lýtaskurðlæknis sem fór hvorki í skimun né sóttkví við komuna til landsins er á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt heimildum fréttastofu. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segist í samtali við fréttastofu ekki geta tjáð sig um einstök mál en staðfestir að mál sé á borði lögreglunnar vegna brota á sóttvarnarlögum. Brot gegn sóttvarnalögum eða reglum settum samkvæmt þeim varða sektum eða fangelsi allt að þremur mánuðum. Elísabet Guðmundsdóttir lýtaskurðlæknir sem gagnrýnt hefur sóttvarnaraðgerðir íslenskra yfirvalda kom til landsins fyrir helgi eftir dvöl í Danmörku. Hún kaus að fara hvorki í skimun né sóttkví við komuna til landsins og var mætt á mótmæli á Austurvelli klukkan 13 í gær. Elísabet sagði í samtali við fréttastofu í gær að endurtekið hafi átt að þvinga hana í skimun á Keflavíkurflugvelli. Þá hafi hún verið látin dúsa á bekk í klukkustund án þess að nokkuð væri að gera hjá tollvörðum og lögreglu. „Ég er bara að koma inn í landið. Það er enginn lagalegur grundvöllur til að þvinga fólk eitt né neitt. Ég er ekki í sóttkví og ég er ekki búin að fara í skimun,“ sagði Elísabet í samtali við fréttastofu í gær. Það hafi ekki verið fyrr en hún hafi hótað að ræða við lögfræðinga sína sem lögreglan á flugvellinum hafi hleypt henni í gegn. Hún lýsir komu sinni til landsins sem hryllingi. Dæmi eru um að fólk hafi verið sektað hér á landi um hundruð þúsunda króna fyrir að brjóta sóttvarnalög, til dæmis með því að vera ekki sóttkví eftir komu til landsins. Gagnrýnir aðgerðir Elísabet hefur vakið nokkra athygli undanfarnar vikur fyrir háværar athugasemdir við aðgerðir stjórnvalda. Hún flutti til Íslands frá Svíþjóð fyrir þremur árum, starfði hjá Íslenskri erfðagreiningu og tók svo við starfi klínísks skurðlæknis á brjóstamiðstöð Landspítalans. Í samtali við Vísi gagnrýnir hún aðgerðir á Keflavíkurflugvelli. Við komuna til Kaupmannahafnar hafi hún bara gengið inn í landið en hér hafi hún getað valið um tvær raðir; Skimunarröðina eða hina röðina þar sem lögreglumenn og tollarar bíði áberandi að hennar sögn. Reglur á landamærum af vefnum Covid.is er nokkuð skýrar. En þar segir að farþegar sem koma til Íslands geta valið á milli þess að fara í tvær sýnatökur vegna COVID-19 með 5 daga sóttkví á milli þar til niðurstaða seinni sýnatöku liggur fyrir, eða sleppa sýnatöku og sitja í 14 daga sóttkví frá komunni til landsins. Börn fædd árið 2005 eða síðar eru undanþegin sýnatöku og sóttkví og sama gildir um þá sem íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa staðfest með PCR-prófi að hafi áður fengið COVID-19 sýkingu og lokið einangrun, eða ef COVID-19 sýking hefur verið staðfest með mótefnamælingu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Tengdar fréttir Fór hvorki í skimun né sóttkví og var mætt á mótmælin í dag Elísabet Guðmundsdóttir lýtaskurðlæknir sem gagnrýnt hefur sóttvarnaraðgerðir íslenskra yfirvalda kom til landsins í gærkvöldi eftir dvöl í Danmörku. Hún kaus að fara hvorki í skimun né sóttkví við komuna til landsins og var mætt á mótmæli á Austurvelli klukkan 13 í dag. 5. desember 2020 18:32 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segist í samtali við fréttastofu ekki geta tjáð sig um einstök mál en staðfestir að mál sé á borði lögreglunnar vegna brota á sóttvarnarlögum. Brot gegn sóttvarnalögum eða reglum settum samkvæmt þeim varða sektum eða fangelsi allt að þremur mánuðum. Elísabet Guðmundsdóttir lýtaskurðlæknir sem gagnrýnt hefur sóttvarnaraðgerðir íslenskra yfirvalda kom til landsins fyrir helgi eftir dvöl í Danmörku. Hún kaus að fara hvorki í skimun né sóttkví við komuna til landsins og var mætt á mótmæli á Austurvelli klukkan 13 í gær. Elísabet sagði í samtali við fréttastofu í gær að endurtekið hafi átt að þvinga hana í skimun á Keflavíkurflugvelli. Þá hafi hún verið látin dúsa á bekk í klukkustund án þess að nokkuð væri að gera hjá tollvörðum og lögreglu. „Ég er bara að koma inn í landið. Það er enginn lagalegur grundvöllur til að þvinga fólk eitt né neitt. Ég er ekki í sóttkví og ég er ekki búin að fara í skimun,“ sagði Elísabet í samtali við fréttastofu í gær. Það hafi ekki verið fyrr en hún hafi hótað að ræða við lögfræðinga sína sem lögreglan á flugvellinum hafi hleypt henni í gegn. Hún lýsir komu sinni til landsins sem hryllingi. Dæmi eru um að fólk hafi verið sektað hér á landi um hundruð þúsunda króna fyrir að brjóta sóttvarnalög, til dæmis með því að vera ekki sóttkví eftir komu til landsins. Gagnrýnir aðgerðir Elísabet hefur vakið nokkra athygli undanfarnar vikur fyrir háværar athugasemdir við aðgerðir stjórnvalda. Hún flutti til Íslands frá Svíþjóð fyrir þremur árum, starfði hjá Íslenskri erfðagreiningu og tók svo við starfi klínísks skurðlæknis á brjóstamiðstöð Landspítalans. Í samtali við Vísi gagnrýnir hún aðgerðir á Keflavíkurflugvelli. Við komuna til Kaupmannahafnar hafi hún bara gengið inn í landið en hér hafi hún getað valið um tvær raðir; Skimunarröðina eða hina röðina þar sem lögreglumenn og tollarar bíði áberandi að hennar sögn. Reglur á landamærum af vefnum Covid.is er nokkuð skýrar. En þar segir að farþegar sem koma til Íslands geta valið á milli þess að fara í tvær sýnatökur vegna COVID-19 með 5 daga sóttkví á milli þar til niðurstaða seinni sýnatöku liggur fyrir, eða sleppa sýnatöku og sitja í 14 daga sóttkví frá komunni til landsins. Börn fædd árið 2005 eða síðar eru undanþegin sýnatöku og sóttkví og sama gildir um þá sem íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa staðfest með PCR-prófi að hafi áður fengið COVID-19 sýkingu og lokið einangrun, eða ef COVID-19 sýking hefur verið staðfest með mótefnamælingu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Tengdar fréttir Fór hvorki í skimun né sóttkví og var mætt á mótmælin í dag Elísabet Guðmundsdóttir lýtaskurðlæknir sem gagnrýnt hefur sóttvarnaraðgerðir íslenskra yfirvalda kom til landsins í gærkvöldi eftir dvöl í Danmörku. Hún kaus að fara hvorki í skimun né sóttkví við komuna til landsins og var mætt á mótmæli á Austurvelli klukkan 13 í dag. 5. desember 2020 18:32 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Fór hvorki í skimun né sóttkví og var mætt á mótmælin í dag Elísabet Guðmundsdóttir lýtaskurðlæknir sem gagnrýnt hefur sóttvarnaraðgerðir íslenskra yfirvalda kom til landsins í gærkvöldi eftir dvöl í Danmörku. Hún kaus að fara hvorki í skimun né sóttkví við komuna til landsins og var mætt á mótmæli á Austurvelli klukkan 13 í dag. 5. desember 2020 18:32