Mál Elísabetar á borði lögreglu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. desember 2020 10:24 Elísabet Guðmundsdóttir er ekki í tveggja vikna sóttkví þrátt fyrir að hafa ekki farið í skimun. Hún segist ekki taka þátt í þessari vitleysu. Mál Elísabetar Guðmundsdóttur lýtaskurðlæknis sem fór hvorki í skimun né sóttkví við komuna til landsins er á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt heimildum fréttastofu. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segist í samtali við fréttastofu ekki geta tjáð sig um einstök mál en staðfestir að mál sé á borði lögreglunnar vegna brota á sóttvarnarlögum. Brot gegn sóttvarnalögum eða reglum settum samkvæmt þeim varða sektum eða fangelsi allt að þremur mánuðum. Elísabet Guðmundsdóttir lýtaskurðlæknir sem gagnrýnt hefur sóttvarnaraðgerðir íslenskra yfirvalda kom til landsins fyrir helgi eftir dvöl í Danmörku. Hún kaus að fara hvorki í skimun né sóttkví við komuna til landsins og var mætt á mótmæli á Austurvelli klukkan 13 í gær. Elísabet sagði í samtali við fréttastofu í gær að endurtekið hafi átt að þvinga hana í skimun á Keflavíkurflugvelli. Þá hafi hún verið látin dúsa á bekk í klukkustund án þess að nokkuð væri að gera hjá tollvörðum og lögreglu. „Ég er bara að koma inn í landið. Það er enginn lagalegur grundvöllur til að þvinga fólk eitt né neitt. Ég er ekki í sóttkví og ég er ekki búin að fara í skimun,“ sagði Elísabet í samtali við fréttastofu í gær. Það hafi ekki verið fyrr en hún hafi hótað að ræða við lögfræðinga sína sem lögreglan á flugvellinum hafi hleypt henni í gegn. Hún lýsir komu sinni til landsins sem hryllingi. Dæmi eru um að fólk hafi verið sektað hér á landi um hundruð þúsunda króna fyrir að brjóta sóttvarnalög, til dæmis með því að vera ekki sóttkví eftir komu til landsins. Gagnrýnir aðgerðir Elísabet hefur vakið nokkra athygli undanfarnar vikur fyrir háværar athugasemdir við aðgerðir stjórnvalda. Hún flutti til Íslands frá Svíþjóð fyrir þremur árum, starfði hjá Íslenskri erfðagreiningu og tók svo við starfi klínísks skurðlæknis á brjóstamiðstöð Landspítalans. Í samtali við Vísi gagnrýnir hún aðgerðir á Keflavíkurflugvelli. Við komuna til Kaupmannahafnar hafi hún bara gengið inn í landið en hér hafi hún getað valið um tvær raðir; Skimunarröðina eða hina röðina þar sem lögreglumenn og tollarar bíði áberandi að hennar sögn. Reglur á landamærum af vefnum Covid.is er nokkuð skýrar. En þar segir að farþegar sem koma til Íslands geta valið á milli þess að fara í tvær sýnatökur vegna COVID-19 með 5 daga sóttkví á milli þar til niðurstaða seinni sýnatöku liggur fyrir, eða sleppa sýnatöku og sitja í 14 daga sóttkví frá komunni til landsins. Börn fædd árið 2005 eða síðar eru undanþegin sýnatöku og sóttkví og sama gildir um þá sem íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa staðfest með PCR-prófi að hafi áður fengið COVID-19 sýkingu og lokið einangrun, eða ef COVID-19 sýking hefur verið staðfest með mótefnamælingu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Tengdar fréttir Fór hvorki í skimun né sóttkví og var mætt á mótmælin í dag Elísabet Guðmundsdóttir lýtaskurðlæknir sem gagnrýnt hefur sóttvarnaraðgerðir íslenskra yfirvalda kom til landsins í gærkvöldi eftir dvöl í Danmörku. Hún kaus að fara hvorki í skimun né sóttkví við komuna til landsins og var mætt á mótmæli á Austurvelli klukkan 13 í dag. 5. desember 2020 18:32 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Sjá meira
Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segist í samtali við fréttastofu ekki geta tjáð sig um einstök mál en staðfestir að mál sé á borði lögreglunnar vegna brota á sóttvarnarlögum. Brot gegn sóttvarnalögum eða reglum settum samkvæmt þeim varða sektum eða fangelsi allt að þremur mánuðum. Elísabet Guðmundsdóttir lýtaskurðlæknir sem gagnrýnt hefur sóttvarnaraðgerðir íslenskra yfirvalda kom til landsins fyrir helgi eftir dvöl í Danmörku. Hún kaus að fara hvorki í skimun né sóttkví við komuna til landsins og var mætt á mótmæli á Austurvelli klukkan 13 í gær. Elísabet sagði í samtali við fréttastofu í gær að endurtekið hafi átt að þvinga hana í skimun á Keflavíkurflugvelli. Þá hafi hún verið látin dúsa á bekk í klukkustund án þess að nokkuð væri að gera hjá tollvörðum og lögreglu. „Ég er bara að koma inn í landið. Það er enginn lagalegur grundvöllur til að þvinga fólk eitt né neitt. Ég er ekki í sóttkví og ég er ekki búin að fara í skimun,“ sagði Elísabet í samtali við fréttastofu í gær. Það hafi ekki verið fyrr en hún hafi hótað að ræða við lögfræðinga sína sem lögreglan á flugvellinum hafi hleypt henni í gegn. Hún lýsir komu sinni til landsins sem hryllingi. Dæmi eru um að fólk hafi verið sektað hér á landi um hundruð þúsunda króna fyrir að brjóta sóttvarnalög, til dæmis með því að vera ekki sóttkví eftir komu til landsins. Gagnrýnir aðgerðir Elísabet hefur vakið nokkra athygli undanfarnar vikur fyrir háværar athugasemdir við aðgerðir stjórnvalda. Hún flutti til Íslands frá Svíþjóð fyrir þremur árum, starfði hjá Íslenskri erfðagreiningu og tók svo við starfi klínísks skurðlæknis á brjóstamiðstöð Landspítalans. Í samtali við Vísi gagnrýnir hún aðgerðir á Keflavíkurflugvelli. Við komuna til Kaupmannahafnar hafi hún bara gengið inn í landið en hér hafi hún getað valið um tvær raðir; Skimunarröðina eða hina röðina þar sem lögreglumenn og tollarar bíði áberandi að hennar sögn. Reglur á landamærum af vefnum Covid.is er nokkuð skýrar. En þar segir að farþegar sem koma til Íslands geta valið á milli þess að fara í tvær sýnatökur vegna COVID-19 með 5 daga sóttkví á milli þar til niðurstaða seinni sýnatöku liggur fyrir, eða sleppa sýnatöku og sitja í 14 daga sóttkví frá komunni til landsins. Börn fædd árið 2005 eða síðar eru undanþegin sýnatöku og sóttkví og sama gildir um þá sem íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa staðfest með PCR-prófi að hafi áður fengið COVID-19 sýkingu og lokið einangrun, eða ef COVID-19 sýking hefur verið staðfest með mótefnamælingu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Tengdar fréttir Fór hvorki í skimun né sóttkví og var mætt á mótmælin í dag Elísabet Guðmundsdóttir lýtaskurðlæknir sem gagnrýnt hefur sóttvarnaraðgerðir íslenskra yfirvalda kom til landsins í gærkvöldi eftir dvöl í Danmörku. Hún kaus að fara hvorki í skimun né sóttkví við komuna til landsins og var mætt á mótmæli á Austurvelli klukkan 13 í dag. 5. desember 2020 18:32 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Sjá meira
Fór hvorki í skimun né sóttkví og var mætt á mótmælin í dag Elísabet Guðmundsdóttir lýtaskurðlæknir sem gagnrýnt hefur sóttvarnaraðgerðir íslenskra yfirvalda kom til landsins í gærkvöldi eftir dvöl í Danmörku. Hún kaus að fara hvorki í skimun né sóttkví við komuna til landsins og var mætt á mótmæli á Austurvelli klukkan 13 í dag. 5. desember 2020 18:32