Innlent

Þór­ólfi þykir miður að sjá kollega tala með þeim hætti sem Elísa­bet gerir

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Um þrjátíu til fjörutíu söfnuðust saman á Austurvelli á laugardag til að mótmæla sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda. Á meðal þátttakenda var Elísabet Guðmundsdóttir, lýtalæknir.
Um þrjátíu til fjörutíu söfnuðust saman á Austurvelli á laugardag til að mótmæla sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda. Á meðal þátttakenda var Elísabet Guðmundsdóttir, lýtalæknir. Vísir/Adelina

„Mér þykir miður þegar mínir kollegar sem hafa gengið í gegnum ákveðið nám og fengið ákveðna reynslu tala með þessum hætti en við því er ekkert að gera en það hefur ekkert verið skoðað sérstaklega hvort það eigi að meðhöndla það einhvern veginn öðruvísi þótt fólk tali með þessum hætti.“

Þetta sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag þegar hann var spurður út orð og skoðanir Elísabetar Guðmundsdóttur, lýtalæknis, og hvort það kæmi til greina að ávíta lækna fyrir að dreifa upplýsingum sem gætu skaðað sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda.

Elísabet hefur gagnrýnt sóttvarnaaðgerðir hér og kom til landsins frá Danmörku fyrir helgi. Þar neitaði hún að fara í sýnatöku og fór heldur ekki í sóttkví þar sem hún var mætt á mótmæli gegn sóttvarnaaðgerðum á laugardag á Austurvelli.

Velji fólk að fara ekki í skimun á landamærum skal það vera í fjórtán daga sóttkví eftir komuna til landsins samkvæmt sóttvarnareglum en Elísabet gerði hvorugt.

Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, sagði mál Elísabetar vera til skoðunar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þá sagði hann að þótt Elísabet væri læknir þá væri hún ekki með lækningaleyfi hér á landi.


Tengdar fréttir

Mál Elísabetar á borði lögreglu

Mál Elísabetar Guðmundsdóttur lýtaskurðlæknis sem fór hvorki í skimun né sóttkví við komuna til landsins er á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt heimildum fréttastofu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.