Íslenska landsliðið er í þriðja styrkleikaflokki og ætti því að fá tvær sterkari þjóðir í sinn riðil.
Það er alveg öruggt að Ísland lendir ekki í riðli með Ungverjalandi eða Noregi ekki frekar en Rússlandi, Írlandi, Tékklandi, Norður Írlandi, Skotlandi, Grikklandi eða Finnlandi. Þetta eru allt þjóðir sem deila þriðja styrkleikaflokknum með íslenska landsliðinu.
55 þjóðir eru í pottinum og þeim verður skipt niður í tíu riðla. Það eru aðeins fimm lið í sjötta styrkleikaflokki og því verða bara fimm lið í helmingi riðlanna. Riðlar A til E verða með fimm lið en riðlar F til J verða með sex lið.
World Cup 2022 European qualifying draw: format, pots and rules https://t.co/ISAOdnP0Jj
— Guardian sport (@guardian_sport) December 6, 2020
Þrettán laus sæti eru í boði á HM í Katar 2022. Sigurvegarar riðlanna komast allir á HM en barist verður um hin þrjú sætin í umspili.
Liðin tíu sem lenda í öðru sæti verða í umspilinu ásamst tveimur þjóðum úr Þjóðadeildinni. Þar verða þrjú mismundandi undanúrslit þar sem fjórar þjóðir keppa um eitt laust sæti í hverjum hópi.
Drátturinn fer fram á nýja Al Bayt leikvanginum í Katar og munu þeir Daniele De Rossi og Rafael van der Vaart hjálpa til við dráttinn. Uppákoman hefst klukkan 17.00 á íslenskum tíma.
Byrjað verður á því að draga úr fyrsta styrkleikaflokki og því verða komin tvö sterk lið í íslenska riðilinn þegar nafn Íslands kemur úr kúlunni.
Undankeppni mun fara fram frá mars til nóvember 2021 en úrslitakeppnin í Katar hefst síðan 21. nóvember 2022.
Hér fyrir neðan má sjá styrkleikaflokkana fyrir dráttinn í dag.
World Cup 2022 qualifying draw is 5pm this Monday, 7 December. Live on Sky Sports News and https://t.co/QJZUYSPoSb. Scotland in Pot 3. Everything you need to know about the draw is in this excellent @TheTartanScarf piece: https://t.co/qOUS1lAQda#TartanArmy #Europe pic.twitter.com/aP1bSzUwiw
— Barry Anderson (@BarryAnderson_) December 5, 2020