Fótbolti

Sara Björk hafði betur í Íslendingaslagnum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Sara Björk Gunnarsdóttir
Sara Björk Gunnarsdóttir vísir/getty

Þrjár íslenskar landsliðskonur hófu leik þegar Lyon og Le Havre áttust við í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir hóf leik á miðju Lyon. Berglind Björg Þorvaldsdóttir var í fremstu víglínu hjá Le Havre á meðan Anna Björg Kristjánsdóttir lék í hjarta varnarinnar hjá Le Havre.

Stórlið Lyon hóf leikinn á miklum krafti og var komið í 3-0 strax eftir átján mínútna leik.

Le Havre náði að klóra í bakkann fyrir leikhlé og var staðan í leikhléi 3-1.

Söru Björk var skipt af velli á 70.mínútu en ekki voru fleiri mörk skoruð í leiknum. Lokatölur 3-1 fyrir Lyon sem trónir á toppi deildarinnar á meðan Le Havre situr sem fastast á botninum með fjögur stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×