Í þættinum Um land allt á Stöð 2 rifjar Þuríður upp mannlífið á Brunasandi þegar hún var þar ung stúlka í sveit hjá ömmu sinni og afa. Hér má sjá fjögurra mínútna myndskeið úr þættinum:
Arkitektinn Birgir lýsir því hvernig það tók þau aldarfjórðung að móta hugmyndina að húsinu. Hann segist með því hafa viljað fanga umhverfið og útsýnið.

„Við leggjum okkur hér inn í hraunið og skjólið og þar erum við að fanga nærumhverfið.“
Húsið var reist á sökklum ofan á lindir sem renna undan hrauninu „til að fá lækjarniðinn upp á verönd. Þar sem er vatn þar líður manni yfirleitt vel,“ segir arkitektinn.

Birgir segir nánar frá húsinu í þættinum, sem er endursýndur á Stöð 2 í dag, laugardag, klukkan 15.10. Eldri þætti Um land allt má nálgast í gegnum Maraþon Stöðvar 2.