Neyslan merki þess að aðgerðir stjórnvalda virki Birgir Olgeirsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 4. desember 2020 15:57 Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra ætlar í bólusetningu við Covid-19, þegar röðin kemur að honum. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra sér fram á bjartari tíma í efnahagsmálum hér á landi á komandi ári. Komur ferðamanna séu lykill að góðum árangri í þeim efnum. „Nú er ekki gott að segja nákvæmlega hvernig úr þessu öllu spilast. En maður vill leyfa sér að vera bjartsýnn, en svona raunsær. Ef þessar bestu spár um hvenær við fáum aðgengi að efninu og hversu hratt okkur tekst að koma því í umferð ganga eftir, þá erum við auðvitað að vonast eftir því að bjartsýnni sviðsmyndir fyrir efnahagsframvinduna geti raungerst á næsta ári,“ segir Bjarni. Ferðamennska liggur svo til niðri í öllum heiminum þessa stundina enda kórónuveirufaraldurinn heimsfaraldur. Í Evrópu er ástandið skást hér á landi. Staðan versnar í Bandaríkjunum og hafa aldrei greinst fleiri smitaðir á einum sólarhring og í fyrradag. Vonir standa til að bólusetning geti hafist hér á landi í byrjun árs og vonar heilbrigðisráðherra að verkefnið verði langt komið á fyrsta ársfjórðungi, þ.e. fyrir lok mars. „Það sem hefur einkum áhrif á ólíkar sviðsmyndir í efnahagsmálum eru hlutir eins og möguleikinn á komum ferðamanna. Einkaneyslan er fram á þennan dag sterkari en hagspár hafa verið að spá fyrir árið 2020. Það er jákvætt merki. Það er líka merki um að aðgerðir stjórnvalda eru að virka. Ef við tökum þetta með okkur inn í nýtt ár þá þá getum við leyft okkur að fara inn í árið með von um að við séum að finna viðspyrnuna sem leitað er að,“ segir Bjarni. Ríkisstjórnin hefur boðað að fyrirkomulag á landamærum sem taki gildi 1. febrúar verði kynnt í janúar. Aðilar í ferðaþjónustu hafa kallað eftir að þá liggi um leið fyrir hvernig fyrirkomulagið verði næsta sumar. „Já, við höfum boðað að fyrirkomulag frá og með febrúar verði ákveðið. En þetta verður að vera í símati miðað við aðstæður. Fólk verður að halda áfram að sýna varúð og sinna leiðbeiningum um sóttvarnaraðgerðir þar til við fáum útbreiðslu á bóluefnið,“ segir Bjarni. Hann ætlar að fara í bólusetningu á nýju ári. „Já, ég geri það þegar röðin kemur að mér.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Sjá meira
„Nú er ekki gott að segja nákvæmlega hvernig úr þessu öllu spilast. En maður vill leyfa sér að vera bjartsýnn, en svona raunsær. Ef þessar bestu spár um hvenær við fáum aðgengi að efninu og hversu hratt okkur tekst að koma því í umferð ganga eftir, þá erum við auðvitað að vonast eftir því að bjartsýnni sviðsmyndir fyrir efnahagsframvinduna geti raungerst á næsta ári,“ segir Bjarni. Ferðamennska liggur svo til niðri í öllum heiminum þessa stundina enda kórónuveirufaraldurinn heimsfaraldur. Í Evrópu er ástandið skást hér á landi. Staðan versnar í Bandaríkjunum og hafa aldrei greinst fleiri smitaðir á einum sólarhring og í fyrradag. Vonir standa til að bólusetning geti hafist hér á landi í byrjun árs og vonar heilbrigðisráðherra að verkefnið verði langt komið á fyrsta ársfjórðungi, þ.e. fyrir lok mars. „Það sem hefur einkum áhrif á ólíkar sviðsmyndir í efnahagsmálum eru hlutir eins og möguleikinn á komum ferðamanna. Einkaneyslan er fram á þennan dag sterkari en hagspár hafa verið að spá fyrir árið 2020. Það er jákvætt merki. Það er líka merki um að aðgerðir stjórnvalda eru að virka. Ef við tökum þetta með okkur inn í nýtt ár þá þá getum við leyft okkur að fara inn í árið með von um að við séum að finna viðspyrnuna sem leitað er að,“ segir Bjarni. Ríkisstjórnin hefur boðað að fyrirkomulag á landamærum sem taki gildi 1. febrúar verði kynnt í janúar. Aðilar í ferðaþjónustu hafa kallað eftir að þá liggi um leið fyrir hvernig fyrirkomulagið verði næsta sumar. „Já, við höfum boðað að fyrirkomulag frá og með febrúar verði ákveðið. En þetta verður að vera í símati miðað við aðstæður. Fólk verður að halda áfram að sýna varúð og sinna leiðbeiningum um sóttvarnaraðgerðir þar til við fáum útbreiðslu á bóluefnið,“ segir Bjarni. Hann ætlar að fara í bólusetningu á nýju ári. „Já, ég geri það þegar röðin kemur að mér.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Sjá meira