Hló þegar hann var spurður hvort það væri mikilvægt að Trump mætti Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. desember 2020 12:46 Biden sagðist hafa mestar áhyggjur af því hvernig það liti út gagnvart heimsbyggðinni ef Trump mætti ekki þegar hann sver embættiseiðinn. Anthony Fauci verður meðal helstu ráðgjafa nýs Bandaríkjaforseta og mun jafnframt áfram sinna hlutverki sínu sem helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna. Þetta var meðal þess sem kom fram í viðtali CNN við Joe Biden og Kamölu Harris í gær. Biden sagði enn fremur að hann myndi biðla til bandarísku þjóðarinnar um að bera grímu fyrstu 100 dagana eftir að hann tekur við forsetaembættinu. „Bara 100 dagar með grímu, ekki að eilífu. Eitt hundrað dagar. Og þá tel ég að við sjáum verulega fækkun,“ sagði hann. Covid-19 faraldurinn fer nú eins og eldur um sinu vestanhafs og Biden segist gera ráð fyrir að veiran verði hans helsta viðfangsefni fyrsta árið í Hvíta húsinu. Hann vinnur að því að skipa teymi sérfræðinga til að ráðleggja sér hvað þetta varðar og þá hyggst hann gefa út fyrirskipun um grímunotkum þar sem hann hefur vald til að koma henni á, t.d. í opinberum byggingum og flugvélum og rútum sem fara milli ríkja. Hyggst láta sjónvarpa bólusetningu sinni Bill Clinton, George W. Bush og Barack Obama hafa þegar sagt að þeir muni láta bólusetja sig fyrir framan myndavélar þegar að því kemur og í viðtalinu við CNN sagðist Biden munu gera það sömuleiðis. „Mér finnst forverar mínir hafa sett fordæmi með því að segja: Þegar það liggur fyrir að [bólefnið] er öruggt þá, að sjálfsögðu, látum við bólusetja okkur og það er mikilvægt að koma því til skila til bandarísku þjóðarinnar.“ Biden, sem hefur átt gott samstarf við marga repúblikana í öldungadeildinni, sagðist skilja af hverju þeir hefðu setið á sér með að koma opinberlega fram og óska sér til hamingju með sigurinn í forsetakosningunum. Margir hefðu þó haft samband á bakvið tjöldin. Trump að ákveða hvort hann mætir Biden hló þegar hann var spurður að því hvort það væri mikilvægt að fráfarandi forseti væri viðstaddur athöfnina þegar hann sver embættiseiðinn. Það væri Trump að ákveða hvað hann gerði og það skipti sig engu máli persónulega. Það „er mikilvægt að því leyti að við sýnum fram á endalok þessarar ringulreiðar sem hann hefur skapað; að það eigi sér stað friðsamleg valdaskipti þar sem mótherjarnir standa, takast í hendur og halda áfram,“ sagði Biden. Hann hefði fyrst og fremst áhyggjur af því hvaða skilaboð Bandaríkin væru að senda til heimsbyggðarinnar. Íranir megi ekki verða kjarnorkuveldi Um utanríkismál sagði nýkjörinn forseti erfitt að spá fyrir um hvaða áhrif morðið á íranska kjarnorkuvísindamanninum Mohsen Fakhrizadeh myndi hafa. Bandarísk yfirvöld telja að Ísrael hafi staðið að baki morðinu. Biden sagði eitt á hreinu: Íranir mættu ekki eignast kjarnorkuvopn en ljóst væri að Bandaríkjamenn gætu ekki farið þessa vegferð einir. „Þess vegna verðum við að vera hluti stærri hóps, sem tekur ekki bara á Íran heldur Rússlandi, Kína og mörgum öðrum málum.“ Ítarlega umfjöllun og myndskeið má finna á vef CNN. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Biden sagði enn fremur að hann myndi biðla til bandarísku þjóðarinnar um að bera grímu fyrstu 100 dagana eftir að hann tekur við forsetaembættinu. „Bara 100 dagar með grímu, ekki að eilífu. Eitt hundrað dagar. Og þá tel ég að við sjáum verulega fækkun,“ sagði hann. Covid-19 faraldurinn fer nú eins og eldur um sinu vestanhafs og Biden segist gera ráð fyrir að veiran verði hans helsta viðfangsefni fyrsta árið í Hvíta húsinu. Hann vinnur að því að skipa teymi sérfræðinga til að ráðleggja sér hvað þetta varðar og þá hyggst hann gefa út fyrirskipun um grímunotkum þar sem hann hefur vald til að koma henni á, t.d. í opinberum byggingum og flugvélum og rútum sem fara milli ríkja. Hyggst láta sjónvarpa bólusetningu sinni Bill Clinton, George W. Bush og Barack Obama hafa þegar sagt að þeir muni láta bólusetja sig fyrir framan myndavélar þegar að því kemur og í viðtalinu við CNN sagðist Biden munu gera það sömuleiðis. „Mér finnst forverar mínir hafa sett fordæmi með því að segja: Þegar það liggur fyrir að [bólefnið] er öruggt þá, að sjálfsögðu, látum við bólusetja okkur og það er mikilvægt að koma því til skila til bandarísku þjóðarinnar.“ Biden, sem hefur átt gott samstarf við marga repúblikana í öldungadeildinni, sagðist skilja af hverju þeir hefðu setið á sér með að koma opinberlega fram og óska sér til hamingju með sigurinn í forsetakosningunum. Margir hefðu þó haft samband á bakvið tjöldin. Trump að ákveða hvort hann mætir Biden hló þegar hann var spurður að því hvort það væri mikilvægt að fráfarandi forseti væri viðstaddur athöfnina þegar hann sver embættiseiðinn. Það væri Trump að ákveða hvað hann gerði og það skipti sig engu máli persónulega. Það „er mikilvægt að því leyti að við sýnum fram á endalok þessarar ringulreiðar sem hann hefur skapað; að það eigi sér stað friðsamleg valdaskipti þar sem mótherjarnir standa, takast í hendur og halda áfram,“ sagði Biden. Hann hefði fyrst og fremst áhyggjur af því hvaða skilaboð Bandaríkin væru að senda til heimsbyggðarinnar. Íranir megi ekki verða kjarnorkuveldi Um utanríkismál sagði nýkjörinn forseti erfitt að spá fyrir um hvaða áhrif morðið á íranska kjarnorkuvísindamanninum Mohsen Fakhrizadeh myndi hafa. Bandarísk yfirvöld telja að Ísrael hafi staðið að baki morðinu. Biden sagði eitt á hreinu: Íranir mættu ekki eignast kjarnorkuvopn en ljóst væri að Bandaríkjamenn gætu ekki farið þessa vegferð einir. „Þess vegna verðum við að vera hluti stærri hóps, sem tekur ekki bara á Íran heldur Rússlandi, Kína og mörgum öðrum málum.“ Ítarlega umfjöllun og myndskeið má finna á vef CNN.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira