Innlent

Ófært um Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðs

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Kort Vegagerðarinnar yfir færð á vegum nú rétt fyrir hálfsjö.
Kort Vegagerðarinnar yfir færð á vegum nú rétt fyrir hálfsjö. Vegagerðin

Súðavíkurhlíð er ófær vegna snjóflóðs að því er segir í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar. Þá er Holtavörðuheiðin einnig ófær sem og Brattabrekka, Þröskuldar og vegurinn yfir Þverárfjall samkvæmt korti Vegagerðarinnar. Þungfært er á Mývatnsöræfum og skafrenningur.

Ófært er um Ólafsfjarðarmúla og Víkurskarð, Fagradal, Fjarðarheiði og Öxi. Á þjóðvegi undir Vatnajökli er svo enn varað við sand- og grjótfoki þar sem vindhviður geta farið yfir 40 m/s samkvæmt vef Veðurstofunnar.

Á korti Vegagerðarinnar yfir færð á vegum eru margir vegir merktir á þann veg að óvissa er um færð þar sem aðstæður eru óþekktar.

Þannig eru nokkrir vegir á Snæfellsnesi merktir þannig að aðstæður séu óþekktar, einnig heiðar á Vestfjörðum og vegir á Norðurlandi, meðal annars á Öxnadalsheiði. Fjöldi vega á Austurlandi er einnig merktur með óvissu.

Gular veðurviðvaranir vegna norðan hvassviðris með snjókomu eða hríð eru enn í gildi á Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi, Austfjörðum, Suðausturlandi og miðhálendinu. Viðvaranirnar falla úr gildi fyrir hádegi í dag nema á hálendinu, þar er hún í gildi til klukkan 12.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×