Lífið

Hyggst njóta morgunkaffis með útsýni til Öræfajökuls

Kristján Már Unnarsson skrifar
Hreiðar Hermannsson bendir á útsýnið til austurs frá Orustustöðum.
Hreiðar Hermannsson bendir á útsýnið til austurs frá Orustustöðum. Einar Árnason

Hreiðar Hermannsson, eigandi Stracta Hótels á Hellu, er ekki aðeins að reisa hótel á eyðijörðinni Orustustöðum austan Kirkjubæjarklausturs. Hann er jafnframt að byggja einbýlishús þar sem hann hyggst eiga lögheimili.

Þaðan blasir fjallahringurinn við, allt frá Mýrdalsjökli í vestri til Lómagnúps, Skeiðarárjökuls og Öræfajökuls í austri, eins og sjá má í þættinum Um land allt á Stöð 2.

Hreiðar við austurgluggann í nýja húsinu.Einar Árnason

„Já, Öræfajökull í allri sinni dýrð. Þetta sést bara við morgunverðarborðið,“ segir Hreiðar um leið og hann sýnir okkur útsýnisgluggann í nýja húsinu.

Nýja íbúðarhús Hreiðars á Orustustöðum. Jörðin var búin að vera í eyði í um sjötíu ár.Einar Árnason

Hann stefnir á 200 herbergja hótel en einnig á fjölbreytta afþreyingarþjónustu, meðal annars í hestamennsku og í kringum vatnagarð sem byrjað er að grafa. Hann segir að öll áherslan verði á græna, sjálfbæra ferðamennsku, svo sem með skógrækt sem kolefnisjafni gestina.

Hreiðar lýsir áformum sínum og er spurður hvort peningar frá syninum, Hermanni Hreiðarssyni, séu að koma inn í verkefnið. Þátturinn verður endursýndur á Stöð 2 á morgun, laugardag, klukkan 14.55. Eldri þætti Um land allt má nálgast í gegnum Maraþon Stöðvar 2.

Hér má sjá fjögurra mínútna myndskeið úr þættinum um Brunasand:


Tengdar fréttir

Hraun Skaftárelda skóp nýja sveit eftir Móðuharðindin

Skaftáreldum og Móðuharðindunum sem þeim fylgdu hefur verið lýst sem mestu hörmungum Íslandssögunnar. Talið er að fimmtungur þjóðarinnar hafi látist og 75 prósent af bústofni landsmanna fallið af völdum eldgossins í Lakagígum árin 1783-1784.

Hitinn frá hrauninu skýrir hraða myndun byggðar á Brunasandi

Volgt vatn undan heitu hrauni Skaftárelda í áratugi eftir að gosinu lauk flýtti fyrir landnámi gróðurs á svæði sem áður var svartur jökulsandur. Þetta segir Þóra Ellen Þórhallsdóttir grasafræðingur að hljóti að vera skýringin á því hversvegna ný sveit myndaðist ótrúlega fljótt á Brunasandi.

Sagnir um bardaga sem skýra nafn Orustuhóls

Orustuhóll er áberandi kennileiti í Skaftárhreppi sem blasir við frá hringveginum skammt austan við bæjahverfið Foss á Síðu. Brunahraun, en svo nefnist hraun Skaftárelda á þessum slóðum, umlykur hólinn á alla kanta.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.