Kjartan mátti ekki borða með liðsfélögunum og var látinn æfa með U19-ára liðinu Anton Ingi Leifsson skrifar 4. desember 2020 07:00 Úr viðtalinu við Kjartan Henry sem var frumsýnt á Kanal 9 um helgina. KANAL 9 SKJÁSKOT Það gekk mikið á þegar Kjartan Henry Finnbogason skipti frá Vejle til Horsens, að minnsta kosti í aðdragandanum. Kjartan er nú kominn aftur til Horsens í dönsku úrvalsdeildina eftir að hafa leikið með Vejle í bæði efstu og næstefstu deild. Brottför hans frá Vejle var ekki eins falleg og hann hafði mögulega vonast eftir. Kjartan raðaði inn mörkum fyrir Vejle á síðustu leiktíð og var markahæsti leikmaður liðsins er liðið fór upp úr B-deildinni. Eftir viðtal sem tekið var við hann eftir leik Vejle gegn AGF á þessari leiktíð spilaði hann hins vegar ekki meira og ákvað hann svo að fara frá liðinu. KR-ingnum var bannað að æfa með aðalliðinu eftir umdeilt viðtal eftir leik gegn AGF snemma á tímabilinu. Í viðtali við Kian Fonoudi á Kanal9 fyrir leik Horsens gegn Vejle um helgina opnaði hann á síðustu dagana hjá síðarnefnda félaginu. Jeg er bare i chok. Kjartan Finnbogason fortæller om sin afsked med Vejle, hvor den tidligere topscorer skulle træne med U19-holdet og ikke måtte spise med sine holdkammerater. Se hele indslaget på https://t.co/DBlTNuHdqD #sldk— Canal9 (@Canal9dk) November 30, 2020 „Ég er með metnað fyrir því að spila og æfa fótbolta, svo ég spurði: Hvar á ég að æfa? Hvað á ég að gera? Þeir eiga að hafa einhverjar æfingar fyrir mig. Ég get ekki bara verið á hlaupabrettinu eða á hjólinu,“ sagði Kjartan. „Svo átti ég að æfa með U19-liðinu og það var klukkan 7.30 um morguninn því ungu strákarnir voru svo á leiðinni í skólann.“ En hvað gerðist svo? „Þetta er vinnan mín svo ég mæti tveimur dögum eftir að hafa fengið skilaboðin og fer í æfingarsalinn. Svo fer ég og borða í mötuneytinu, sem ég hafði borgað fyrir, með vinum mínum og liðsfélögum.“ Sú máltíð átti eftir að draga dilk á eftir sér. „Ég fæ símtal frá einum í stjórninni þar sem hann segir að ég eigi ekki að koma upp og borða með liðinu því ég truflaði þá.“ Kjartani fannst þetta kjánalegt. „Ég hló bara. Ég var bara í áfalli,“ sagði Kjartan. Skemmst er frá því að segja að Kjartan skoraði eitt marka Horsens í 3-1 sigrinum á Vejle um helgina. Þetta var fyrsti sigur Horsens í dönsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. #erviderbjerne pic.twitter.com/eFnzXTSeCi— AC Horsens (@AC_Horsens) November 29, 2020 Danski boltinn Mest lesið Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira
Kjartan er nú kominn aftur til Horsens í dönsku úrvalsdeildina eftir að hafa leikið með Vejle í bæði efstu og næstefstu deild. Brottför hans frá Vejle var ekki eins falleg og hann hafði mögulega vonast eftir. Kjartan raðaði inn mörkum fyrir Vejle á síðustu leiktíð og var markahæsti leikmaður liðsins er liðið fór upp úr B-deildinni. Eftir viðtal sem tekið var við hann eftir leik Vejle gegn AGF á þessari leiktíð spilaði hann hins vegar ekki meira og ákvað hann svo að fara frá liðinu. KR-ingnum var bannað að æfa með aðalliðinu eftir umdeilt viðtal eftir leik gegn AGF snemma á tímabilinu. Í viðtali við Kian Fonoudi á Kanal9 fyrir leik Horsens gegn Vejle um helgina opnaði hann á síðustu dagana hjá síðarnefnda félaginu. Jeg er bare i chok. Kjartan Finnbogason fortæller om sin afsked med Vejle, hvor den tidligere topscorer skulle træne med U19-holdet og ikke måtte spise med sine holdkammerater. Se hele indslaget på https://t.co/DBlTNuHdqD #sldk— Canal9 (@Canal9dk) November 30, 2020 „Ég er með metnað fyrir því að spila og æfa fótbolta, svo ég spurði: Hvar á ég að æfa? Hvað á ég að gera? Þeir eiga að hafa einhverjar æfingar fyrir mig. Ég get ekki bara verið á hlaupabrettinu eða á hjólinu,“ sagði Kjartan. „Svo átti ég að æfa með U19-liðinu og það var klukkan 7.30 um morguninn því ungu strákarnir voru svo á leiðinni í skólann.“ En hvað gerðist svo? „Þetta er vinnan mín svo ég mæti tveimur dögum eftir að hafa fengið skilaboðin og fer í æfingarsalinn. Svo fer ég og borða í mötuneytinu, sem ég hafði borgað fyrir, með vinum mínum og liðsfélögum.“ Sú máltíð átti eftir að draga dilk á eftir sér. „Ég fæ símtal frá einum í stjórninni þar sem hann segir að ég eigi ekki að koma upp og borða með liðinu því ég truflaði þá.“ Kjartani fannst þetta kjánalegt. „Ég hló bara. Ég var bara í áfalli,“ sagði Kjartan. Skemmst er frá því að segja að Kjartan skoraði eitt marka Horsens í 3-1 sigrinum á Vejle um helgina. Þetta var fyrsti sigur Horsens í dönsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. #erviderbjerne pic.twitter.com/eFnzXTSeCi— AC Horsens (@AC_Horsens) November 29, 2020
Danski boltinn Mest lesið Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira