25 nýir hrútar að störfum – Guðni og Sammi eru þar á meðal Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. desember 2020 20:05 Hrútarnir eru mjög spenntir í jólamánuðinum og vilja ólmir láta taka sæði úr sér. Ármann Sverrisson Tuttugu og fimm nýir hrútar hafa tekið til starfa á Sauðfjársæðingastöðvunum á Suðurlandi og Vesturlandi og verða þeir að gefa sæði fram að jólum. Af þeim eru þrettán hyrndir, níu kollóttir, einn feldhrútur, einn forystu hrútur og svo ferhyrndur hrútur. Starfsemi Sauðfjársæðingastöðvanna í Borgarfirði og í Þorleifskoti í Laugardælum rétt við Selfoss hófust mánudaginn 1. desember og stendur sæðistakan fram að jólum. Hrútarnir 25, sem eru nýjir á stöðvunum voru valdir á stöðvarnar af sauðfjárræktarráðunautum Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins (RML) því hrútarnir höfðu skarað fram úr á búunum sínum og voru farnir að sýna sig sem góðir ærfeður. Þeir voru líka valdir út frá kjötmati í afkvæmarannsóknum sem heppnuðust mjög vel í haust. „Þetta eru mjög efnilegir hrútar, ég held að það megi alveg segja með fullu vissu að sjaldan hefur verið meira úrval af fallegum hrútum og ég vil meina að kynbótastarfið í landinu sé í mjög góðum farvegi,“ segir Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Sauðfjársæðingastöðvar Suðurlands. Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Sauðfjársæðingastöðvar SuðurlandsMagnús Hlynur Hreiðarsson Sveinn segir að hrútarnir gefi vel af sæði. „Já, þeir gera það sem betur fer flestir en það er alltaf aðeins misjafnt og hrútarnir, sem við viljum helst hafa eru hrútar sem eru vinsælir með gott sæði og gefa vel.“ Hrútaskráin er alltaf vinsælasta blaðið hjá sauðfjárbændum á þessum árstíma en þar er kynning á öllum hrútum stöðvanna. Hrútaskráin er mjög vinsæl en í skránni eru kynntir allir þeir hrútar, sem notaðir verða á stöðvunum núna í desember.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveinn segir að það sé oft mikið at á stöðinni á morgnanna við að taka sæði, vinna úr því, skrá allt niður samviskusamlega og afgreiða það til bænda um allt land. „Já, marga morgna byrjum við klukkan fimm því það þarf að koma sæðinu í tíma og það má segja það að sæðið sé oft komið á Akureyri eða Egilsstaði um hádegi og bændur á norðaustur horninu eru kannski farnir að sæða um kaffileytið.“ Er þetta ekki bar skemmtilegt í jólamánuðnum? „Þú getur rétt ímyndað þér, þetta er bara fjör, þetta er bara mjög gaman, mjög gaman,“ segir kampakátur framkvæmdastjóri Sauðfjársæðingastöðvarinnar. Hrúturinn Sammi er einn af þeim, sem er í notkun í ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrúturinn Guðni er líka notaður í ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson Flóahreppur Borgarbyggð Landbúnaður Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira
Starfsemi Sauðfjársæðingastöðvanna í Borgarfirði og í Þorleifskoti í Laugardælum rétt við Selfoss hófust mánudaginn 1. desember og stendur sæðistakan fram að jólum. Hrútarnir 25, sem eru nýjir á stöðvunum voru valdir á stöðvarnar af sauðfjárræktarráðunautum Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins (RML) því hrútarnir höfðu skarað fram úr á búunum sínum og voru farnir að sýna sig sem góðir ærfeður. Þeir voru líka valdir út frá kjötmati í afkvæmarannsóknum sem heppnuðust mjög vel í haust. „Þetta eru mjög efnilegir hrútar, ég held að það megi alveg segja með fullu vissu að sjaldan hefur verið meira úrval af fallegum hrútum og ég vil meina að kynbótastarfið í landinu sé í mjög góðum farvegi,“ segir Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Sauðfjársæðingastöðvar Suðurlands. Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Sauðfjársæðingastöðvar SuðurlandsMagnús Hlynur Hreiðarsson Sveinn segir að hrútarnir gefi vel af sæði. „Já, þeir gera það sem betur fer flestir en það er alltaf aðeins misjafnt og hrútarnir, sem við viljum helst hafa eru hrútar sem eru vinsælir með gott sæði og gefa vel.“ Hrútaskráin er alltaf vinsælasta blaðið hjá sauðfjárbændum á þessum árstíma en þar er kynning á öllum hrútum stöðvanna. Hrútaskráin er mjög vinsæl en í skránni eru kynntir allir þeir hrútar, sem notaðir verða á stöðvunum núna í desember.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveinn segir að það sé oft mikið at á stöðinni á morgnanna við að taka sæði, vinna úr því, skrá allt niður samviskusamlega og afgreiða það til bænda um allt land. „Já, marga morgna byrjum við klukkan fimm því það þarf að koma sæðinu í tíma og það má segja það að sæðið sé oft komið á Akureyri eða Egilsstaði um hádegi og bændur á norðaustur horninu eru kannski farnir að sæða um kaffileytið.“ Er þetta ekki bar skemmtilegt í jólamánuðnum? „Þú getur rétt ímyndað þér, þetta er bara fjör, þetta er bara mjög gaman, mjög gaman,“ segir kampakátur framkvæmdastjóri Sauðfjársæðingastöðvarinnar. Hrúturinn Sammi er einn af þeim, sem er í notkun í ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrúturinn Guðni er líka notaður í ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Flóahreppur Borgarbyggð Landbúnaður Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira