25 nýir hrútar að störfum – Guðni og Sammi eru þar á meðal Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. desember 2020 20:05 Hrútarnir eru mjög spenntir í jólamánuðinum og vilja ólmir láta taka sæði úr sér. Ármann Sverrisson Tuttugu og fimm nýir hrútar hafa tekið til starfa á Sauðfjársæðingastöðvunum á Suðurlandi og Vesturlandi og verða þeir að gefa sæði fram að jólum. Af þeim eru þrettán hyrndir, níu kollóttir, einn feldhrútur, einn forystu hrútur og svo ferhyrndur hrútur. Starfsemi Sauðfjársæðingastöðvanna í Borgarfirði og í Þorleifskoti í Laugardælum rétt við Selfoss hófust mánudaginn 1. desember og stendur sæðistakan fram að jólum. Hrútarnir 25, sem eru nýjir á stöðvunum voru valdir á stöðvarnar af sauðfjárræktarráðunautum Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins (RML) því hrútarnir höfðu skarað fram úr á búunum sínum og voru farnir að sýna sig sem góðir ærfeður. Þeir voru líka valdir út frá kjötmati í afkvæmarannsóknum sem heppnuðust mjög vel í haust. „Þetta eru mjög efnilegir hrútar, ég held að það megi alveg segja með fullu vissu að sjaldan hefur verið meira úrval af fallegum hrútum og ég vil meina að kynbótastarfið í landinu sé í mjög góðum farvegi,“ segir Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Sauðfjársæðingastöðvar Suðurlands. Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Sauðfjársæðingastöðvar SuðurlandsMagnús Hlynur Hreiðarsson Sveinn segir að hrútarnir gefi vel af sæði. „Já, þeir gera það sem betur fer flestir en það er alltaf aðeins misjafnt og hrútarnir, sem við viljum helst hafa eru hrútar sem eru vinsælir með gott sæði og gefa vel.“ Hrútaskráin er alltaf vinsælasta blaðið hjá sauðfjárbændum á þessum árstíma en þar er kynning á öllum hrútum stöðvanna. Hrútaskráin er mjög vinsæl en í skránni eru kynntir allir þeir hrútar, sem notaðir verða á stöðvunum núna í desember.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveinn segir að það sé oft mikið at á stöðinni á morgnanna við að taka sæði, vinna úr því, skrá allt niður samviskusamlega og afgreiða það til bænda um allt land. „Já, marga morgna byrjum við klukkan fimm því það þarf að koma sæðinu í tíma og það má segja það að sæðið sé oft komið á Akureyri eða Egilsstaði um hádegi og bændur á norðaustur horninu eru kannski farnir að sæða um kaffileytið.“ Er þetta ekki bar skemmtilegt í jólamánuðnum? „Þú getur rétt ímyndað þér, þetta er bara fjör, þetta er bara mjög gaman, mjög gaman,“ segir kampakátur framkvæmdastjóri Sauðfjársæðingastöðvarinnar. Hrúturinn Sammi er einn af þeim, sem er í notkun í ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrúturinn Guðni er líka notaður í ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson Flóahreppur Borgarbyggð Landbúnaður Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Starfsemi Sauðfjársæðingastöðvanna í Borgarfirði og í Þorleifskoti í Laugardælum rétt við Selfoss hófust mánudaginn 1. desember og stendur sæðistakan fram að jólum. Hrútarnir 25, sem eru nýjir á stöðvunum voru valdir á stöðvarnar af sauðfjárræktarráðunautum Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins (RML) því hrútarnir höfðu skarað fram úr á búunum sínum og voru farnir að sýna sig sem góðir ærfeður. Þeir voru líka valdir út frá kjötmati í afkvæmarannsóknum sem heppnuðust mjög vel í haust. „Þetta eru mjög efnilegir hrútar, ég held að það megi alveg segja með fullu vissu að sjaldan hefur verið meira úrval af fallegum hrútum og ég vil meina að kynbótastarfið í landinu sé í mjög góðum farvegi,“ segir Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Sauðfjársæðingastöðvar Suðurlands. Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Sauðfjársæðingastöðvar SuðurlandsMagnús Hlynur Hreiðarsson Sveinn segir að hrútarnir gefi vel af sæði. „Já, þeir gera það sem betur fer flestir en það er alltaf aðeins misjafnt og hrútarnir, sem við viljum helst hafa eru hrútar sem eru vinsælir með gott sæði og gefa vel.“ Hrútaskráin er alltaf vinsælasta blaðið hjá sauðfjárbændum á þessum árstíma en þar er kynning á öllum hrútum stöðvanna. Hrútaskráin er mjög vinsæl en í skránni eru kynntir allir þeir hrútar, sem notaðir verða á stöðvunum núna í desember.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveinn segir að það sé oft mikið at á stöðinni á morgnanna við að taka sæði, vinna úr því, skrá allt niður samviskusamlega og afgreiða það til bænda um allt land. „Já, marga morgna byrjum við klukkan fimm því það þarf að koma sæðinu í tíma og það má segja það að sæðið sé oft komið á Akureyri eða Egilsstaði um hádegi og bændur á norðaustur horninu eru kannski farnir að sæða um kaffileytið.“ Er þetta ekki bar skemmtilegt í jólamánuðnum? „Þú getur rétt ímyndað þér, þetta er bara fjör, þetta er bara mjög gaman, mjög gaman,“ segir kampakátur framkvæmdastjóri Sauðfjársæðingastöðvarinnar. Hrúturinn Sammi er einn af þeim, sem er í notkun í ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrúturinn Guðni er líka notaður í ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Flóahreppur Borgarbyggð Landbúnaður Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira