25 nýir hrútar að störfum – Guðni og Sammi eru þar á meðal Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. desember 2020 20:05 Hrútarnir eru mjög spenntir í jólamánuðinum og vilja ólmir láta taka sæði úr sér. Ármann Sverrisson Tuttugu og fimm nýir hrútar hafa tekið til starfa á Sauðfjársæðingastöðvunum á Suðurlandi og Vesturlandi og verða þeir að gefa sæði fram að jólum. Af þeim eru þrettán hyrndir, níu kollóttir, einn feldhrútur, einn forystu hrútur og svo ferhyrndur hrútur. Starfsemi Sauðfjársæðingastöðvanna í Borgarfirði og í Þorleifskoti í Laugardælum rétt við Selfoss hófust mánudaginn 1. desember og stendur sæðistakan fram að jólum. Hrútarnir 25, sem eru nýjir á stöðvunum voru valdir á stöðvarnar af sauðfjárræktarráðunautum Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins (RML) því hrútarnir höfðu skarað fram úr á búunum sínum og voru farnir að sýna sig sem góðir ærfeður. Þeir voru líka valdir út frá kjötmati í afkvæmarannsóknum sem heppnuðust mjög vel í haust. „Þetta eru mjög efnilegir hrútar, ég held að það megi alveg segja með fullu vissu að sjaldan hefur verið meira úrval af fallegum hrútum og ég vil meina að kynbótastarfið í landinu sé í mjög góðum farvegi,“ segir Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Sauðfjársæðingastöðvar Suðurlands. Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Sauðfjársæðingastöðvar SuðurlandsMagnús Hlynur Hreiðarsson Sveinn segir að hrútarnir gefi vel af sæði. „Já, þeir gera það sem betur fer flestir en það er alltaf aðeins misjafnt og hrútarnir, sem við viljum helst hafa eru hrútar sem eru vinsælir með gott sæði og gefa vel.“ Hrútaskráin er alltaf vinsælasta blaðið hjá sauðfjárbændum á þessum árstíma en þar er kynning á öllum hrútum stöðvanna. Hrútaskráin er mjög vinsæl en í skránni eru kynntir allir þeir hrútar, sem notaðir verða á stöðvunum núna í desember.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveinn segir að það sé oft mikið at á stöðinni á morgnanna við að taka sæði, vinna úr því, skrá allt niður samviskusamlega og afgreiða það til bænda um allt land. „Já, marga morgna byrjum við klukkan fimm því það þarf að koma sæðinu í tíma og það má segja það að sæðið sé oft komið á Akureyri eða Egilsstaði um hádegi og bændur á norðaustur horninu eru kannski farnir að sæða um kaffileytið.“ Er þetta ekki bar skemmtilegt í jólamánuðnum? „Þú getur rétt ímyndað þér, þetta er bara fjör, þetta er bara mjög gaman, mjög gaman,“ segir kampakátur framkvæmdastjóri Sauðfjársæðingastöðvarinnar. Hrúturinn Sammi er einn af þeim, sem er í notkun í ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrúturinn Guðni er líka notaður í ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson Flóahreppur Borgarbyggð Landbúnaður Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Starfsemi Sauðfjársæðingastöðvanna í Borgarfirði og í Þorleifskoti í Laugardælum rétt við Selfoss hófust mánudaginn 1. desember og stendur sæðistakan fram að jólum. Hrútarnir 25, sem eru nýjir á stöðvunum voru valdir á stöðvarnar af sauðfjárræktarráðunautum Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins (RML) því hrútarnir höfðu skarað fram úr á búunum sínum og voru farnir að sýna sig sem góðir ærfeður. Þeir voru líka valdir út frá kjötmati í afkvæmarannsóknum sem heppnuðust mjög vel í haust. „Þetta eru mjög efnilegir hrútar, ég held að það megi alveg segja með fullu vissu að sjaldan hefur verið meira úrval af fallegum hrútum og ég vil meina að kynbótastarfið í landinu sé í mjög góðum farvegi,“ segir Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Sauðfjársæðingastöðvar Suðurlands. Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Sauðfjársæðingastöðvar SuðurlandsMagnús Hlynur Hreiðarsson Sveinn segir að hrútarnir gefi vel af sæði. „Já, þeir gera það sem betur fer flestir en það er alltaf aðeins misjafnt og hrútarnir, sem við viljum helst hafa eru hrútar sem eru vinsælir með gott sæði og gefa vel.“ Hrútaskráin er alltaf vinsælasta blaðið hjá sauðfjárbændum á þessum árstíma en þar er kynning á öllum hrútum stöðvanna. Hrútaskráin er mjög vinsæl en í skránni eru kynntir allir þeir hrútar, sem notaðir verða á stöðvunum núna í desember.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveinn segir að það sé oft mikið at á stöðinni á morgnanna við að taka sæði, vinna úr því, skrá allt niður samviskusamlega og afgreiða það til bænda um allt land. „Já, marga morgna byrjum við klukkan fimm því það þarf að koma sæðinu í tíma og það má segja það að sæðið sé oft komið á Akureyri eða Egilsstaði um hádegi og bændur á norðaustur horninu eru kannski farnir að sæða um kaffileytið.“ Er þetta ekki bar skemmtilegt í jólamánuðnum? „Þú getur rétt ímyndað þér, þetta er bara fjör, þetta er bara mjög gaman, mjög gaman,“ segir kampakátur framkvæmdastjóri Sauðfjársæðingastöðvarinnar. Hrúturinn Sammi er einn af þeim, sem er í notkun í ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrúturinn Guðni er líka notaður í ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Flóahreppur Borgarbyggð Landbúnaður Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira