Þinghald verður opið í Bræðraborgarstígsmálinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. desember 2020 15:36 Ákærði leiddur fyrir dómara þegar krafist var gæsluvarðhalds yfir honum. Vísir/Vilhelm Þinghald verður opið í máli Marek Moszczynski, karlmanns á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir manndráp og íkveikju á Bræðraborgarstíg í sumar. Svo segir í úrskurði Landsréttar sem staðfesti niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis. Verjandi Mareks hafði farið fram á að þinghaldi yrði lokað þegar hann og geðlæknar gæfu skýrslu. Þrír létust í brunanum á Bræðraborgarstíg í sumar og fleiri slösuðust. Þrettán manns voru inni í húsinu þegar Marek er talinn hafa valdið eldsvoðanum. Marek neitaði sök við þingfestingu málsins á dögunum. Þá fór Stefán Karl Kristjánsson, verjandi Mareks, fram á að þinghaldi í málinu yrði lokað. Reikna mætti með mikilli þolraun í dómsal sem ætti ekki erindi við almenning. Því mótmælti Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari og sagðist ekki sjá ástæðu til að loka þinghaldi. Barbara Björnsdóttir dómari sagðist myndu taka kröfuna til skoðunar. Meira þurfi að koma til Landsréttur og héraðsdómur vísuðu báðir til þeirrar greinar stjórnarskrárinnar að dómþing skuli háð í heyranda hljóði. Frá því mætti víkja meðal annars til að gæta hagsmuna málsaðila. Um sé að ræða undantekningu frá meginreglu sem beri að skýra þröngt. Í úrskurði héraðsdóms segir að ríkar ástæður þurfi að vera til að víkja frá meginreglunni. „Þótt það sé yfirleitt þungbært fyrir ákærða og aðra þá sem mál varðar að þinghöld í sakamálum séu háð fyrir opnum tjöldum nægir það eitt og sér ekki til þess að þeim verði lokað, heldur verður eitthvað meira til að koma svo að það verði gert,“ segir í úrskurði Símonar Sigvaldasonar, dómstjóra við Héraðsdóm Reykjavíkur. Bruni á Bræðraborgarstíg Dómsmál Tengdar fréttir „Það eru náttúrulega ömurlegar fréttir“ Íbúar í Vesturbæ eru ekki kátir með að þurfa mögulega að bíða lengi eftir að rústir hússins sem brann við Bræðraborgarstíg í sumar verði fjarlægt. 27. október 2020 19:23 Sagður hafa kveikt eld á þremur stöðum í húsinu Þrettán manns voru í húsinu við Bræðraborgarstíg þann 25. júní í sumar þegar Marek Moszczynski kveikti eld á mörgum stöðum í húsinu. 25. september 2020 15:02 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Sjá meira
Þrír létust í brunanum á Bræðraborgarstíg í sumar og fleiri slösuðust. Þrettán manns voru inni í húsinu þegar Marek er talinn hafa valdið eldsvoðanum. Marek neitaði sök við þingfestingu málsins á dögunum. Þá fór Stefán Karl Kristjánsson, verjandi Mareks, fram á að þinghaldi í málinu yrði lokað. Reikna mætti með mikilli þolraun í dómsal sem ætti ekki erindi við almenning. Því mótmælti Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari og sagðist ekki sjá ástæðu til að loka þinghaldi. Barbara Björnsdóttir dómari sagðist myndu taka kröfuna til skoðunar. Meira þurfi að koma til Landsréttur og héraðsdómur vísuðu báðir til þeirrar greinar stjórnarskrárinnar að dómþing skuli háð í heyranda hljóði. Frá því mætti víkja meðal annars til að gæta hagsmuna málsaðila. Um sé að ræða undantekningu frá meginreglu sem beri að skýra þröngt. Í úrskurði héraðsdóms segir að ríkar ástæður þurfi að vera til að víkja frá meginreglunni. „Þótt það sé yfirleitt þungbært fyrir ákærða og aðra þá sem mál varðar að þinghöld í sakamálum séu háð fyrir opnum tjöldum nægir það eitt og sér ekki til þess að þeim verði lokað, heldur verður eitthvað meira til að koma svo að það verði gert,“ segir í úrskurði Símonar Sigvaldasonar, dómstjóra við Héraðsdóm Reykjavíkur.
Bruni á Bræðraborgarstíg Dómsmál Tengdar fréttir „Það eru náttúrulega ömurlegar fréttir“ Íbúar í Vesturbæ eru ekki kátir með að þurfa mögulega að bíða lengi eftir að rústir hússins sem brann við Bræðraborgarstíg í sumar verði fjarlægt. 27. október 2020 19:23 Sagður hafa kveikt eld á þremur stöðum í húsinu Þrettán manns voru í húsinu við Bræðraborgarstíg þann 25. júní í sumar þegar Marek Moszczynski kveikti eld á mörgum stöðum í húsinu. 25. september 2020 15:02 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Sjá meira
„Það eru náttúrulega ömurlegar fréttir“ Íbúar í Vesturbæ eru ekki kátir með að þurfa mögulega að bíða lengi eftir að rústir hússins sem brann við Bræðraborgarstíg í sumar verði fjarlægt. 27. október 2020 19:23
Sagður hafa kveikt eld á þremur stöðum í húsinu Þrettán manns voru í húsinu við Bræðraborgarstíg þann 25. júní í sumar þegar Marek Moszczynski kveikti eld á mörgum stöðum í húsinu. 25. september 2020 15:02