Segir ótímabært að gera ráð fyrir því að bólusetning hefjist fljótlega eftir áramót Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. desember 2020 11:40 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hvetur til raunhæfrar bjartsýni varðandi það hvenær bólusetning gegn Covid-19 hér á landi. Hann segir ótímabært að nánast gera ráð fyrir því að bólusetning geti hafist fljótlega eftir áramót og ekki sé hægt að ganga út frá því sem vísu. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hvetur til raunhæfrar bjartsýni varðandi það hvenær bólusetning gegn Covid-19 hér á landi. Hann segir ótímabært að nánast gera ráð fyrir því að bólusetning geti hafist fljótlega eftir áramót og ekki sé hægt að ganga út frá því sem vísu. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að mjög raunhæft væri að hefja bólusetningu í janúar. Ekki var annað að skilja á máli Þórólfs á upplýsingafundinum í dag en að hann vildi tempra þessar væntingar. Hann minnti á það, líkt og fram kom í máli Rúnu í gær, að Lyfjastofnun Evrópu ætti enn eftir að gefa leyfi fyrir bóluefni Pfizer og Moderna. Fyrirtækin hafa bæði sótt um neyðarleyfi til stofnunarinnar. Skammtar frá Pfizer og Moderna duga ekki fyrir alla þjóðina Stofnunin mun gefa álit sitt á bóluefni Pfizer í síðasta lagi 29. desember. Sagði Þórólfur að verði niðurstaðan sú að bóluefnið sé öruggt þá geti dreifing hafist fljótlega. Hins vegar liggi ekki fyrir nákvæmlega hvenær dreifing geti hafist og hvernig hún muni fara fram. „Því er ótímabært að nánast gera ráð fyrir því að bólusetning hefjist fljótlega eftir áramót og ekki hægt að ganga út frá því sem vísu,“ sagði Þórólfur. Þá sagði hann aðspurður að fjöldi skammtanna sem kæmu frá Pfizer myndi ekki duga til að bólusetja alla þjóðina. Skammtarnir væru um 180 þúsund og bólusetja þarf hvern einstakling tvisvar svo bólusetningin virki. Hvað varðar bóluefni Moderna þá skilar Lyfjastofnun Evrópu sínu áliti á því í síðasta lagi 12. janúar. Ísland hefur tryggt sér aðgang að því bóluefni einnig en samanlagt duga þó skammtar Pfizer og Moderna ekki til þess að bólusetja alla þjóðina að sögn Þórólfs. Því þurfi að binda vonir við að fá fleiri skammta af þessum bóluefnum eða þá að bóluefni AstraZeneca komi til því mun fleiri skammtar séu tryggðir af því bóluefni heldur en þeim frá Pfizer eða Moderna. Þórólfur sagði að þeir skammtar sem Íslandi væru ætlaðir frá Pfizer muni koma til landsins í einni sendingu. Hið sama ætti við um önnur bóluefni; skammtarnir sem okkur væru ætlaðir kæmu á áfangastað í einu lagi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hvetur til raunhæfrar bjartsýni varðandi það hvenær bólusetning gegn Covid-19 hér á landi. Hann segir ótímabært að nánast gera ráð fyrir því að bólusetning geti hafist fljótlega eftir áramót og ekki sé hægt að ganga út frá því sem vísu. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að mjög raunhæft væri að hefja bólusetningu í janúar. Ekki var annað að skilja á máli Þórólfs á upplýsingafundinum í dag en að hann vildi tempra þessar væntingar. Hann minnti á það, líkt og fram kom í máli Rúnu í gær, að Lyfjastofnun Evrópu ætti enn eftir að gefa leyfi fyrir bóluefni Pfizer og Moderna. Fyrirtækin hafa bæði sótt um neyðarleyfi til stofnunarinnar. Skammtar frá Pfizer og Moderna duga ekki fyrir alla þjóðina Stofnunin mun gefa álit sitt á bóluefni Pfizer í síðasta lagi 29. desember. Sagði Þórólfur að verði niðurstaðan sú að bóluefnið sé öruggt þá geti dreifing hafist fljótlega. Hins vegar liggi ekki fyrir nákvæmlega hvenær dreifing geti hafist og hvernig hún muni fara fram. „Því er ótímabært að nánast gera ráð fyrir því að bólusetning hefjist fljótlega eftir áramót og ekki hægt að ganga út frá því sem vísu,“ sagði Þórólfur. Þá sagði hann aðspurður að fjöldi skammtanna sem kæmu frá Pfizer myndi ekki duga til að bólusetja alla þjóðina. Skammtarnir væru um 180 þúsund og bólusetja þarf hvern einstakling tvisvar svo bólusetningin virki. Hvað varðar bóluefni Moderna þá skilar Lyfjastofnun Evrópu sínu áliti á því í síðasta lagi 12. janúar. Ísland hefur tryggt sér aðgang að því bóluefni einnig en samanlagt duga þó skammtar Pfizer og Moderna ekki til þess að bólusetja alla þjóðina að sögn Þórólfs. Því þurfi að binda vonir við að fá fleiri skammta af þessum bóluefnum eða þá að bóluefni AstraZeneca komi til því mun fleiri skammtar séu tryggðir af því bóluefni heldur en þeim frá Pfizer eða Moderna. Þórólfur sagði að þeir skammtar sem Íslandi væru ætlaðir frá Pfizer muni koma til landsins í einni sendingu. Hið sama ætti við um önnur bóluefni; skammtarnir sem okkur væru ætlaðir kæmu á áfangastað í einu lagi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels