Forstjóri CDC spáir erfiðasta vetrinum í lýðheilsusögu Bandaríkjanna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. desember 2020 06:16 Robert Redfield var ómyrkur í máli þegar hann fór yfir þróun Covid-19 faraldursins í Bandaríkjunum. epa/Chris Kleponis Robert Redfield, forstjóri bandarísku sóttvarnastofnunarinnar (CDC), varar við því að veturinn gæti orðið sá erfiðasti í lýðheilsusögu Bandaríkjanna. Spáir hann því að dauðsföll vestanhafs af völdum Covid-19 gætu náð 450 þúsundum í febrúar. „Sannleikurinn er sá að desember, janúar og febrúar verða erfiðir,“ sagði Redfield þegar hann ávarpaði Chamber of Commerce Foundation. „Ég held raunar að þeir verði erfiðasti tíminn í lýðheilsusögu þjóðarinnar.“ Redfield sagði stöðu faraldurins þá að dagleg dauðsföll teldu 1.500 til 2.500 og að fjöldi látinna gæti farið úr 272 þúsund nú í 450 þúsund í febrúarbyrjun. Hann sagði þessa þróun mála þó ekki óhjákvæmilega. „Við erum ekki varnalaus. Sannleikurinn er sá að það er hægt að draga úr skaðanum. En það dugir ekki ef bara helmingur okkar gerir það sem gera þarf. Og líklega ekki ef þrír fjórðu gera það.“ Tími deilna um gildi grímunotkunar er liðinn Í erindi sínu vísaði Redfield í skýrslu CDC um handahófsathuganir sem leiddu í ljós að í sýslum þar sem grímuskyldu var komið á fækkaði nýjum tilfellum um 6%, á meðan tilfellum fjölgaði um 100% annars staðar. Þá gagnrýndi hann misvísandi skilaboð frá Donald Trump Bandaríkjaforseta og Scott Atlas, fyrrum ráðgjafa forsetans í málefnum er varða Covid-19, en báðir gerðu lítið úr þeim sem notuðu grímur og drógu mikilvægi þeirra í efa. Redfield sagði upplýsingaóreiðu af þessu tagi vandamál þegar kæmi að aðgerðum til að draga úr útbreiðslu SARS-CoV-2. „Þegar þú vilt fá alla um borð þá verður þú að senda skýr, sameiginleg og ákveðin skilaboð,“ sagði hann. „Það að við vorum enn að deila um gildi grímunotkunar í sumar var vandamál.“ Redfield sagði tíma deilna um mikilvægi grímanna liðinn og sagði þær ekki síst mikilvægar til að verja fólk eldra en 40 ára fyrir einstaklingum undir 40 ára, sem væru minna líklegir til að sýna dæmigerð einkenni Covid-19. Sóttvarnayfirvöld ítrekuðu í dag að fólk ætti að forðast að ferðast yfir hátíðirnar. „Það besta sem Bandaríkjamenn geta gert yfir hátíðirnar er að vera heima og forðast ferðalög,“ sagði Henry Walke, sem hefur yfirumsjón með daglegum aðgerðum CDC vegna Covid-19. New York Times sagði frá. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
„Sannleikurinn er sá að desember, janúar og febrúar verða erfiðir,“ sagði Redfield þegar hann ávarpaði Chamber of Commerce Foundation. „Ég held raunar að þeir verði erfiðasti tíminn í lýðheilsusögu þjóðarinnar.“ Redfield sagði stöðu faraldurins þá að dagleg dauðsföll teldu 1.500 til 2.500 og að fjöldi látinna gæti farið úr 272 þúsund nú í 450 þúsund í febrúarbyrjun. Hann sagði þessa þróun mála þó ekki óhjákvæmilega. „Við erum ekki varnalaus. Sannleikurinn er sá að það er hægt að draga úr skaðanum. En það dugir ekki ef bara helmingur okkar gerir það sem gera þarf. Og líklega ekki ef þrír fjórðu gera það.“ Tími deilna um gildi grímunotkunar er liðinn Í erindi sínu vísaði Redfield í skýrslu CDC um handahófsathuganir sem leiddu í ljós að í sýslum þar sem grímuskyldu var komið á fækkaði nýjum tilfellum um 6%, á meðan tilfellum fjölgaði um 100% annars staðar. Þá gagnrýndi hann misvísandi skilaboð frá Donald Trump Bandaríkjaforseta og Scott Atlas, fyrrum ráðgjafa forsetans í málefnum er varða Covid-19, en báðir gerðu lítið úr þeim sem notuðu grímur og drógu mikilvægi þeirra í efa. Redfield sagði upplýsingaóreiðu af þessu tagi vandamál þegar kæmi að aðgerðum til að draga úr útbreiðslu SARS-CoV-2. „Þegar þú vilt fá alla um borð þá verður þú að senda skýr, sameiginleg og ákveðin skilaboð,“ sagði hann. „Það að við vorum enn að deila um gildi grímunotkunar í sumar var vandamál.“ Redfield sagði tíma deilna um mikilvægi grímanna liðinn og sagði þær ekki síst mikilvægar til að verja fólk eldra en 40 ára fyrir einstaklingum undir 40 ára, sem væru minna líklegir til að sýna dæmigerð einkenni Covid-19. Sóttvarnayfirvöld ítrekuðu í dag að fólk ætti að forðast að ferðast yfir hátíðirnar. „Það besta sem Bandaríkjamenn geta gert yfir hátíðirnar er að vera heima og forðast ferðalög,“ sagði Henry Walke, sem hefur yfirumsjón með daglegum aðgerðum CDC vegna Covid-19. New York Times sagði frá.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira