Hátt í 20 ökumenn í vandræðum á heiðum og fjallvegum Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. desember 2020 22:48 Björgunarsveitarmenn að störfum í óveðri á höfuðborgarsvæðinu í febrúar. Vísir/vilhelm Nokkur erill hefur verið hjá björgunarsveitum á landinu í kvöld, sem kallaðar hafa verið út hátt í 20 sinnum til að aðstoða ökumenn í vandræðum. Veður er slæmt í öllum landshlutum og verður áfram næstu daga. Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir í samtali við Vísi að byrjað hafi verið að kalla björgunarsveitir út um fimmleytið og áfram borist verkefni fram eftir kvöldi. Aðallega hafi fólk þurft aðstoð á Norðurlandi og Austurlandi en seinnipart kvölds hafi hjálparbeiðnir tekið að berast frá Vesturlandi. Davíð segir að öll verkefnin, á bilinu 15-20 talsins, hafi lotið að því að aðstoða ökumenn bíla í vandræðum vegna færðar eða veðurs, aðallega á fjallvegum og heiðum. „Ég hef verið að benda á að ferðaveður á þessum fjallvegum er með lakara móti og við bendum fólki eindregið á að sé það að ferðast milli landshluta gái það vel að upplýsingum um færð og veður og hugi að útbúnaði sínum og bílanna, þannig að sé öruggt,“ segir Davíð. Til dæmis hafi verið farið í útköll á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku en samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar eru vegirnir annars vegar lokaður og hins vegar ófær. Björgunarsveitir eða lögregla hafa þó ekki lokað vegum það sem af er kvöldi og Davíð segir að einhverjir hafi mögulega freistast til að fara yfir. „En við erum viðbúin áfram og mjög meðvituð um að viðvaranirnar gilda fram á föstudag. Við erum orðin nokkuð vön því að halda okkur til hlés út af Covid og fleira og ég held að við verðum að temja okkur það í svona veðrum,“ segir Davíð. Upplýsingar um færð á vegum má nálgast á vef Vegagerðarinnar. Veður Björgunarsveitir Tengdar fréttir Neyðarskýlin opin allan sólarhringinn vegna kuldakastsins Neyðarskýlin fjögur sem Reykjavíkurborg rekur – Konukot, gistiskýlið á Lindargötu, neyðarskýlið á Granda og tímabundið neyðarskýli fyrir konur – verða öll opin allan sólarhringinn frá 3.til 7. desember, vegna kuldakastsins sem framundan er. 2. desember 2020 14:46 Appelsínugul viðvörun á Suðausturlandi: Hviður allt að 45 m/s Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula veðurviðvörun fyrir Suðausturland sem tekur gildi klukkan 16 í dag og gildir til miðnættis annað kvöld. 2. desember 2020 10:03 Stormur, stórhríð og hörkufrost í kortunum Í dag, á morgun og fram á föstudag er útlit fyrir fyrsta alvöru norðanáhlaup vetrarins með stormi, stórhríð og ísköldu heimskautalofti sem herðir á frostinu. 2. desember 2020 06:57 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir í samtali við Vísi að byrjað hafi verið að kalla björgunarsveitir út um fimmleytið og áfram borist verkefni fram eftir kvöldi. Aðallega hafi fólk þurft aðstoð á Norðurlandi og Austurlandi en seinnipart kvölds hafi hjálparbeiðnir tekið að berast frá Vesturlandi. Davíð segir að öll verkefnin, á bilinu 15-20 talsins, hafi lotið að því að aðstoða ökumenn bíla í vandræðum vegna færðar eða veðurs, aðallega á fjallvegum og heiðum. „Ég hef verið að benda á að ferðaveður á þessum fjallvegum er með lakara móti og við bendum fólki eindregið á að sé það að ferðast milli landshluta gái það vel að upplýsingum um færð og veður og hugi að útbúnaði sínum og bílanna, þannig að sé öruggt,“ segir Davíð. Til dæmis hafi verið farið í útköll á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku en samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar eru vegirnir annars vegar lokaður og hins vegar ófær. Björgunarsveitir eða lögregla hafa þó ekki lokað vegum það sem af er kvöldi og Davíð segir að einhverjir hafi mögulega freistast til að fara yfir. „En við erum viðbúin áfram og mjög meðvituð um að viðvaranirnar gilda fram á föstudag. Við erum orðin nokkuð vön því að halda okkur til hlés út af Covid og fleira og ég held að við verðum að temja okkur það í svona veðrum,“ segir Davíð. Upplýsingar um færð á vegum má nálgast á vef Vegagerðarinnar.
Veður Björgunarsveitir Tengdar fréttir Neyðarskýlin opin allan sólarhringinn vegna kuldakastsins Neyðarskýlin fjögur sem Reykjavíkurborg rekur – Konukot, gistiskýlið á Lindargötu, neyðarskýlið á Granda og tímabundið neyðarskýli fyrir konur – verða öll opin allan sólarhringinn frá 3.til 7. desember, vegna kuldakastsins sem framundan er. 2. desember 2020 14:46 Appelsínugul viðvörun á Suðausturlandi: Hviður allt að 45 m/s Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula veðurviðvörun fyrir Suðausturland sem tekur gildi klukkan 16 í dag og gildir til miðnættis annað kvöld. 2. desember 2020 10:03 Stormur, stórhríð og hörkufrost í kortunum Í dag, á morgun og fram á föstudag er útlit fyrir fyrsta alvöru norðanáhlaup vetrarins með stormi, stórhríð og ísköldu heimskautalofti sem herðir á frostinu. 2. desember 2020 06:57 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Neyðarskýlin opin allan sólarhringinn vegna kuldakastsins Neyðarskýlin fjögur sem Reykjavíkurborg rekur – Konukot, gistiskýlið á Lindargötu, neyðarskýlið á Granda og tímabundið neyðarskýli fyrir konur – verða öll opin allan sólarhringinn frá 3.til 7. desember, vegna kuldakastsins sem framundan er. 2. desember 2020 14:46
Appelsínugul viðvörun á Suðausturlandi: Hviður allt að 45 m/s Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula veðurviðvörun fyrir Suðausturland sem tekur gildi klukkan 16 í dag og gildir til miðnættis annað kvöld. 2. desember 2020 10:03
Stormur, stórhríð og hörkufrost í kortunum Í dag, á morgun og fram á föstudag er útlit fyrir fyrsta alvöru norðanáhlaup vetrarins með stormi, stórhríð og ísköldu heimskautalofti sem herðir á frostinu. 2. desember 2020 06:57