„Við berum okkar ábyrgð“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. desember 2020 15:44 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Þingmenn hafa streymt upp í pontu Alþingis í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag til að ræða Landsréttardóminn. „Kannski var gærdagurinn bara býsna góður dagur fyrir íslenska þjóð því hann markar vonandi endalok pólitískra ráðninga dómara á Íslandi,“ sagði Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingar. „Niðurstaða Mannréttindadómstólsins staðfestir að brot dómsmálaráðherra var alvarlegt og gróf undan grundvallarréttindum um réttláta málsmeðferð. Nú dugar pólitískum öflum ekki lengur að borga bara umsækjendum sem gengið er fram hjá bætur, úr samneyslunni, á meðan hinir þóknanlegu sitja áfram,“ sagði Logi og spurði Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra hvort hún hefði áhyggjur af orðspori Íslands vegna málsins. Katrín sagðist áhyggjulaus. „Ég hef engar áhyggjur af því. Það sem skiptir máli er hvernig við bregðumst við slíkum dómi, hvaða lærdóma við drögum af honum og ég tel að það geti verið ýmsir lærdómar,“ sagði hún og ítrekaði að þáverandi dómsmálaráðherra Sigríður Andersen hefði þegar axlað pólitíska ábyrgð á málinu. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.vísir/stefán Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, fór yfir ábyrgð sína á málinu. „Viðreisn var í stjórn á þessum tíma og við berum okkar ábyrgð,“ sagði hún. „Við vildum tryggja jafnréttissjónarmið þegar nýtt dómstig tæki til starfa. Sú nálgun á hins vegar ekkert skylt með lögbrotum og blekkingum dómsmálaráðherrans fyrrverandi,“ sagði Þorgerður. „Það kunna eflaust að vera ákveðin tíðindi fyrir Sjálfstæðisflokkinn en sjónarmið um jafnrétti; Það eru málefnaleg sjónarmið. Og allir sem vilja, sjá að afstaða um kynjajafnrétti leiddi ekki til þess að 17 dómarar, allir með tölu, sögðu dómsmálaráðherra hafa brotið lög,“ sagði Þorgerður og vísaði þar til einróma niðurstöðu sautján dómara Mannréttindadómstólsins. Alþingi Landsréttarmálið Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
„Kannski var gærdagurinn bara býsna góður dagur fyrir íslenska þjóð því hann markar vonandi endalok pólitískra ráðninga dómara á Íslandi,“ sagði Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingar. „Niðurstaða Mannréttindadómstólsins staðfestir að brot dómsmálaráðherra var alvarlegt og gróf undan grundvallarréttindum um réttláta málsmeðferð. Nú dugar pólitískum öflum ekki lengur að borga bara umsækjendum sem gengið er fram hjá bætur, úr samneyslunni, á meðan hinir þóknanlegu sitja áfram,“ sagði Logi og spurði Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra hvort hún hefði áhyggjur af orðspori Íslands vegna málsins. Katrín sagðist áhyggjulaus. „Ég hef engar áhyggjur af því. Það sem skiptir máli er hvernig við bregðumst við slíkum dómi, hvaða lærdóma við drögum af honum og ég tel að það geti verið ýmsir lærdómar,“ sagði hún og ítrekaði að þáverandi dómsmálaráðherra Sigríður Andersen hefði þegar axlað pólitíska ábyrgð á málinu. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.vísir/stefán Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, fór yfir ábyrgð sína á málinu. „Viðreisn var í stjórn á þessum tíma og við berum okkar ábyrgð,“ sagði hún. „Við vildum tryggja jafnréttissjónarmið þegar nýtt dómstig tæki til starfa. Sú nálgun á hins vegar ekkert skylt með lögbrotum og blekkingum dómsmálaráðherrans fyrrverandi,“ sagði Þorgerður. „Það kunna eflaust að vera ákveðin tíðindi fyrir Sjálfstæðisflokkinn en sjónarmið um jafnrétti; Það eru málefnaleg sjónarmið. Og allir sem vilja, sjá að afstaða um kynjajafnrétti leiddi ekki til þess að 17 dómarar, allir með tölu, sögðu dómsmálaráðherra hafa brotið lög,“ sagði Þorgerður og vísaði þar til einróma niðurstöðu sautján dómara Mannréttindadómstólsins.
Alþingi Landsréttarmálið Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira